Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 197 svör fundust

Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?

Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...

Nánar

Hvað búa margir í Frakklandi?

Frakkland er fjórða fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi, Þýskalandi og Bretlandi. Árið 2001 voru Frakkar tæplega 59 milljónir talsins. Eru þá ekki taldar með þær 1,7 milljónir manna sem búa á svæðum utan Evrópu sem tilheyra franska ríkinu (Guadeloupe og Martinique í Vestur-Indíum, Franska-Gínea í Suður-...

Nánar

Af hverju slást kettir þegar þeir hittast?

Það geta verið margar ástæður fyrir því að það kastast í kekki milli katta (Cattus domesticus). Sennilega má þó oftast rekja slagsmál þeirra til landamæradeilna en allir kettir, hvort sem þeir eru heimiliskettir eða villt kattadýr, helga sér óðal. Meðal villtra kattadýra er það nær algild regla að karldýrin he...

Nánar

Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?

Það er rétt að kríuvarp er algengt nærri mannabyggðum og er þau að finna nærri bæjum og þorpum víða um land. Krían þrífst til dæmis vel á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Seltjarnarnesi og Reykjavíkurtjörn. Stærstu kríuvörpin undanfarna áratugi hafa verið í Flatey á Breiðafirði og á Arnarstapa á Snæf...

Nánar

Hvar geta Reykvíkingar skoðað stjörnuhimininn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvar er best að skoða himininn í nágrenni við Reykjavík og hvar er hægt að fá stjörnukort til að hafa við hendina þegar himinninn er skoðaður?Á seinustu árum hefur stjörnuhiminninn yfir Reykjavík smám saman glatast vegna vaxandi ljósmengunar. Þess vegna bregða stjörnuáhugame...

Nánar

Af hverju er sagt að kettir hafi mörg líf?

Hér er um forna goðsögn að ræða, svo gamla að menn greinir á um ástæðuna fyrir henni. Sagt er að kettir eigi níu líf en hver er hugsanleg skýring á þeirri hugmynd? Til forna var það talið heillamerki að eiga kött og ákveðin vernd fólst í því að hafa hann inni á heimilinu. Í Egyptalandi til forna var það talinn ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað?

Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Á síðustu árum hefur orðið bylting í erfðafræði. Fjöldi mismunandi breytileika í erfðamenginu hefur verið tengdur við ýmsa sjúkdóma og þannig fást vísbendingar um orsakir þessara sjúkdóma. En til að skilja hvernig erfðabreytileikar leiða til sjú...

Nánar

Hvað er kvikuhlaup?

Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það...

Nánar

Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?

Vogurinn heitir Elliðaárvogur að réttu lagi. Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós fyrir neðan heiði (það er Mosfellsheiði) (Íslenzk fornrit I, bls. 384). Í sóknarlýsingu frá 1855 eftir sr. Stefán Þorvaldsson er ýmist nefndur Elliðaárvogur eða Elliðaárvogar (Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Rvk....

Nánar

Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?

Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meir...

Nánar

Af hverju heitir Þórsmörk þessu nafni?

Þórsmörk í Rangárvallasýslu er kennd við guðinn Þór, því að sem mannsnafn er það ekki þekkt fyrr en á 19. öld. Landnámsmaðurinn Ásbjörn Reyrketilsson helgaði landnám sitt Þór og kallaði Þórsmörk. Þórsmörk séð til austurs, Krossá og Mýrdalsjökull. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: Hvar er Goðaland í nágre...

Nánar

Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?

Svarið við þessari spurningu er einfalt ef miðað er við orðanna hljóðan: Það eru næstum 100% líkur á því að Snæfellsjökull gjósi. Megineldstöðin Snæfellsjökull ber öll merki þess að vera virk. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum og er ein af um það bil 30 virkum megineldstöðvum á Íslandi. ...

Nánar

Fleiri niðurstöður