Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8399 svör fundust
Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins "della", sbr. "kúadella"? Fyrirspurnin vaknar úr rannsókn á uppruna enska fyrirbærisins "dilly cart", sem í nokkrum héruðum Englands sem tilheyrðu Danalögum á miðöldum* var nafnið á ökutækinu sem notað var við tæmingu salerna, líka ...
Hver er munurinn á geni og DNA?
Í stuttu máli er munurinn þessi: DNA er gert úr löngum kjarnsýrukeðjum og skiptist í starfseiningar sem kallast gen. Gen eru því hluti af DNA. DNA er erfðaefni allra lífvera og öll gen lífvera eru úr DNA. Í DNA-inu er hins vegar fleira að finna en aðeins gen. Genin eru á litningum sem eru DNA-þræðir í kjarna fr...
Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?
Gögn um sjávarhita við Ísland er meðal annars að finna hjá Hafrannsóknastofnun undir liðnum sjávarhiti. Sú síða sýnir sjávarhita í rauntíma í Reykjavík og sjávarhitann við Grímsey til samanburðar. Á síðunni birtist einnig þriggja mánaða tímabil á grafi. Til þess að skoða sjávarhita við fjölmargar mælistöðvar[1]...
Hver er uppruni orðsins agúrka í íslensku?
Agúrka er ávöxtur gúrkuplöntunnar (Cucumis sativus). Orðið er tökuorð í íslensku úr dönsku agurk sem annaðhvort er fengið úr hollensku eða lágþýsku agurk, augurk, pólsku ogórek en þangað er orðið komið úr síðgrísku angoúrion ‘vatnsmelóna’ sem fengið er úr persnesku angõrah ‘vatnsmelóna’. Annar möguleiki er að orði...
Hver er munurinn á skreið og harðfiski?
Bæði harðfiskur og skreið er fiskur sem búið er að þurrka. Á árum áður voru hugtökin harðfiskur eða hertur fiskur notuð um allan þurrkaðan fisk, þar meðtalda skreið. Nú er hins vegar merkingarmunur á þessu tvennu. Þegar rætt er um skreið nú á tímum er átt við hausaðan, slægðan og þurrkaðan bolfisk. Algengast er...
Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?
Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...
Í Hávamálum er sagt að margur verði af aurum api. Hefur höfundurinn vitað hvað api var?
Það er ekki útilokað að höfundur þessara orða hafi vitað eitt og annað um apa. Sennilegra er samt að þarna sé bara verið að nota niðrunarorðið api (í merkingunni „auli, fífl, þurs“) á líkan hátt og Íslendingar lærðu seinna að kalla hver annan asna án þess að hafa nein persónuleg kynni af því ágæta hófdýri. Þeir hö...
Voru skordýr til á undan risaeðlum?
Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér)...
Hvar er best að grafa eftir gulli?
Gull (Au) er frumefni. Eins og á við um önnur frumefni þyngri en járn, verður það aðeins til í miklum hamförum sprengistjarna. Um tilurð gulls og annarra frumefna er hægt að lesa meira í fróðlegu svari eftir Ottó Elíasson við spurningunni Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum? ...
Er hægt að deyja úr hræðslu?
Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...
Hvaða áhrif hefur það á lífríki Íslands að milljónir tonna af makríl koma hingað á sumrin?
Hinar miklu göngur makríls (Scomber scombrus) inn í lögsögu Íslands árin eftir aldamót hafa væntanlega ekki farið framhjá mörgum. Þegar dýrastofnar, svo sem fiskar, breyta göngum sínum og fara í vistkerfi sem þeir hafa ekki áður verið algengir í, má sterklega gera ráð fyrir að þeir valdi breytingum á vistkerfin...
Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?
Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...
Hvað er rafhleðsla?
Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...
Hver var Aristarkos frá Samos og hvert var framlag hans til vísindanna?
Aristarkos frá Samos var forngrískur stjörnufræðingur sem er frægastur fyrir að hafa sett fram sólmiðjukenningu. Hann fæddist á eynni Samos um 320 eða 310 f.Kr. en lærði í Aþenu hjá aristótelíska heimspekingnum Stratoni frá Lampsakos. Straton stýrði skólanum Lýkeion, sem Aristóteles stofnaði, á árunum 286-268 f.Kr...
Af hverju verða stökkbreytingar?
Hér er einnig svar við spurningunni: Eru stökkbreytingar hagstæðar eða óhagstæðar? Stökkbreytingar eru í víðasta skilningi allar arfgengar breytingar á erfðaefni lífvera. Þær eru gjarnan flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar genabreytingar sem eru breytingar á einstökum genum og hins vegar litningabreytingar...