Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er franska upplýsingin?
Þegar rætt er um frönsku upplýsinguna er vísað í tímabil á átjándu öld og líf og skriftir hóps franskra menntamanna á þessum tíma. Spurningin um hvað franska upplýsingin fól í sér er hins vegar flóknari og í raun ómögulegt að svara í stuttu máli. Það má með nokkrum sanni halda því fram að hún sé eitt mest rannsaka...
Eru Grýla, Leppalúði og jólakötturinn til í dag?
Nokkrir lesendur af yngri kynslóðinni hafa spurt Vísindavefinn um Grýlu. Það sem helst brennur á krökkunum er hvort hún sé enn á lífi og hvað hún sé þá eiginlega gömul? Nemendur í Hamraskóla vilja síðan fá að vita um allt í senn: Grýlu, Leppalúða og sjálfan jólaköttinn! Við Vísindavefinn starfar þverfaglegt jól...
Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?
Næringargildi matvæla segir til um innihald þeirra af orkugefandi næringarefnum (próteini, fitu og kolvetnum), vítamínum og steinefnum. Styrkur efnanna er mældur með efnagreiningu á rannsóknarstofu, þar sem tiltekin fjöldi af sýnum er greindur með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Matvæli eru sögð næringarsnauð ef ...
Hvað ganga kettir lengi með afkvæmi sín?
Meðgöngutími katta (Felis catus) er frá 63 dögum til 67 daga en dæmi eru um að læður hafi ekki gotið fyrr en eftir 70 daga. Slíkt er þó afar sjaldgæft. Fyrstu merki um að læður séu orðnar kettlingafullar sjást þremur vikum eftir mökun. Þá verða spenarnir bleikir og hárin eyðast á litlu svæði umhverfis spenann...
Hver er meðgöngutími steypireyða?
Meðgöngutími steypireyða (Balaenoptera musculus) eru rúmir 11 mánuðir sem er óvenjulega stuttur tími hjá svo stórum dýrum. Steypireyðarkýrin ber langoftast einum kálfi. Menn hafa þó séð kú með tvo kálfa en slíkt er mjög sjaldgæft. Við fæðingu eru kálfarnir um 7-8 metrar á lengd og um 2 tonn að þyngd. Vöxtur n...
Hvað stjórnar litaskiptunum hjá rjúpunum?
Fiður er mjög mikilvægt líffæri sem einkennir fugla. Fiðrið gegnir fyrst og fremst því hlutverki að vera einangrunarlag, sem temprar líkamshitann, og er einnig mjög mikilvægt flugtæki. Auk þess er fiðrið mikilvægt vegna litar og munsturs, sem er venjulega til þess fallið að fuglinn verður minna áberandi, en er ein...
Hvernig virkar tvöfaldur ríkisborgararéttur og hverjir geta fengið hann?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Móeiðar:Er hægt að halda íslenskum ríkisborgararétti þótt maður búi í útlöndum að staðaldri?Það fer eftir löggjöf hvers ríkis hverjir eiga rétt á ríkisborgararétti í landinu. Í megindráttum er byggt á tveimur reglum við veitingu ríkisborgararéttar, annars vegar "jus solis"...
Hversu margir lítrar koma upp í einu gosi í Strokki og hver er hitinn á vatninu?
Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myn...
Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það?
Steinöld er notað um það tímabil í sögu mannkyns þegar menn höfðu ekki lært að nota málma en gerðu sér verkfæri og vopn úr steini. Hugtakið kemur frá danska fornleifafræðingnum Christian Jürgensen Thomsen (1788-1865). Hann setti fram svonefnda þriggja alda kenningu þar sem forsögu Norðurlanda var skipt í þrjár ald...
Er mark að draumum?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:Hver er raunveruleg skýring á því að ekki sé hægt að sjá framtíðina í draumum? (Tryggvi Björgvinsson)Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar? (síðari hluta svarað hér en fyrri hluta er áður svarað; Gunnar Helgi Guðjónsson og fleiri)Geta draumar ver...
Hver er syndafallskenning Rousseaus?
Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...
Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?
Vatnsafl og jarðhiti eru helstu orkulindir Íslendinga. Í svari Braga Árnasonar við spurningunni Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar? er meðal annars fjallað stuttlega um orkubúskap Íslendinga í dag. Þar segir:Vatnsorka sem talið er hagkvæmt að virkja er um 30 TWh á ári. Þar af voru í árslok 1999...
Hvenær fréttu Íslendingar fyrst af afstæðiskenningu Einsteins?
Árið 1913 var í fyrsta sinn fjallað um takmörkuðu afstæðiskenninguna hér á landi. Það var í greininni „Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins“ eftir Ólaf Dan Daníelsson stærðfræðing, sem birtist í tímaritinu Skírni.[1] Ólafur ræðir þar bæði um heimspekilegar undirstöður rúmfræðinnar og afstæðiskenninguna, án þess þó að mi...
Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?
Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...
Hvenær er sól í hádegisstað í Hveragerði í þessum mánuði, þannig að skuggi af ljósastaur falli í hánorður?
Klukkan 13:22 er sól í hádegisstað í Hveragerði frá 24. til 31. maí. Svona reiknuðum við það út: Almanak Háskólans segir okkur að hádegi sé nú í Reykjavík kl. 13:25. En Hveragerði er austan við Reykjavík og þar eð sólin gengur frá austri til vesturs er hún fyrr í hádegisstað þar. Sólin gengur 360° um jör...