Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3294 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Finnst kóngafólk í íslenskum örnefnum?

Langt er nú umliðið síðan kóngur og drottning áttu ríki sitt á Íslandi. Síðustu konungshjónin yfir landinu voru Kristján X. Danakonungur (hét fullu nafni Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm) og Alexandrine drottning. Formlegu konungssambandi þeirra við Ísland lauk 17. júní 1944 enda þótt það hefði þá ...

category-iconLæknisfræði

Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?

Einnig hefur verið spurt: Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð? Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð. Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir vo...

category-iconHugvísindi

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?

Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum?

Spurningin í fullri lengd var: Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum? Hvað með aðrar heimildir frá miðöldum? Á norðurljós er hvergi minnst með beinum hætti í Íslendingasögum, sem sumar hverjar fela þó í sér frásagnir af yfirnáttúrlegum eða óútskýrðum eldum. Meðal þeirra eru haugaeldar...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?

Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Doktorsrannsóknin Violence, Power and Justice. A Feminist constribution to Christian Sexual Ethics (útgefin af Háskólaútgáf...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru klumpahraun?

Lengi vel var basalthraunum aðeins skipt í tvær tegundir, helluhraun og apalhraun, en nú er ljóst að þetta eru jaðartegundir í samfelldu rófi með nokkrum millitegundum sem endurspegla breytingar á myndunarskilyrðum og flæðimynstri. Hér verður fjallað um klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) sem eru mjög algeng hra...

category-iconHagfræði

Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður?

Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Er eitthvað til í hagfræði sem heitir grái markaðurinn? Hvað er átt við með hugtakinu svarti markaðurinn og hvað er svartamarkaðsbrask? Hugtakið svartur markaður er notaður til að lýsa vettvangi fyrir ólögleg viðskipti. Þau geta vitaskuld verið margs konar og mismunand...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri?

Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...

category-iconTrúarbrögð

Hvort tala fræðimenn um siðbreytingu eða siðaskipti? Af hverju?

Orðnotkun í íslensku hefur verið nokkuð breytileg gegnum tíðina þegar rætt og ritað hefur verið um upptök, útbreiðslu og áhrif lútherskunnar á 16. öld. Fram undir þetta hafa fræðimenn almennt notað eitt heiti yfir alla þætti þessarar þróunar. Það hefur svo verið breytilegt hvort rætt hefur verið um siðbót, siðaski...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju þarf forsetinn að búa á Bessastöðum?

Þarf forsetabústað? Svo virðist sem að ekki hafi annað komið til greina en að forseti íslenska lýðveldisins hefði opinberan bústað eins og aðrir þjóðhöfðingjar. Gengið var út frá því að hann þyrfti húsnæði þar sem hægt væri að halda fundi og taka á móti innlendum og erlendum gestum, þar á meðal kóngum, drottningu...

category-iconLæknisfræði

Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?

Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er danskt fet margir sentímetrar?

Eins og fram kemur í Almanaki Háskólans og víðar er danskt fet 31,39 cm. Það er þannig ívið lengra en bresk-bandarískt fet (foot, fleirtala feet, skammstafað ft) sem er 30,48 cm. Tvö dönsk fet eru í danskri alin sem er 62,77 cm. Í bresk-bandarísku feti eru 12 þumlungar eða tommur (inch, fleirtala inches, skammstaf...

category-iconLandafræði

Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?

Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?

Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni. Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað verða þrestir gamlir?

Skógarþrösturinn, sem heitir Turdus iliacus á latínu, verpir í Norður-Evrópu og Síberíu, og er einnig nokkuð algengur á Íslandi. Hér á landi er hann að mestu leyti farfugl og fer til vetrarheimkynna í Vestur-Evrópu. Hann er um 21 cm á lengd. Áreiðanlegar heimildir segja til um að hámarksaldur starra sé 20 ár o...

Fleiri niðurstöður