Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 584 svör fundust

Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...

Nánar

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2019?

Í febrúarmánuði 2019 birtist 31 nýtt svar á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á efnafræði prumpsins en svör um elstu ljósmyndina af íslensku landslagi, orðið Pólland,...

Nánar

Hvaðan kom hafið?

Hafið er að langmestum hluta orðið til úr gosgufum sem losnað hafa í eldgosum á 4.500 milljón ára ævi jarðar. Dæmigerðar gosgufur, eins og þær sem losnuðu í Surtseyjargosinu, eru um 85% vatn. Í hraunkviku, sem kemur upp á yfirborðið, eru um 0,6% af vatni, og af þeim losna um 0,5% út í andrúmsloftið, þar sem vatnið...

Nánar

Hvað eru kúlulán?

Kúlulán (e. bullet loan eða balloon loan) eru ein tegund lána. Þau hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans. Stundum eru vextir greiddir reglulega á lánstímanum en einnig þekkjast kúlulán þar sem vöxtunum er bætt við höfuðstólinn og allt greitt í einu í lok lánstímans. Hu...

Nánar

Er hægt að varðveita prump í krukku?

Upprunalega spurningin var: Ef maður prumpar i krukku/dós og lokar strax eftir, helst lyktin af prumpinu í krukkunni? Til þess að nýta næringarefni úr mat þurfum við að melta fæðuna. Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og nær frá munni til endaþarmsops. Frumur líkamans geta notað næringarefni eins og...

Nánar

Er rökkvun raunverulegt vandamál?

Endurskin og deyfing stuttbylgjugeislunar frá sól hafa áhrif á orkubúskap við yfirborð jarðar og hafa áhrifin í heild verið nefnd rökkvun. Rökkvun er viðvarandi hluti orkukerfis lofthjúpsins og er því ekki vandamál sem slík, heldur er fremur að breytingar á henni geti talist það, rétt eins og gróðurhúsaáhrif eru v...

Nánar

Hver var Ibn Sina, öðru nafni Avicenna?

Ibn Sina (Abu Ali al-Husayn ibn Abd Allah ibn Sina), betur þekktur sem Avicenna á Vesturlöndum, var persneskur heimspekingur og fjölfræðingur. Hann fæddist um 980 e.Kr. í þorpinu Afshana nálægt borginni Bukhara sem í dag tilheyrir Úsbekistan.[1] Avicenna er talinn vera einn áhrifamesti heimspekingur Mið-Austurland...

Nánar

Hvenær var byssan fundin upp?

Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær byssur koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ekki hægt að tilgreina einhvern einn einstakling sem „fann þær upp“. Byssur eru dæmi um „tækni“ sem þróaðist á löngum tíma, á mörgum stöðum og margir lagt eitthvað til. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hver...

Nánar

Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...

Nánar

Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?

Kevlar er vöruheiti efnafyrirtækisins DuPont á mjög sterku plastefni úr tiltekinni fjölliðu, nánar tiltekið para-aramíðfjölliðu. Sama fjölliða er framleidd af öðrum fyrirtækum og seld meðal annars undir vöruheitinu Twaron. Aramíð er stytting á efnaheitinu arómatísk fjölamíð, en þau eru sett saman úr einingunum ...

Nánar

Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið?

Ísaldir skilja eftir sig margvíslegar menjar sem jarðfræðingar geta greint og túlkað. Þar má fyrst telja jökulsorfnar klappir, eins og í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, og jökulruðning sem jöklar ísaldar hafa skilið eftir sig. Ennfremur U-laga dali og firði, sem skriðjöklar ísaldar hafa sorfið. Hér á landi bera móbergs...

Nánar

Fleiri niðurstöður