Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru borgaralaun raunhæfur kostur?

Arnaldur Sölvi Kristjánsson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Borgaralaun eru reglubundnar greiðslur frá hinu opinbera til allra borgara á einstaklingsgrundvelli. Launin eru greidd án allra skilyrða og mundu þar af leiðandi ekki velta á vinnumarkaðsstöðu, tekjum eða öðru slíku. Í sinni hreinustu mynd mundu borgaralaun leysa af hólmi Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og fleiri framfærslukerfi. Nýtt kerfi af þessum toga mundi einnig koma í stað persónuafsláttar og tekjuskattur yrði greiddur frá og með fyrstu krónu. Þetta kerfi væri því umbylting á félagslegum tilfærslum hér á landi og mundi einfalda alla stjórnsýslu í kringum tekjutilfærslur.

Á Vesturlöndum hefur ekkert ríki tekið upp borgaralaun að frátöldum einstaka tímabundnum tilraunum. Borgaralaun hafa þó notið stuðnings víða í hinu pólitíska litrófi. Hægrimenn sem styðja borgaralaun telja að ríkisafskipti mundu minnka þar sem stjórnsýsla mundi einfaldast og einnig mundi þörf fyrir lágmarkslaun minnka. Vinstrimenn sem styðja borgaralaun telja að einstaklingar verði í minna mæli háðir markaðnum. Sú einföldun sem felst í að sameina öll tilfærslukerfi og skattkerfið í eitt heildstætt kerfi nýtur jafnframt víðtæks stuðnings.

Borgaralaun eru reglubundnar greiðslur frá hinu opinbera til allra borgara á einstaklingsgrundvelli. Launin eru greidd án allra skilyrða og mundu þar af leiðandi ekki velta á vinnumarkaðsstöðu, tekjum eða öðru slíku. Meginókostur borgaralauna er hversu dýrt slíkt kerfi er.

Meginókostur borgaralauna er hversu dýrt slíkt kerfi er. Vandamál við að hanna slíkt kerfi er best lýst með eftirfarandi hætti. Ef hið opinbera fjármagnar opinbera þjónustu með tekjuskatti sem nemur Y% af tekjum og ef borgaralaun eiga að tryggja einstaklingum X% af meðaltekjum þjóðarinnar, þá þarf skatthlutfallið að vera (Y+X)%. Þetta þýðir, ef stuðningur við þá sem nú eru á framfærslu hins opinbera á ekki að minnka verulega, að skatthlutfallið þarf að hækka allverulega. Að sama skapi, ef skatthlutfallið á ekki að hækka verulega, þá þarf stuðningur við lífeyrisþega og atvinnulausa að minnka allverulega.

Útgjöld til félagsgreiðslna námu 108 milljörðum og tekjutap við persónuafslátt nam 141 milljarði árið 2014 (samtals 250 milljarðar). Sé þessari fjárhæð deilt jafnt til allra einstaklinga 18 ára og eldri mundi það gera 86 þúsund krónur á mánuði. Það er umtalsvert lægri fjárhæð en atvinnulausir og lífeyrisþegar fá frá hinu opinbera og er langt frá því að tryggja einstaklingum framfærslu umfram fátæktarmörk. Ef tryggja ætti öllum einstaklingum 18 ára og eldri framfærslu sem nemur lágtekjumörkum (183 þúsund krónur á mánuði árið 2014) þyrfti að hækka skatthlutfallið um 28 prósentustig á línuna. Það þýðir að skatthlutfallið yrði í kringum 70% fyrir framteljendur í stað 40% eins og það er nú. Ástæðan fyrir þessu er sú að fjöldi tekjulausra einstaklinga er ekki á framfærslu hjá hinu opinbera og þeir mundu allir fá borgaralaun. Aðrar fjármögnunarleiðir væri þó ef til vill hægt að nýta.

Andstaða við skatthlutföll af þessari stærðargráðu hefur leitt til þess að sumir fylgjendur borgaralauna hafa lagt til borgaralaun af minni stærðargráðu (e. partial basic income) samhliða almannatryggingum. Slík útfærsla gæti falið í sér útgreiðslu persónuafsláttar til þeirra sem ekki fullnýta hann. Kostnaðurinn við slíka aðgerð er einungis 11 milljarðar og gæti fjármagnast með því að hækka skatthlutfallið um 1 prósentustig (árið 2014). Tilgangur slíks kerfis væri að ná markmiðum borgaralauna að hluta til, án þess þó að hafa mikla hækkun skatthlutfallsins í för með sér.

Ítarefni:
  • Atkinson, A. B. (1995). Public Economics in Action: The Basic Income/Flat Tax Proposal. Oxford: Oxford University Press.
  • Barr, N. (2004). The Economics of the Welfare State. Oxford: Oxford University Press.

Mynd:


Allar tölur eru útreikningar höfundar byggðar á staðtölum Ríkisskattstjóra, að undanskildu lágtekjumörkunum sem eru fengnar af vef Hagstofunnar.

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Eru borgaralaun raunhæfur kostur og væri hægt að leggja niður Sjúkratryggingar og fleiri stofnanir ef þau yrðu lögleidd?

Spurningunni er svarað með tilliti til þess sem spyrjandi nefnir „fleiri stofnanir“ en ekki til sjúkratrygginga, enda er það ekki tilfærslukerfi heldur fjármagnar það heilbrigðiskerfið.

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2016

Spyrjandi

Einar Ólafur Haraldsson

Tilvísun

Arnaldur Sölvi Kristjánsson. „Eru borgaralaun raunhæfur kostur?“ Vísindavefurinn, 30. september 2016, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72617.

