Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4465 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?

Blettatígur (Acinonyx jubatus) er rándýr af kattarætt og sprettharðastur allra dýra. Hann getur hlaupið á allt að 90 til 112 km hraða á klukkustund en þeim hraða getur hann aðeins haldið stuttar vegalengdir. Hann nýtir sér framúrskarandi hlaupagetu við veiðar en uppáhalds fæða hans eru gaseðlur og antilópur....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi?

Spyrjandi segir okkur því miður ekki nánar frá því, hvernig hann hefur komist að þessari niðurstöðu. Við skulum því hugsa okkur að hann hafi stigið á þokkalega nákvæma vog bæði um kvöldið og síðan morguninn eftir, og hann hafi að sjálfsögðu gætt þess að vera annaðhvort fatalaus í bæði skiptin eða þá í nákvæmlega s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er eitlasótt? Hvernig fær maður hana?

Eitlasótt, sem einnig hefur verið nefnd á íslensku einkirningasótt, heitir á latínu mononucleosis infectiosa. Sjúkdómnum veldur svokölluð Epstein-Barr-veira. Á Vesturlöndum kemur sjúkdómurinn helst fyrir hjá ungmennum og eru megineinkenni hiti, hálsbólga og eitlastækkanir, en stækkaðir eitlar finnast sem hnútar, g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir?

Á Íslandi hafa fundist tólf tegundir ánamaðka sem lifa í mismunandi vist í jarðvegi. Hér á landi finnast smávaxnar dökkar tegundir sem lifa á og við yfirborð jarðvegs, grafa ekki göng en æxlast og éta á yfirborðinu. Einnig finnast hér nokkuð stórar ljósleitar tegundir sem halda sig meira og minna niðri í jarðve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er innra minni í tölvum og til hvers er það?

Innra minni (e. internal memory) tölvu, eða öðru nafni vinnsluminni, geymir þær upplýsingar sem tölvan er að vinna með á hverju andartaki. Sérhvert forrit sem er í gangi á tölvunni þarf sinn skerf af þessu minni, mismikið eftir því hversu flókið forritið er og eftir því hversu miklar upplýsingar forritið þarf að h...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Spartakus?

Spartakus var fæddur í Þrakíu og dó árið 71 fyrir Krist. Hann var í rómverska hernum, gerðist líklega liðhlaupi og leiddi ræningjaflokk. En svo náðist hann og var seldur í þrældóm. Hann slapp ásamt 70 skylmingaþrælum úr skylmingaþrælaskóla í Capna árið 73 fyrir Krist. Uppreisnin breiddist um alla Suður-Ítalíu o...

category-iconJarðvísindi

Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?

Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsakasamband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurningin þessi: Veldur hlaup gosi? Veldur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi? Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin val...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?

Orðið skotta er einkum notað sem heiti á kvendraugum og þekkist allt frá 18. öld. Þó er skotti til sem nafn á karldraug en er miklu fátíðara en skottuheitið. Í þjóðsögum kemur fram sú trú að höfuðbúnaður skottunnar hafi ráðið heitinu. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar má til dæmis finna þessi dæmi:Draga kvenndraugar...

category-iconMannfræði

Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi?

Mannfræði kallast sú fræðigrein sem fjallar um manninn sem lífveru og sem félagsveru. Allt sem viðkemur lífi mannsins er hægt að flokka undir mannfræði. Mannfræði sem fræðigrein skiptist í tvö meginsvið annars vegar félags-og menningarmannfræði og hins vegar líffræðilega mannfræði. Í félagslegri- og menningarma...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?

Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?

Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg. Keisaramörgæsir, foreldri með unga.Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?

Í svari við spurningunni Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi? var eilítið fjallað um smávaxna hnísutegund sem lifir á afmörkuðu svæði í Mexíkóflóa undan ströndum N-Ameríku og kallast á erlendum tungumálum Vaquita (Phocoena sinus). Þessi tegund hefur yfirleitt verið talin sjaldgæfasta sjávarspendýrið enda er heil...

category-iconVísindavefur

Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?

Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...

category-iconEfnafræði

Við hvaða hitastig bráðnar blý?

Blý (Pb) er bláhvítur gljáandi málmur sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu. Atómmassinn er 207,2. Blý er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að móta í þynnur eða víra. Það er lélegur rafleiðari af málmi að vera, tærist seint en missir gljáa í snertingu við andrúmsloft. Dæmi eru um það að fráveiturör úr blýi sem rómve...

category-iconLögfræði

Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi, hvað felst í því? Getur maður sem dettur í það á bar ekki labbað heim án þess að brjóta lögin?Um þetta er fjallað í 21. gr. áfengislaga nr. 75/1998: Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberu...

Fleiri niðurstöður