Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?

Símon Jón Jóhannsson

Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu:

Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og óskýranlega, allt frá furðulegum atvikum sem fyrir ber í smáheimi hversdagsins til hugmynda og hugleiðinga um lífið eftir dauðann. Nákvæm skilgreining á þjóðtrú liggur hins vegar ekki á lausu. Á síðustu hundrað árum hafa fræðimenn víðs vegar um heim reynt að setja saman almennt orðaða skilgreiningu en viðfangsefnið hefur reynst svo afsleppt og torvelt að sú skilgreining er ekki til sem sæst hefur verið á. (Jón Hnefill Aðalsteinsson. Íslensk þjóðmenning V, 343.)

Og Jón heldur áfram og kýs að nota hugtakið þjóðtrú í rúmri og yfirgripsmikilli merkingu sem

…trúarviðhorf almennings sem gegnsýra menningu á hverjum stað. Þjóðtrú í þessari merkingu er fordómalaus og leggur stundum að jöfnu ýmsa þætti opinberra, viðurkenndra trúarbragða og þá trú á einstök yfirnáttúruleg fyrirbæri sem fer í bága við ríkjandi trúarbrögð. (Jón Hnefill Aðalsteinsson. Íslensk þjóðmenning V, 343.)

Orðið þjóðtrú er því notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem stangast á við ríkjandi trúarbrögð en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Þjóðtrú felur þá í sér trú manna á tilveru ýmissa yfirnáttúrulegra vera og dularfullra fyrirbæra svo sem álfa og huldufólk, sæ- og vatnabúa, drauga, tröll, útilegumenn og önnur því um lík fyrirbæri auk þess sem nefnt hefur verið hjátrú.

Þjóðtrú eða hjátrú? Á Íslandi þykir ekki góðri lukku að stýra að jafna bústaði huldufólks við jörðu.

Orðið þjóðtrú vísar til þess sem þjóðin, það er að segja fólkið í landinu, trúir og er á marga hátt óljóst og umdeilanlegt. Þjóðfræðingar hafa því tekist á um hugtakið. Árni Björnsson hefur meðal annars haldið því fram að fyrr á tíð hafi fólk fyrst og fremst sagt þjóðsögur sér til skemmtunar en sennilega hafi mjög lítill hluti þjóðarinnar lagt trúnað á þær í raun og veru. (Árni Björnsson. „Hvað merkir þjóðtrú?“ 79-104.) Aðrir fræðimenn, eins og Valdimar Hafstein, hafa haldið fram hinu gagnstæða að þjóðtrúin hafi einmitt verið samofin hugmyndaheimi fólks og haft áhrif á daglegar athafnir. (Valdimar Tr. Hafstein. „Respekt fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn.“ 327-336)

Margir þjóðfræðingar nú á tímum kjósa að nota orðið hjátrú í þrengri merkingu en þjóðtrú og þá sem hluta af eða þátt innan þjóðtrúar. Sé gengið út frá því að þjóðtrú sé eins konar safn trúarhugmynda sem lifa samhliða opinberum trúarbrögðum væri orðið hjátrú í sjálfu sér betur lýsandi en orðið þjóðtrú. Það vísar til þeirrar trúar sem liggur til hliðar við það sem kallað er opinber trú, í rauninni til þess sem menn ættu ekki að trúa, á svipaðan hátt og orðin hjákona og hjáverk. Hjákona er konan til hliðar við hina opinberu konu (og ætti ekki að vera til staðar) en hjáverk eru aukaverk til hliðar við aðalverk. Þannig gæti einnig verið tilvalið að kalla þá veröld sem liggur á bakvið þann raunverleika sem menn telja sig almennt búa við hjáveruleika. Það er að segja það svið sem ýmis öfl og vættir búa á en er samkvæmt flestum þjóðtrúarhugmyndum samofin þeim veruleika sem við almennt skynjum. Mörkin milli þessara tveggja veruleikasviða eru svo mismunandi óljós eftir trúarhugmyndum manna hverju sinni.

Hugtakið hjátrú hefur verið notað yfir það sem á enskri tungu er kallað superstition – dregið af latneska orðinu superstitio – þau trúarbrögð sem verið er að fordæma hverju sinni. Elsta dæmið um notkun þessa hugtaks er hjá rómverska sagnfræðingnum Tacitusi (uþb. 55-120) sem notar það yfir kristna trú.

Sé hugtakið hjátrú notað í þrengri merkingunni yfir hluta þjóðtrúar felast í henni ýmsir fyrirboðar, góðs vitar og ills vitar, og þær athafnir sem menn hafa í frammi til þess að reyna að hafa áhrif á gang mála í daglegu lífi, koma í veg fyrir ólán eða auka gæfu og gengi. Þess vegna gjalda menn varhug við ýmsu – taka mark á og fara eftir ákveðnum boðum og bönnum. Hjátrú felur þá einnig í sér að sjá fyrir óorðna atburðarás og tíma, auk draumatrúar, spádóma af ýmsu tagi og fleira í þeim dúr.

Hjátrúarfullir einstaklingar taka eflaust sveig til að forðast mögulega ógæfu sem fylgir svörtum ketti.

Hinn hjátrúarfulli gerir ráð fyrir að í tilverunni úi og grúi af hættulegum öflum sem sífellt beri að varast, vinna gegn eða hafa góð. Einnig séu til staðar góð öfl sem nýta megi sér til hjálpar og framdráttar með ákveðnum hætti. Forlagatrú er svo samofin hjátrú. Mönnum eru ásköpuð ákveðin forlög og fyrirfram ákveðið hvernig mál æxlast. Þess vegna má enginn sköpum renna og þess vegna geta menn séð fyrir óorðna hluti.

