Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2208 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?

Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað orsakar offitu barna?

Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast (Arch Pediatr Adolesc Med. 1995:149: 1085-91). Hlutfall of þungr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um pardusköttinn (Leopardus pardalis)?

Parduskötturinn (Leopardus pardalis), eða ocelot eins og hann kallast á alþjóðavísu, er ein tegund svokallaðra nýjaheimskatta. Heimkynni parduskattarins er í þéttu skóglendi Suður-Ameríku og allt norður til suðurríkja Bandaríkjanna (Texas og Louisiana). Búsvæði þeirra eru allt frá rökum og þéttum regnskógum til kj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er það komið að kalla stelpur 'fröken fix'?

Lýsingarorðið fix ‘fimur, laginn’ er tökuorð úr dönsku fiks ‘duglegur, flinkur, fljótur’ og þekkist í þessari merkingu frá því á 18. öld. Um miðja síðustu öld og lengur var gjarnan talað um að flík, til dæmis kjóll eða blússa, væri fix og að einhver, langoftast kona væri fix eða fix í sér: ,,Hún er alltaf svo fix,...

category-iconUnga fólkið svarar

Var Sherlock Holmes til í alvöru?

Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollale...

category-iconEfnafræði

Hvað er selen og til hvers þurfum við það?

Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna grátum við?

Ekki er fullkomlega vitað af hverju við grátum. Við grátum oft þegar eitthvað kemur okkur í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar við upplifum sorg, gleði eða sársauki. Orsök gráts má rekja til lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða til skamms tíma í miðtaugakerfinu. Ákveðin svæði í heilanum verða virk og þaðan be...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er feitasti maður heims þungur?

Talið er að þyngsti maður á jörðinni í dag sé, eða hafi alla vega verið, Mexíkói að nafni Manuel Uribe. Árið 2006, þegar hann var hvað þyngstur, vó hann 560 kg. Ef meðal maðurinn er um 80 kg þá var Manuel þessi eins og 7 slíkir. Í júní árið 2007 hafði Manuel Uribe hins vegar losað sig við 180 kg eftir strangan...

category-iconHeimspeki

Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?

Þessari spurningu er strangt til tekið ómögulegt að svara. Um leið og henni er svarað er sú forsenda sem spurningin hvílir á, að spurningunni sé ekki svarað, orðin ósönn. Skoðum þetta nánar: Hugsum okkur að einhver varpi fram spurningu sem við skulum kalla S. S gæti til dæmis verið „Hvert er skónúmer Bretlandsd...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er þjóðarhundur Frakka?

Það er rétt að fjölmörg ræktunarafbrigði hafa komið fram í Frakklandi á síðastliðnum öldum. Hundahald og hundaræktun byggir á afar gömlum merg í Frakklandi og hundar hafa til lengri tíma verið notaðir þar til veiða, skemmtunar eða til að verja eigur manna. Tegundir eins og franskur meistari (e. French Mastiff) eru...

category-iconNæringarfræði

Eru gerlar í öllum mjólkurafurðum og af hverju?

Gerlar finnast í velflestum mjólkurafurðum. Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Við gerilsneyðingu eyðist stór hluti gerlaflóru mjólkurinnar, en þó lifa alltaf einhverjir gerlar af gerilsneyðingu. Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu?

Í stuttu máli þá er töluvert lengra til norðurpólsins frá Íslandi heldur en til Evrópu. Það eru fleiri en ein leið til þess að finna fjarlægðina á milli tveggja staða. Á Netinu eru til dæmis síður þar sem hægt er að setja inn lengdar- og breiddargráður þeirra staða sem finna á fjarlægðina á milli og fá vegalen...

category-iconStærðfræði

Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?

Í sjónvarpsþáttunum Lost kemur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 oft fyrir. Meðal annars er hún ástæða þess að ein persónan er á eynni sem þættirnir gerast á, tölurnar voru vinningstölur á lottómiða annarrar persónu og einnig má nefna að rununa þurfti að slá inn í tölvu á 108 mínútna fresti til að koma í veg fyrir h...

category-iconHugvísindi

Hvað er mannamál?

Það er snar þáttur í stefnu og verklagsreglum Vísindavefsins að "tala mannamál" eftir bestu getu. Ef það er ekki gert hættir fólk nefnilega að hlusta. Ýmsir spyrjendur nefna líka orðið mannamál í spurningum sínum. Þegar Björn Þorsteinsson heimspekingur var beðinn um að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli fann...

category-iconHugvísindi

Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?

Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Örnefnið Morinsheiði er sérkennilegt og uppruni þess er ekki þekktur. Orðhlutinn Mor- er kunnur, getur merkt ‘smáagnir’, ‘óhreinindi’ og líka ‘mistur’ eða ‘moldrok’. Orðið getur einnig táknað lit og merkir þá það sama og þegar eitthvað er sagt mólitað. Til dæm...

Fleiri niðurstöður