Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 187 svör fundust

Hvað hlaupa tígrisdýr hratt?

Líkt og aðrir kettir eru tígrisdýr afar spretthörð en ekki sérlega úthaldsgóð og geta því aðeins haldið hámarkshraða í fáar sekúndur. Rannsóknir benda til þess að tígrisdýr nái allt að 56 km hraða á klukkustund. Þegar þau hlaupa stökkva þau jafnframt og geta þessi stökk orðið allt að þriggja metra löng. Veg...

Nánar

Af hverju titrar rófan á köttum stundum?

Rófan á köttum titrar við ýmsar aðstæður eða tilefni. Til dæmis titrar hún stundum af sælu þegar kettir ganga til eiganda síns eða einhvers sem þeim þykir vænt um eða á meðan verið er að klappa þeim. Um leið fylgir oftast mal og augun eru hálfopin. Stundum titrar hún einnig af spenningi við að hitta eigandann. ...

Nánar

Hvenær var kötturinn uppgötvaður (sem gæludýr)?

Fyrstu merki um ketti eru 12 milljón ára. Um það leyti voru þeir í þrem höfuðflokkum: Skógarkötturinn Afríski villikötturinn Asíski eyðimerkurkötturinn Fyrstu kettirnir voru hafðir sem húsdýr um 3000 árum fyrir Krist, þegar þeir voru notaðir til að verja korngeymslur Egypta fyrir nagdýrum. Þessir kettir urðu sv...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?

Spurningin hljóðar svona í heild sinni: Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa ...

Nánar

Hvað ganga kettir lengi með afkvæmi sín?

Meðgöngutími katta (Felis catus) er frá 63 dögum til 67 daga en dæmi eru um að læður hafi ekki gotið fyrr en eftir 70 daga. Slíkt er þó afar sjaldgæft. Fyrstu merki um að læður séu orðnar kettlingafullar sjást þremur vikum eftir mökun. Þá verða spenarnir bleikir og hárin eyðast á litlu svæði umhverfis spenann...

Nánar

Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður?

Svarið við þessari spurningu er já. Þegar læða hefur egglos, eða þegar hún breimar, losna mörg egg ólíkt því sem gerist hjá manninum því þar losnar í langflestum tilvikum aðeins eitt egg í hverjum tíðahring. Segjum sem svo að læðan hafi samfarir við fleiri en einn högna á meðan hún breimar. Þá geta fleiri en ei...

Nánar

Geta kettir verið hættulegir?

Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt....

Nánar

Eru refir skyldir köttum?

Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...

Nánar

Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum?

Hundar tilheyra hundaættinni (Canidae) sem inniheldur um það bil 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Sem dæmi um tegundir ættarinnar má nefna úlfa (Canis lupus), sléttuúlfa (Canis latrans), rauðúlfa (Canis rufus), refi (Vulpes sp.) og hunda (Canis familiaris). Það er nefnilega aðeins til ein tegund af heimilishundum (Can...

Nánar

Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?

Skottið á ljónum og rófan á köttum vísar alls ekki alltaf upp á við. Staða rófunnar (eða skottsins í tilviki ljónsins) lýsir geðslagi viðkomandi kattardýrs og er afar mikilvæg í samskiptum þess við aðra meðlimi tegundar sinnar. Sperrt rófan á þessum kettlingi gæti verið merki um áhuga eða forvitni. Oft er hægt ...

Nánar

Af hverju hafa hundar klær?

Þótt heimilishundurinn sjáist ekki mikið beita klónum þá hafa þær örugglega verið mjög mikilvægar fyrir tegundina fyrr á tímum. Eitt af einkennum rándýra og annarra dýra sem stunda ránlífi eru klær. Þær komu fram tiltölulega snemma í þróunarsögu dýra, til að mynda höfðu frumstæð skriðdýr sem voru forfeður risa...

Nánar

Dreymir ketti?

Það er erfitt að svara spurningunni hvort ketti dreymi drauma eins og menn. Ástæðan fyrir því er sú að þótt við spyrjum kettina um þetta geta þeir ekki svarað okkur með því að lýsa draumum sínum, ef einhverjir eru. Vísindamenn hafa þó reynt að komast að þessu með því að taka svokallað svefnrit af dýrum. Þá eru ...

Nánar

Í hvaða landi urðu kettirnir til?

Heimiliskötturinn nefnist á fræðimáli Felis silvestris catus en til sömu tegundar teljast einnig evrópski villikötturinn (Felis silvestris silvestris) og afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Þessar þrjár deilitegundir geta allar átt saman frjó afkvæmi. Afríski villikötturinn er talinn vera forfaðir...

Nánar

Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?

Rannsóknir á svefni dýra eru fyrst og fremst byggðar á atferlisathugunum en einnig, þar sem því verður við komið, á beinum mælingum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, þar á meðal heilarit, vöðvaspenna, öndun og hjartarit. Aðeins lítið brot af fjölskrúðugri tegundamergð dýraríkisins hefur verið sko...

Nánar

Fleiri niðurstöður