Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 920 svör fundust

Hvernig virka geisladiskar?

Geisladiskar geyma stafræna útgáfu af tónlist eða stafræn gögn (CD-ROM). Tónlistardiskarnir geta geymt allt að 80 mínútur af tónlist, en CD-ROM (e. compact disc read-only memory) diskarnir geta geymt allt að 700MB af gögnum. Tónlistin er kóðuð með 16 bita PCM-kóðun í stereó með 44,1 kHz úrtakstíðni. Þetta þýðir í ...

Nánar

Á hve marga vegu er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir?

Mennina tvo, sem gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, skulum við kalla Jón og Hannes. Þá getum við skipt öllum mögulegum stjórnum í tvo flokka: Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes. Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes. Einfalt mál er að finna fjölda stjórna sem tilheyra hvorum flokki fyrir sig, sv...

Nánar

Hvað er miðbaugur langur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða breiddarbaugur er lengstur?Hver er radíus jarðar frá miðju að pól?Hvert er ummál jarðar um miðbaug? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt? þá byggist þetta net á ímynduðu hnitakerfi lengdar- og breiddarbauga sem lagt er yfir jarðark...

Nánar

Hver eru málin á A0-pappír?

Samkvæmt ISO-216 staðlinum gilda þessar reglur um A-röð pappírsarka:Hlutfallið á milli lengdar og breiddar á blaði er ferningsrótin af tveimur, það er að segja að við fáum út ferningsrótina af 2 ef við deilum í lengd blaðsins með breidd þess.Flatarmál A0 er einn fermetri.Blað af stærðinni A1 fæst með því að skera ...

Nánar

Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku?

Skriðdýr eru ekki algeng í Danmörku. Ein tegund snáka sem þar lifir telst vera það eitruð að hún sé mönnum hættuleg. Það er höggormur (Vipera berus) sem reyndar er útbreiddasta snákategundin. Höggormar finnast um alla Skandinavíu, suður til Evrópu, meðal annars er hann tiltölulega algengur í Frakklandi og á Ítalíu...

Nánar

Hvað er Ísland stórt að ummáli?

Þetta er ein af þeim spurningum sem varla verður svarað með tiltekinni tölu eins og spyrjandi hugsar sér líklega. Ummál hlutar eins og ljósastaurs er lengdin sem við fáum með því að bregða málbandi utan um staurinn og lesa af því. En hvert er ummál girðingarstaurs ef þversnið hans er í laginu eins og L eða jafnvel...

Nánar

Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?

Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg. Japanski köngulóarkrabbinn (Macroc...

Nánar

Hvað er burstaormur?

Burstaormar (Polychaeta) eru algengir sjávarhryggleysingjar og hafa meira en 6000 tegundir fundist, flestir minni en 10 mm á lengd. Burstaormar eru hópur sem tilheyrir fylkingu liðorma (Annelida) og er talið að 70% liðorma heyri undir þennan hóp. Aðrir liðormar eru ánamaðkar (Oligochaeta) og blóðsugur (Hirudin...

Nánar

Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?

Spurningin í heild sinni er sem hér segir:Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru. Skötuormurinn Skötuormurinn er einnig stærst...

Nánar

Hvað er hagamúsin löng?

Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...

Nánar

Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá?

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þurfa krókódílar ekki að ná neinni lágmarksstærð til að þykja herramannsmatur. Eflaust er hægt að borða soðin krókódílaegg í morgunmat ef menn hafa lyst á. Framleiðsla á krókódílakjöti er hliðargrein í framleiðslu á krókódílaskinni og þess vegna ákvarðast aldur krókódíls til slá...

Nánar

Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?

Aldursgreining á hákörlum eins og hvítháfinum (Carcharodon carcharias) er ekki auðveld. Hvítháfar vaxa alla ævi, en það er hins vegar háð búsvæði, tíðafari og kyni hversu stórir þeir verða. Aldursgreining byggð á stærð dýranna er því lítt áreiðanleg. Hvítháfar eru taldir geta orðið allt að 60 ára gamlir Sjáv...

Nánar

Fleiri niðurstöður