Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 203 svör fundust

Hvort á að segja "gúglaði hann" eða "gúglaði honum" þegar maður leitar í Google? Og er til einhver íslensk sögn um það að gúgla?

Orðabók Háskólans á engin dæmi enn sem komið er í seðlasöfnum sínum um sögnina að gúgla 'leita að e-u með leitarvélinni Google'. Ég hef spurst allnokkuð fyrir um þá notkun sem fyrirspyrjandi nefndi og fengið þau svör að flestir tali um "að gúgla honum/henni/því" þegar leitað er að einhverju á leitarvélinni Google....

Nánar

Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar?

Reglan er að hvor og annar beygjast ekki saman. Hvor stendur í sama falli og gerandinn, það er sá sem við er átt, og er það oftast nefnifall en annar beygist í föllum. Ef við lítum á dæmið strákarnir börðu hvor annan stendur hvor í sama falli og sá sem vinnur verknaðinn, er gerandinn, í þessu tilviki strákarni...

Nánar

Hvort er réttara að segja keypti eða kaupti?

Sögnin að kaupa er veik sögn sem beygist í kennimyndum kaupa - keypti - keypt. Sögnin beygist þannig í nútíð og þátíð: Nútíð - Þátíð 1.p.et. kaupi - keypti 2.p. kaupir - keyptir 3.p. kaupir - keypti 1.p.ft. kaupum - keyptum 2.p. kaupið - keyptuð 3.p. kaupa - keyptu Á eldra málstigi varð hljóðbreyting í ...

Nánar

Hvað er örverpi?

Upphafleg merking orðsins örverpi er ‘lítið egg sem fugl verpir síðast, síðasta egg í hreiðri’. Fleiri orð eru notuð um hið sama, eins og hreiðurböggull og hreiðurbaggi. Örverpi er einnig notað um síðasta barn hjóna og mjög smávaxið afkvæmi. Upphafleg mun orðið hafa verið leitt af gamalli germanskri sögn *uz-werpa...

Nánar

Hvaða kú er vent þegar einhver kúvendir til dæmis skoðunum sínum?

Sögnin að kúvenda er ekki gömul í málinu. Hún barst í íslensku úr dönsku á 19. öld. Hún er notuð í sjómannamáli um að skuthverfa, venda skipi með því að snúa því undan vindi. Sögnin er líka notuð í merkingunni 'snúast í hring' og síðan í yfirfærðri merkingu um að 'skipta gjörsamlega um stefnu eða skoðun'. Danska s...

Nánar

Hvað þýðir að einhenda sér í eitthvað?

Sögnin að einhenda merkir að ‛lyfta eða kasta með annarri hendi; kasta af afli’, til dæmis „Hann einhenti steininum í rúðuna“. Sambandið að einhenda sér í eitthvað er einkum notað um að ráðast í framkvæmd með þeim ásetningi að ljúka henni. Eiginlega er sá sem er að einhenda sér í verk að kasta sjálfum sé...

Nánar

Hvað eru oturgjöld?

Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú ...

Nánar

Hvað er fylliliður?

Orðið fylliliður er í setningafræði notað um það sem á ensku er kallað complement. Þetta hugtak er notað um þá liði sem fylgja aðalorði setningarliðs. Fylliliður getur verið fallorð og stjórnar aðalorðið þá falli hans. Sama gildir um andlög sagna. Atviksliðir og forsetningarliðir teljast oft fylliliðir ef þeir fyl...

Nánar

Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa?

Sögnin að bardúsa ‛dútla, sýsla við’ og nafnorðið bardús ‛dútl, baks’ eru talin tökuorð af óvissum uppruna. Ásgeir Blöndal Magnússon giskar á tengsl við danska orðið bardus sem er upphrópun notuð til að lýsa undrun yfir einhverju óvæntu (Íslensk orðsifjabók 1989:41). Upphrópunin er komin úr þýsku barda...

Nánar

Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?

Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...

Nánar

Er fagn viðurkennt íslenskt orð?

Orðið fagn er bæði að finna í Íslenskri orðabók og Íslenskri nútímamálsorðabók í merkingunni ‘tilþrifamikið látbragð íþróttamanns sem fagnar góðum árangri í keppni, t.d. við að skora mark í knattspyrnu’. Þetta orð er a.m.k. aldarfjórðungs gamalt í málinu – elsta dæmi sem ég finn um það er í Morgunblaðinu 1998: „Þe...

Nánar

Fleiri niðurstöður