Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 345 svör fundust

Af hverju kallast matarlím húsblas?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...

Nánar

Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað þarf maður að vera gamall til þess að gera munnlegan samning? Í svari við spurningunni Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma? er farið yfir þetta álitaefni. Í stuttu máli er ekkert sem bannar ólögráða einstaklingu...

Nánar

Hvað hafa margar hljóðbækur komið út á íslensku undanfarin ár?

Verk sem gefin eru út eða birt á Íslandi eru skilaskyld samkvæmt lögum. Með því er átt við að útgefendum ber að skila eintökum af verkum sem þeir gefa út til Landsbóksafns Íslands - Háskólabókasafns.[1] Söfnin sem taka á móti efninu gera síðan skrár yfir efni sem berst til þeirra í skylduskilum og þær eru birta...

Nánar

Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) finnast í húsum hér á landi. Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mælikvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausa...

Nánar

Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?

Slæmur banki (e. bad bank) er hugtak sem notað er þegar banka í fjárhagskröggum er skipt í tvennt og kröfur sem bankinn á og talið er að slæmar horfur séu á að innheimtist að fullu eru færðar yfir í sérstaka stofnun, það er hinn „slæma“ banka. Aðrar eignir bankans eru svo ýmist skildar eftir eða settar í nýja stof...

Nánar

Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun?

Upprunalega spurningin var: Er til skilgreining á hugtakinu stofnun, þá er til dæmis átt við kirkjuna eða sjúkrahús sem stofnun? Stofnun er meðal annars skilgreind sem „föst starfsemi með ákveðin verkefni í almanna þágu“, og einnig „eitthvað fyrirtæki eða annars konar skipulögð starfsemi, opinber eður ei, s...

Nánar

Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum?

Slöngur eru af ætt skriðdýra (reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en eru flokkaðar í undirættbálkinn serpenta en eðlur tilheyra undirættbálknum sauria. Í þróuninni töpuðu slöngur útlimum og öðru lunganu og augnalok hafa þær einnig misst. Elstu steingerðu leifar slangna eru frá síðari hluta krítartímabil...

Nánar

Hvers konar dýr eru hreisturdýr og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Hreisturdýr eru spendýr í ættbálknum Pholidota. Aðeins ein ætt tilheyrir þeim ættbálki: Manidae eða hreisturdýraætt. Ættin skiptist í þrjár ættkvíslir, Manis-ættkvíslina í Asíu sem telur fjórar tegundir og afrísku ættkvíslarnar Phataginus og Smutsia sem hvor um sig greinist í tvær tegundir. Manis culionensis...

Nánar

Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?

Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast rétti...

Nánar

Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér?

Iglur (Hirudinea) eru oft kallaðar blóðsugur á íslensku. Í raun er þó aðeins lítill hluti iglna sem tilheyrir ytri sníkjudýrum, en stór hluti þeirra rúmlega 600 tegunda sem lýst hefur verið lifir annars konar ránlífi. Flestar tegundir iglna finnast í ferskvatni en einnig lifa þær í sjó og einhverjar tegundir finna...

Nánar

Hvaðan kemur orðið prímus?

Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má meðal annars finna eftirfarandi dæmi um orðið:Steinolíuvélin „Primus“ sem við vísind...

Nánar

Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau?

Eins og „geysir“ er alþjóðaorð fyrir goshveri er grænlenska orðið „nunatak“ alþjóðaorð fyrir jökulsker. Orðið vísar til fjallstinda eða hryggja sem standa upp úr jökli, líkt og sker standa upp úr sjó. Dæmi um jökulsker eru mörg á Íslandi, en meðal hinna þekktari eru Esjufjöll í Breiðamerkurjökli. Esjufjöll kljúfa ...

Nánar

Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru airsoft-byssur (loftbyssur) bannaðar á Íslandi en leyfðar í öðrum löndum í Evrópu? Væri ekki hægt að vera með airsoft-íþróttafélag? Svonefndar airsoft-byssur eru í sumum löndum notaðar í „skotvopnaleikjum“ sem svipar til litboltaleikja (e. paintball). Þessar by...

Nánar

Hvaða lög gilda um lausagöngu og hirðingu búfjár?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig eru lögin um lausagöngu og hirðingu búfjár og hvenær tóku þau gildi? Og hver eru viðurlögin við brotum á þeim? Um það sem hér er spurt gilda lög um búfjárhald og lög um velferð dýra. Þessi lög tóku bæði gildi 1. janúar 2014 og komu í stað eldri laga um sama efni. ...

Nánar

Hvenær varð Reykjavíkurkaupstaður að Reykjavíkurborg?

Strax upp úr aldamótunum 1900 heyrðist stundum talað um Reykjavík sem borg eða höfuðborg. Þetta sést til að mynda af og til í Reykjavíkurblöðunum frá þessum tíma. Samt sem áður var opinbera heitið Reykjavíkurbær og í stjórnskipan Reykjavíkur voru notuð heitin bæjarstjórn, bæjarfógeti og svo framvegis. Frávik fr...

Nánar

Fleiri niðurstöður