Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 85 svör fundust

Hvenær er sjúkdómur faraldur og hvenær verður hann heimsfaraldur?

Faraldur (e. epidemic): Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hefur skilgreint faraldur sem tilvist sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan ákveðins samfélags eða landsvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má undir eðlilegum kringumstæðum. Hægt er að skilgreina...

Nánar

Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað voru löndin mörg sem tilheyrðu Sovétríkjunum og hver voru þau? Svarið við þessari spurningu er ekki alveg jafn klippt og skorið og í fyrstu kann að virðast. Evrópa er nokkuð vel afmörkuð á þrjá vegu í norður, suður og vestur enda liggur álfan þar að mestu að hafi. Mörk Así...

Nánar

Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?

Það eru til margar mismunandi skilgreiningar á því hvað sé smáríki. Hér áður fyrr var einkum litið til fjögurra þátta þegar stærð ríkja var metin, það er íbúafjölda, landfræðilegar stærðar, þjóðarframleiðslu og hernaðarmáttar (útgjöld til varnarmála). Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreiningin miðað við á...

Nánar

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

Nánar

Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...

Nánar

Hvers vegna er þjóðkirkja enn við lýði á Íslandi?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi? kemur fram að um miðja 19. öld hafi gild rök staðið til að hér kæmist á þjóðkirkja. Í því fólst þrátt fyrir allt trúarpólitísk tilslökun sem meðal annars kom fram í aukinni aðgreiningu milli ríkis og kirkju. Síðan þá hafa miklar brey...

Nánar

Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum?

Í heild var spurningin svona: Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum, það er innihaldi þeirra, uppruna, aldri o.s.frv.? Handritafræði er sjálfstæð fræðigrein sem er stunduð víða um heim og á rætur í athugunum og hugmyndum þýskra fræðimanna um miðja 19. öld. Í fyrstu voru skriftareinke...

Nánar

Hvað er mosi?

Mosar teljast til ríkis plantna. Allar plöntur eru frumbjarga (ljóstilífandi) fjölfruma heilkjörnungar með blaðgrænu og frumuveggi úr sellulósa. Samkvæmt gamalli hefð var plöntum deilt upp í lág- og háplöntur. Mosar tilheyrðu lágplöntum ásamt fléttum, þörungum og sveppum. Til háplantna töldust æðplöntur, en það er...

Nánar

Um hvað fjalla ítölsku umræður Gíordanós Brúnós?

Ítalinn Gíordanó Brúnó (1548-1600) var fjölhæfur fyrirlesari og afkastamikill rithöfundur. Hann var alls óhræddur við að halda á loft skoðunum sínum og þeim kenningum sem hann aðhylltist. Hugsun hans gekk gjarnan gegn viðurkenndum skoðunum samtímans. Oft var Brúnó því ekki vært nema stutt á sama stað og var hann á...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?

Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...

Nánar

Í hvaða löndum eru vindmyllur?

Eins og kemur fram í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd í heiminum? getur verið snúið að ákveða hvað eigi að miða við þegar land er skilgreint. Oftar en ekki er þó miðað við að land sé sjálfstætt ríki og munum við gera það í þessu svari. Í áðurnefndu svari kemur fram að lönd heimsins séu 196 tals...

Nánar

Hvað er stjórnlagaþing?

Stjórnlagaþing er þjóðkjörin samkoma sem hefur það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir viðkomandi ríki. Ýmis dæmi eru um það úr sögunni að boðað hafi verið til stjórnlagaþings og gerist það allajafna í kjölfar átaka eða umróts, til dæmis eftir að þjóð hefur lýst yfir sjálfstæði sínu, grundvallarbreytingar ha...

Nánar

Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum?

Fótbolti er líklega vinsælasta íþrótt í heimi. Niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins í byrjun 21. aldarinnar sýndu að meira en 240 milljónir spila reglulega fótbolta í þeim 211 ríkjum sem eiga landslið á heimslista FIFA. Eins og geta má nærri er nokkuð erfitt að svara því hvað all...

Nánar

Fleiri niðurstöður