Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þ...
Rifbeinin eru þunn, flöt, bogin bein sem mynda kassa til varnar líffærum í brjóstholinu, svokallaðan brjóstkassa (e. ribcage). Þau eru alls 24 eða tólf pör og skiptast í þrjá flokka. Fyrstu sjö pörin eru kölluð heilrif (e. true ribs). Þau festast við hrygginn að aftan og um svokallaðan geislung úr brjóski við brin...
Æxlun kolkrabba (Octopoda) fer þannig fram að karldýrið notar einn af sínum átta örmum til þess að koma sæði í kvendýrið. Armurinn sem notaður er í þessum tilgangi nefnist hectocotylus og er ummyndaður þannig að hann getur flutt sáðsekkina inn í möttulhol kvendýrsins þar sem æxlun fer fram.
Kvendýrið getur hal...
Nákvæmlega hvenær og hvernig sú hefð komst á að vísindamenn, og þá sérstaklega þeir sem vinna á tilraunastofum, klæðist hvítum sloppum er ekki fullljóst en vissulega hefur slíkur klæðnaður ýmsa kosti. Hann ver annan fatnað fyrir efnum og óhreinindum og hann er eins konar einkennisbúningur eða stöðutákn sem aðgrei...
Hvorki húsflugur (Musca domestica) né önnur liðdýr (Arthropoda) hafa bein. Stoðgrind flugna er kölluð ytri stoðgrind (e. exoskeleton) en stoðgrind hryggdýra (Vertebrata) nefnist innri stoðgrind (e. endoskeleton) og samanstendur hún af beinum eða brjóski.
Húsfluga (Musca domestica) gæðir sér á kleinuhring.
Stoðgr...
Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían (Sterna paradisaea). Flugleiðin frá varpstöðvum á norðurhjaranum suður að ísbreiðunum við Suðurskautslandið getur verið rúmlega 35 þúsund km og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Krían eltir því í raun sumarið og birtuna þ...
Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft.
Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum vara...
Kolkrabbar (Octopoda) eru um margt merkilegir hryggleysingjar, meðal annars vegna þess að þeir eru að öllu jöfnu taldir standa öðrum hryggleysingjum framar hvað greind snertir. Þeir verða þó ekki mjög langlífir. Margar minni tegundir kolkrabba lifa einungis í um 6-9 mánuði en stærri tegundir geta lifað í nokkur ár...
Við höfum fengið skeyti frá lesanda sem bendir ótvírætt á villuna. Þá finnst okkur óþarft að draga lesendur lengur á svarinu. "Sönnun" Stefáns Inga, sem er starfsmaður Vísindavefsins, var svona:
Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b.
Þá fæst a = b sem er jafngilt
...
Áður en við skoðum sönnun spyrjanda á að $1 = -1$ skulum við skoða tvö hugtök sem koma fyrir í sönnuninni: Annars vegar kvaðratrót og hins vegar töluna $i$.
Látum $a$ tákna jákvæða tölu. Kvaðratrótin af $a$ er táknuð með $\sqrt{a}$ og hún ákvarðast af eftirfarandi tveimur eiginleikum:
$\sqrt{a}$ er jákvæð ta...
Mengi er safn vel skilgreindra hluta. Hlutirnir sem mynda mengið kallast stök þess og þeir geta verið af hvaða tagi sem er, til dæmis má tala um mengi allra ríkja í Evrópu og mengi allra heilla talna. Ríkin Andorra, Belgía og Króatía eru þá dæmi um stök í fyrra menginu og tölurnar $2$, $-7$ og $33$ eru dæmi um stö...
Það má gera á ýmsa vegu. Til dæmis má nefna þennan:
Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b.
Þá fæst með einfaldri margföldun á jöfnunnia2 = abÞað er jafngilta2 - b2 = ab - b2sem er aftur jafngilt(a-b)(a+b) = b(a-b)Það er jafngilta+b = bEf við rifjum nú upp að a = b fáum við
2...
Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna.
Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aft...
Lítum á þríhyrninginn ABC. Hann hefur hornin A, B, og C og hliðarnar a, b og c, eins og sést á myndinni. Til þess að finna út ummál þríhyrnings leggjum við saman allar hliðar hans, það er:
\[U_{\bigtriangleup }=a+b+c\]
Til að reikna út ummálið þurfa þess vegna lengdir allra þriggja hliða þríhyrningsins að vera...
Þessar vel þekktu reglur eru kallaðar víxl- og tengiregla samlagningar. Ásamt nokkrum öðrum vel þekktum reglum um samlagningu og margföldun mynda þær grundvallaraðgerðir þeirrar algebru sem maður lærir í grunn- og menntaskóla. Þrátt fyrir að þær virðist einfaldar og eðlilegar er þó ekki hlaupið að því að sanna þær...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!