Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 87 svör fundust

Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...

Nánar

Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu?

Hugtökin verund (e. being) og neind (e. nothingness) eru ein og sér svo almenns eðlis að þau koma fyrir með einum og öðrum hætti í vel flestum verkum heimspekisögunnar. Þá tengjast þessi andstæðu hugtök öðrum aldagömlum hugtökum eins og sýnd/reynd, satt/ósatt og rétt/rangt. Nú orðið er talað um sérstaka grein heim...

Nánar

Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?

Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru: Hvað getur þú sagt mér um Panama?Getið þið sagt ...

Nánar

Af hverju deyr fólk?

Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða. Það eru ýmsar ástæður fyrir því ...

Nánar

Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?

Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur-Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræðingurinn William Arens setti fram þá kenningu í bók sinni The man-eating myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á vill...

Nánar

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...

Nánar

Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?

Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...

Nánar

Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?

Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. En þótt tilvera okkar markist í stóru og smáu af starfsháttum þessara skynfæra er hreint ekki einfalt mál að segja hvert eðli skynjunar er. Meðal þess sem veldur vanda er að skynfærin geta blekkt og því þarf ti...

Nánar

Hvers konar dýr þrífast í ferskvatni?

Þessi spurning er afar yfirgripsmikil þar sem dýralíf í ferskvatni er mjög fjölbreytt. Óhætt er að slá því föstu að allir helstu flokkar dýra eigi sér fulltrúa í ferskvatnsfánu heimsins. Hér verður spurningunni svarað út frá ferskvatnsdýrafánu Íslands. Í ritinu Íslensk votlendi: Verndun og nýting í ritstjórn Jó...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?

Hér er einnig svarað spurningu Hlínar Reykdal:Hver er munurinn á skyldusiðfræði og afleiðingasiðfræði?Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en megineinkenni hennar er að athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill. Þetta hefur verið kallað hámarkshami...

Nánar

Fleiri niðurstöður