Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1002 svör fundust
Í hvaða orðflokki (eða orðflokkum) eru orðin plús, mínus og sinnum?
Orðin plús og mínus eru nafnorð að uppruna en eru einnig notuð sem atviksorð í stærðfræði í merkingunni „að viðbættu; að frádregnu“. Plús er að uppruna karlkynsorð og tökuorð líklega úr dönsku plus. Það á rætur að rekja til latínu plûs „meiri, meira“. Mínus er sömuleiðis karlkynsorð fengið að láni úr dönsk...
Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?
Alls hafa fjórir einstaklingar hlotið Nóbelsverðlaunin tvisvar sinnum, ein kona og þrír karlar. Það eru þau Marie Curie, Linus Pauling, Frederick Sanger og John Bardeen. Pólsk-franska vísindakonan Marie Curie(1867-1934) hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1903 og í efnafræði 1911. Hún var þar með fyrst al...
Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Fá allir krakkar hlaupabólu? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu? Það er ekki víst að allir krakkar fái hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. Hlaupabóla orsa...
Hvað er Frakkland mörgum sinnum stærra en Ísland?
Flatarmál Íslands er um það bil 103 þúsund km2 (ferkílómetrar) en Frakklands um 544 þúsund km2. Frakkland er því um 5,28 sinnum stærri en Ísland. Þess má geta að Frakkland er þriðja stærsta land Evrópu á eftir Rússlandi og Úkraínu en Ísland lendir í 16 sætinu þegar löndum álfunnar er raða eftir flatarmáli. ...
Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna?
Hjartsláttartíðni spendýra er afar breytileg milli tegunda. Grunnreglan er sú að því stærri sem dýr eru því hægari er hjartslátturinn. Sem dæmi má nefna að hjá sumum smáum spendýrum, svo sem leðurblökum (Microchiroptera) er hjartsláttartíðnin um 750 slög á mínútu (sl./mín.) en að jafnaði um 30 sl./mín. hjá fullorð...
Af hverju er mínus sinnum mínus sama og plús?
Eins og í svo mörgum öðrum reglum stærðfræðinnar er þetta gert þannig að allt gangi upp að lokum á sem eðlilegastan og einfaldastan hátt. Við leiðum rök að þessu hér á eftir. Talan -1 er skilgreind þannig að1 + (-1) = 0Við margföldum vinstri hlið þessarar jöfnu með sjálfri sér og fáum þá auðvitað aftur 0:0 = (1...
Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022
Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands flettu að meðaltali 300 þúsund sinnum í svörum vefsins í hverjum mánuði árið 2022. Alls voru flettingar ársins rúmlega 3,3 milljónir og heimsóknir um 2,6 milljónir. Það samsvarar um 214 þúsund gestum mánaðarlega. Þessar tölur jafngilda því að í hverri viku hafi um 50 þúsund ge...
Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.
Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndi...
Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður?
Stærsta dýr jarðar er steypireyður (Balaenoptera musculus). Steypireyður getur orðið 150 tonn að þyngd og náð rúmlega 30 metra lengd. Það eru nær engar líkur á því að vísindamenn uppgötvi skyndilega nýja dýrategund á jörðinni sem er stærri en þessi risavaxni skíðishvalur. Ýmis rök styðja þá fullyrðingu. Í fyr...
Af hverju er margföldun framkvæmd á undan samlagningu?
Þetta er afar góð spurning og svarið við henni er ekki einhlítt. Mikilvægt er að röð aðgerða sé vel skilgreind og að eftir henni sé farið. Mörgum er röð reikningsaðgerða svo eiginleg að óhugsandi gæti virst að hún gerist á annan hátt, sérstaklega eftir að hafa setið undir þrástagli í grunnskóla um mikilvægi ...
Hvað er sólin stór?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...
Hversu oft andar maður á sólarhring?
Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...
Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?
Danska talnakerfið fer ekki að öllu leyti sínar eigin leiðir. Það á það sameiginlegt til dæmis með þýsku að byrja á tölunum frá einum og upp í níu þegar komið er yfir tuttugu. Til dæmis er í dönsku sagt en og tyve, to og tredive, tre og fyrre en í þýsku ein und zwanzig, zwei und dreißig, drei und vierzig. Í fornís...
Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?
Rannsóknir á fæðuvali ísbjarna (Ursus maritimus) hafa sýnt að selir eru helsta fæða þeirra. Hringanóri (Phoca hispida) skipar þar stærstan sess en á sumum svæðum er kampselur (Erignathus barbatus) næst mikilvægasta fæðan. Aðrar selategundir sem ísbirnir veiða eru vöðuselur (Pagophilus groenlandicus) og blöðruselur...
Hver eru rökin fyrir því að x í núllta veldi sé alltaf 1, sama hvað x stendur fyrir?
Reglurnar um veldisvísa í algebru eru byggðar upp skref fyrir skref með því að byrja til dæmis á því að skilgreina $x$ í öðru veldi: $x^2=x\cdot x$ (Lesið: $x$ í öðru veldi er sama sem $x$ sinnum $x$ eða $x$ margfaldað með sjálfu sér)Fyrir heilar plústölur $n$ skilgreinum við síðan $x^n=x\cdot...\cdot x$...