Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 671 svör fundust

Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Lúther vildi leyfa skilnað þó Jesús harðbannaði það. Af hverju?1. Jesús og hjónabandið Spurningin virðist byggjast á misskilningi því samkvæmt Matteusarguðspjalli leyfir Jesús hjónaskilnaði þar sem hann segir: „Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja við konu...

Nánar

Af hverju kemur vetur?

Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...

Nánar

Hvernig er best að lýsa Riemann-flötum?

Til þess að svara því geri ég ráð fyrir að lesandinn þekki hvað tvinntala (e. complex number) er, hvernig grunnaðgerðirnar samlagning, frádráttur, margföldun og deiling eru framkvæmdar á þeim, hvað samfellt fall (e. continuous function) er og að mengi tvinntalnanna myndi sléttu (e. plane) sem er táknuð með \(C\), ...

Nánar

Er erfitt að læra?

Já. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg...

Nánar

Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?

Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið svar við þessari spurningu því orðið fullmenntaður er hægt að skilja á fleiri en einn veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum svörum við spurningunni. 1. Fullmenntaður getur merkt að maður hafi næga menntun í einhverju fagi eða námsgrein til að hann geti gengist undir lokapró...

Nánar

Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja? Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt...

Nánar

Hvað eru margar stjörnur í geimnum?

Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum. Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðs...

Nánar

Get ég rökfræðilega sagt "Ég er lygari"?

Þótt einhver sé lygari er ólíklegt að viðkomandi ljúgi alltaf. Jafnvel harðsvíruðustu lygarar segja stundum satt, þó ekki væri nema vegna þess að þeir vita þá ekki betur. Þannig getur einhver sem segir oft ósatt sagt “Ég er lygari” og sagt satt í það skiptið. Viðkomandi er þá að segja okkur satt frá því að hún ljú...

Nánar

Fleiri niðurstöður