Arnaldur Sölvi Kristjánsson. (2016, 30. september). Eru borgaralaun raunhæfur kostur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72617

Arnaldur Sölvi Kristjánsson. „Eru borgaralaun raunhæfur kostur?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2016. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72617>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru borgaralaun raunhæfur kostur?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Borgaralaun eru reglubundnar greiðslur frá hinu opinbera til allra borgara á einstaklingsgrundvelli. Launin eru greidd án allra skilyrða og mundu þar af leiðandi ekki velta á vinnumarkaðsstöðu, tekjum eða öðru slíku. Í sinni hreinustu mynd mundu borgaralaun leysa af hólmi Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og fleiri framfærslukerfi. Nýtt kerfi af þessum toga mundi einnig koma í stað persónuafsláttar og tekjuskattur yrði greiddur frá og með fyrstu krónu. Þetta kerfi væri því umbylting á félagslegum tilfærslum hér á landi og mundi einfalda alla stjórnsýslu í kringum tekjutilfærslur.

Á Vesturlöndum hefur ekkert ríki tekið upp borgaralaun að frátöldum einstaka tímabundnum tilraunum. Borgaralaun hafa þó notið stuðnings víða í hinu pólitíska litrófi. Hægrimenn sem styðja borgaralaun telja að ríkisafskipti mundu minnka þar sem stjórnsýsla mundi einfaldast og einnig mundi þörf fyrir lágmarkslaun minnka. Vinstrimenn sem styðja borgaralaun telja að einstaklingar verði í minna mæli háðir markaðnum. Sú einföldun sem felst í að sameina öll tilfærslukerfi og skattkerfið í eitt heildstætt kerfi nýtur jafnframt víðtæks stuðnings.

Borgaralaun eru reglubundnar greiðslur frá hinu opinbera til allra borgara á einstaklingsgrundvelli. Launin eru greidd án allra skilyrða og mundu þar af leiðandi ekki velta á vinnumarkaðsstöðu, tekjum eða öðru slíku. Meginókostur borgaralauna er hversu dýrt slíkt kerfi er.

Meginókostur borgaralauna er hversu dýrt slíkt kerfi er. Vandamál við að hanna slíkt kerfi er best lýst með eftirfarandi hætti. Ef hið opinbera fjármagnar opinbera þjónustu með tekjuskatti sem nemur Y% af tekjum og ef borgaralaun eiga að tryggja einstaklingum X% af meðaltekjum þjóðarinnar, þá þarf skatthlutfallið að vera (Y+X)%. Þetta þýðir, ef stuðningur við þá sem nú eru á framfærslu hins opinbera á ekki að minnka verulega, að skatthlutfallið þarf að hækka allverulega. Að sama skapi, ef skatthlutfallið á ekki að hækka verulega, þá þarf stuðningur við lífeyrisþega og atvinnulausa að minnka allverulega.

Útgjöld til félagsgreiðslna námu 108 milljörðum og tekjutap við persónuafslátt nam 141 milljarði árið 2014 (samtals 250 milljarðar). Sé þessari fjárhæð deilt jafnt til allra einstaklinga 18 ára og eldri mundi það gera 86 þúsund krónur á mánuði. Það er umtalsvert lægri fjárhæð en atvinnulausir og lífeyrisþegar fá frá hinu opinbera og er langt frá því að tryggja einstaklingum framfærslu umfram fátæktarmörk. Ef tryggja ætti öllum einstaklingum 18 ára og eldri framfærslu sem nemur lágtekjumörkum (183 þúsund krónur á mánuði árið 2014) þyrfti að hækka skatthlutfallið um 28 prósentustig á línuna. Það þýðir að skatthlutfallið yrði í kringum 70% fyrir framteljendur í stað 40% eins og það er nú. Ástæðan fyrir þessu er sú að fjöldi tekjulausra einstaklinga er ekki á framfærslu hjá hinu opinbera og þeir mundu allir fá borgaralaun. Aðrar fjármögnunarleiðir væri þó ef til vill hægt að nýta.

Andstaða við skatthlutföll af þessari stærðargráðu hefur leitt til þess að sumir fylgjendur borgaralauna hafa lagt til borgaralaun af minni stærðargráðu (e. partial basic income) samhliða almannatryggingum. Slík útfærsla gæti falið í sér útgreiðslu persónuafsláttar til þeirra sem ekki fullnýta hann. Kostnaðurinn við slíka aðgerð er einungis 11 milljarðar og gæti fjármagnast með því að hækka skatthlutfallið um 1 prósentustig (árið 2014). Tilgangur slíks kerfis væri að ná markmiðum borgaralauna að hluta til, án þess þó að hafa mikla hækkun skatthlutfallsins í för með sér.

Ítarefni:
  • Atkinson, A. B. (1995). Public Economics in Action: The Basic Income/Flat Tax Proposal. Oxford: Oxford University Press.
  • Barr, N. (2004). The Economics of the Welfare State. Oxford: Oxford University Press.

Mynd:


Allar tölur eru útreikningar höfundar byggðar á staðtölum Ríkisskattstjóra, að undanskildu lágtekjumörkunum sem eru fengnar af vef Hagstofunnar.

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Eru borgaralaun raunhæfur kostur og væri hægt að leggja niður Sjúkratryggingar og fleiri stofnanir ef þau yrðu lögleidd?

Spurningunni er svarað með tilliti til þess sem spyrjandi nefnir „fleiri stofnanir“ en ekki til sjúkratrygginga, enda er það ekki tilfærslukerfi heldur fjármagnar það heilbrigðiskerfið.

...