Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur Sigurður Kristinsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigurður Kristinsson er prófessor í heimspeki við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði siðfræði og þá gjarnan í tengslum við hagnýtingu hennar á ýmsum vettvangi.

Í ritum sínum hefur Sigurður fjallað um fjölbreytt efni með fræðilega og samfélagslega skírskotun. Þar má annars vegar nefna söguleg efni á borð við kenningu Aristótelesar um vináttuna og Tómasar frá Akvínó um frjálsan vilja og fræðileg viðfangsefni í samtímaheimspeki, einkum er varðar sjálfræði og tengsl þess við önnur lykilhugtök í siðfræði og heimspeki hugans. Hins vegar má nefna efni tengd atvinnulífi og mennta- og heilbrigðismálum, svo sem siðareglur starfsstétta, fagmennsku í blaða- og fréttamennsku, starfsmenntun kennara og hjúkrunarfræðinga, siðræna forystu í menntastjórnun, samfélagslegt hlutverk háskóla, stöðu íslensks máls í háskólastarfi, upplýst samþykki, siðfræði rannsókna og álitamál í lífsiðfræði og siðfræði heilbrigðisþjónustu.

Sigurður hefur meðal annars fjallað um kenningu Tómasar frá Akvínó um frjálsan vilja. Myndin af Tómasi er frá miðri 15. öld.

Sigurður fæddist árið 1966 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni vorið 1985. Þaðan lá leiðin í HÍ þar sem hann lauk BA-prófi í heimspeki og sagnfræði 1989 og nam þá einnig til kennsluréttinda. Sigurður var stundakennari í mannkynssögu við Verzlunarskóla Íslands 1988-1990 og var fyrsti starfsmaður nýstofnaðrar Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands 1989-1990. Á þessum árum var hann einnig aðstoðarmaður við rannsóknir hjá Páli Skúlasyni, prófessor í heimspeki. Sigurður hóf doktorsnám við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 1990 og lauk þaðan doktorsprófi 1996. Viðfangsefni doktorsrannsóknar hans var inntak og gildi sjálfræðis einstaklinga.

Rannsóknir Sigurðar hafa einkum verið á sviði siðfræði og þá gjarnan í tengslum við hagnýtingu hennar á ýmsum vettvangi.

Að loknu doktorsprófi starfaði Sigurður sem lektor í heimspeki við Missouri-háskólann í St. Louis og frá árinu 2000 við Háskólann á Akureyri sem lektor, dósent, og prófessor. Þar hefur hann einnig gegnt stjórnunarstöðum, meðal annars sem deildar- og sviðsforseti hug og félagsvísindasviðs 2007-2013. Af fjölmörgum trúnaðarstörfum utan háskólans má nefna að Sigurður gegnir nú formennsku í Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn Menningarfélags Akureyrar. Hann stýrir nú rannsóknarhópi um lýðræðishlutverk íslenskra háskóla.

Mynd:

Útgáfudagur

8.3.2018

Síðast uppfært

2.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur Sigurður Kristinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2018, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75375.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. mars). Hvað hefur Sigurður Kristinsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75375

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur Sigurður Kristinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2018. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75375>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur Sigurður Kristinsson rannsakað?
Sigurður Kristinsson er prófessor í heimspeki við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði siðfræði og þá gjarnan í tengslum við hagnýtingu hennar á ýmsum vettvangi.

Í ritum sínum hefur Sigurður fjallað um fjölbreytt efni með fræðilega og samfélagslega skírskotun. Þar má annars vegar nefna söguleg efni á borð við kenningu Aristótelesar um vináttuna og Tómasar frá Akvínó um frjálsan vilja og fræðileg viðfangsefni í samtímaheimspeki, einkum er varðar sjálfræði og tengsl þess við önnur lykilhugtök í siðfræði og heimspeki hugans. Hins vegar má nefna efni tengd atvinnulífi og mennta- og heilbrigðismálum, svo sem siðareglur starfsstétta, fagmennsku í blaða- og fréttamennsku, starfsmenntun kennara og hjúkrunarfræðinga, siðræna forystu í menntastjórnun, samfélagslegt hlutverk háskóla, stöðu íslensks máls í háskólastarfi, upplýst samþykki, siðfræði rannsókna og álitamál í lífsiðfræði og siðfræði heilbrigðisþjónustu.

Sigurður hefur meðal annars fjallað um kenningu Tómasar frá Akvínó um frjálsan vilja. Myndin af Tómasi er frá miðri 15. öld.

Sigurður fæddist árið 1966 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni vorið 1985. Þaðan lá leiðin í HÍ þar sem hann lauk BA-prófi í heimspeki og sagnfræði 1989 og nam þá einnig til kennsluréttinda. Sigurður var stundakennari í mannkynssögu við Verzlunarskóla Íslands 1988-1990 og var fyrsti starfsmaður nýstofnaðrar Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands 1989-1990. Á þessum árum var hann einnig aðstoðarmaður við rannsóknir hjá Páli Skúlasyni, prófessor í heimspeki. Sigurður hóf doktorsnám við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 1990 og lauk þaðan doktorsprófi 1996. Viðfangsefni doktorsrannsóknar hans var inntak og gildi sjálfræðis einstaklinga.

Rannsóknir Sigurðar hafa einkum verið á sviði siðfræði og þá gjarnan í tengslum við hagnýtingu hennar á ýmsum vettvangi.

Að loknu doktorsprófi starfaði Sigurður sem lektor í heimspeki við Missouri-háskólann í St. Louis og frá árinu 2000 við Háskólann á Akureyri sem lektor, dósent, og prófessor. Þar hefur hann einnig gegnt stjórnunarstöðum, meðal annars sem deildar- og sviðsforseti hug og félagsvísindasviðs 2007-2013. Af fjölmörgum trúnaðarstörfum utan háskólans má nefna að Sigurður gegnir nú formennsku í Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn Menningarfélags Akureyrar. Hann stýrir nú rannsóknarhópi um lýðræðishlutverk íslenskra háskóla.

Mynd:

...