Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9720 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er ranghugmynd merkingarleysa? Geta hugmyndir verið réttar eða rangar?

Upprunaleg spurning var svohljóðandi: Fyrirbærið hugmynd er augljóslega hvorki það sama og staðhæfing eða fullyrðing, hvað þá heldur tilgáta eða kenning, sem aftur leiðir af sér að hugmynd getur þá hvorki verið "rétt" né "röng" (eða hvað?) sem slík, ólíkt öllum hinum fyrirbærunum enda jú bara hugmynd! Er þá ekki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?

Sníkjudýrið Ichthyophonus hoferi er svipudýr (Choanoflagellata) í fiskum. Alls hefur þetta sníkjudýr fundist í meira en 70 fisktegundum, aðallega kaldsjávartegundum. Ichthyophonus hoferi hefur meðal annars fundist í laxi, síld og ýmsum tegundum flatfiska. Sníkillinn hefur valdið talsverðum skaða í lax- og silungse...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita hesthús, fjárhús, hænsnahús og fleira eftir íbúum sínum, en svo heitir kýrhús allt í einu fjós?

Orðið fjós er mjög gamalt í málinu. Það var upphaflega samsett orð, *fē-(h)ūs sem dróst saman og varð fjós við það að ē, sem fór næst á undan uppmælta sérhljóðinu ū varð að hálfsérhljóðinu -i- sem síðar varð að -j-. Upphaflega var orðið fjós samsett orð, fé(h)ús. Fjósið var notað fyrir stórg...

category-iconHeimspeki

Geta fjöll verið ljót?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Já, fjöll geta verið ljót. Gömul kona sem flutti frá Akureyri suður á Selfoss sagðist oft sakna fallegu fjallanna við Eyjafjörð og gaf lítið fyrir Ingólfsfjall, sem Selfyssingar töluðu svo gjarnan um. Henni fannst Ingólfsfjall vera ljótt. Eftir að hafa búið syðra í nokkur ár...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi?

Til þess að svara þessari spurningu verður að horfa allmarga áratugi aftur í tímann. Rétt er byrja á því að staldra við árið 1925 þegar samþykkt voru lög á Alþingi sem meinuðu fólki að taka upp ný ættarnöfn. Segja má að þetta ákvæði sé að vissu leyti enn í gildi. Í stuttu máli sagt þá má halda því fram að lagasetn...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Hannesar Stefánssonar: Af hverju kemur fullt tungl?Fullt tungl verður einu sinni í hverri umferð tunglsins um jörð, þegar lína frá tungli hornrétt á brautarsléttu jarðar sker beinu línuna sem markast af sól og jörð. Um leið er tunglið nokkurn veginn fjærst sól í þeirri um...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum?

Í hugum margra eru mandarínur nátengdar jólunum en það er þó ekki svo að þær séu aðeins fáanlegar um það leyti árs. Mandarínur eru seldar allt árið um kring en vissulega verður meira um þær í kringum jólin. Ástæðan er sú að þá kemur á markaðinn fyrsta uppskera frá Spáni sem venjulega þykir vera sú besta, en uppske...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?

Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skunka?

Skunkar nefnast einnig þefdýr. Til skunka teljast tólf tegundir sem flokkast í fjórar ættkvíslir innan ættarinnar Mephitidae. Tíu af þeim tólf tegundum sem þekktar eru lifa í Norður- og Suður-Ameríku, en tvær tegundir, sem tilheyra ættkvíslinni Mydaus, finnast á eyjum Indónesíu og á Filippseyjum. Hér verður að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að leita að upplýsingum um mengun frá vindgangi kúa en ég finn ekki neinar upplýsingar á íslensku. Gætuð þið sagt mér eitthvað um þessi málefni? Þegar jórturdýr melta myndast töluvert af metani (CH4). Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ...

category-iconHugvísindi

Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?

Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um kalda stríðið og vígbúnaðarkapphlaupið sem því fylgdi. Hér er reynt að svara þeim Kristborgu Ágústsdóttur, Davíð Sigurðarsyni, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur, Einari Hafliðasyni, Ernu Valdísi Jónsdóttur, Söndru Guðmundsdóttur, Berglindi Þorsteinsdóttur, Jarþrúði Hólmdís...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um Martein Lúther?

Í Marteini Lúther mætast andstæður, jafnvel öfgar. Þetta á jafnt við um persónu Lúthers og þá hreyfingu sem hann ýtti úr vör. Þegar í aflátsdeilunum 1517 verður ljóst að breytingarnar sem guðfræði Lúthers fela í sér er ekki hægt að skilgreina með tilvísun til tíðarandans, skipulags samfélagsins eða uppbyggingar ki...

category-iconLögfræði

Er hægt að dæma mann fyrir morð ef hann drepur einhvern sem þegar hefur verið úrskurðaður látinn og þurrkaður út af þjóðskrá?

Rétthæfi manns lýkur þegar hann deyr. Samkvæmt íslenskum rétti geta allir menn átt réttindi og borið skyldur og getur því sérhver maður verið réttaraðili, en í því er rétthæfi einmitt fólgið. Hafi maður horfið og líkur benda til þess að hann sé ekki lengur á lífi er unnt að ákveða með dómi að horfinn maður skuli ...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?

Spurningin í heild sinni hljóðað svona: Amma mín vill endilega sofa með höfuðið í austur eða vestur, en ekki í norður eða suður. Er eitthvað til í því eða er þetta hjátrú? Þessi venja tengist væntanlega hefðum og siðum innan kirkjunnar. Samkvæmt kristinni trú er sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar (aust...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til mörg kyn í náttúrunni?

Stutta svarið við spurninginni er að það er afar breytilegt. Sumar tegundir fjölga sé kynlaust og hjá öðrum tegundum þekkist að kynin séu rúmlegu tuttugu þúsund. Algengast er þó meðal meðal heilkjörnunga að kynin séu tvö. Lengra svar Þótt margt sé á huldu um fyrstu lífverur á jörðinni, er sennilegast að þær ...

Fleiri niðurstöður