Fyrirboðar eru vísbendingar af ýmsu tagi, góðar og slæmar, og í þeim er meðal annars fólgið hvað framtíðin ber í skauti sér:
  • Að klæja í nefið er fyrirboði þess að menn reiðist innan stundar. (Ills viti.)
  • Hnerri menn þrisvar á fastandi maga í rúmi sínu á sunnudagsmorgni þá gefst þeim eitthvað gott þá vikuna. (Góðs viti.)
  • Fljúgi hrafnar í kross yfir kirkju boðar það mannslát í sveitinni. (Ills viti – feigðarboði.)
  • Að mæta rauðhærðri konu á gangi er slæmur fyrirboði. (Ills viti.)
  • Að dreyma skít er fyrir peningum. (Góðs viti.)

Fyrirboðar af þessum toga eru nefndir óvirkir eða hlutlausir spádómar eða tákn. Eitthvað kemur eða ber fyrir. Virkir spádómar, tákn eða fyrirboðar, eru aftur á móti athafnir sem menn framkvæma og leiða til gæfu eða ógæfu:
  • Borði börn kertavax hætta þau að vaxa. (Ógæfa.)
  • Að kasta peningi í óskabrunn verður til þess að óskin rætist. (Gæfa.)
  • Að bera verndargrip kemur í veg fyrir ógæfu. (Gæfa.)

Slíkar athafnir eru stundum eins konar helgiathafnir. Að vera á réttum stað á réttum tíma með réttu áhöldin og haga sér með ákveðnum hætti verður til þess að ákveðnar fyrirætlanir koma fram. Með þessu móti eru menn í rauninni að beita galdri.

Svartur köttur sem fer þvert á leið vegfarenda er dæmi um slæman fyrirboða. Til þess að koma í veg fyrir hin illu áhrif eða óhöpp sem kötturinn boðar getur viðkomandi gripið til kunnáttu sinnar og afstýrt óláni til dæmis með því að hrækja á eftir kettinum, krossleggja fingur ellegar fara með bæn eða galdraþulu sér til verndar.

Fyrirboðar eru þannig ekki orsakavaldar. Svarti kötturinn boðar ólán en það getur hins vegar dunið yfir þótt enginn köttur sé sjáanlegur. Ólánið liggi í loftinu og þá getur hinn hjátrúarfulli gripið til galdurs en mörg önnur tákn geta einnig vísað til „sama“ óhapps.

Þegar fjallað er um hjátrú getur verið afar erfitt að greina á milli þess sem kalla mætti íslenska hjátrú og erlenda. Margskonar áður óþekktar hjátrúarhugmyndir hafa borist hingað í seinni tíð og margt af því sem menn almennt telja gamalgróna íslenska hjátrú á sér hliðstæður í þjóðtrú annarra þjóða. Oft og tíðum getur reynst flókið og raunar ógjörningur að rekja slíkar trúarhugmyndir til uppruna síns eða finna út af hvaða rótum þær eru sprottnar. En hjátrú er í eðli sínu íhaldssöm og leitast við að halda fastmótaðri röð og reglu á tilverunni. Allt sem brýtur í bága við það sem er vanalegt eða „eðlilegt“ kann ekki góðri lukku að stýra. Meðan allt er í föstum skorðum gengur vel en fari eitthvað út af sporinu er voðinn vís.

Heimildir:

  • Árni Björnsson (vor 1996). „Hvað merkir þjóðtrú?“ Skírnir, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 79-104.
  • Dundes, Alan (1975). „The Structure of Superstition.“ Analytic Essays in Folklore. The Hague, 88-94.
  • Gísli Sigurðsson. Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?. (Sótt 3.12.2018).
  • Jón Hnefill Aðalsteinsson (1988). „Þjóðtrú“. Íslensk þjóðmenning V. Reykjavík: Þjóðsaga, 341-400.
  • Jón Hnefill Aðalsteinsson (1990). „Spádómar“. Íslensk þjóðmenning VII. Reykjavík, 193-215.
  • Símon Jón Jóhannsson (1999). Stóra hjátrúarbókin. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  • Valdimar Tryggvi Hafstein (1998). „Respekt fyrir steinum : álfatrú og náttúrusýn“. Rannsóknir í félagsvísindum II, 327-336.

Myndir:

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

5.12.2018

Spyrjandi

Guðrún Línberg

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=15364.

Símon Jón Jóhannsson. (2018, 5. desember). Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=15364

Símon Jón Jóhannsson. „Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=15364>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?
Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu:

Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og óskýranlega, allt frá furðulegum atvikum sem fyrir ber í smáheimi hversdagsins til hugmynda og hugleiðinga um lífið eftir dauðann. Nákvæm skilgreining á þjóðtrú liggur hins vegar ekki á lausu. Á síðustu hundrað árum hafa fræðimenn víðs vegar um heim reynt að setja saman almennt orðaða skilgreiningu en viðfangsefnið hefur reynst svo afsleppt og torvelt að sú skilgreining er ekki til sem sæst hefur verið á. (Jón Hnefill Aðalsteinsson. Íslensk þjóðmenning V, 343.)

Og Jón heldur áfram og kýs að nota hugtakið þjóðtrú í rúmri og yfirgripsmikilli merkingu sem

…trúarviðhorf almennings sem gegnsýra menningu á hverjum stað. Þjóðtrú í þessari merkingu er fordómalaus og leggur stundum að jöfnu ýmsa þætti opinberra, viðurkenndra trúarbragða og þá trú á einstök yfirnáttúruleg fyrirbæri sem fer í bága við ríkjandi trúarbrögð. (Jón Hnefill Aðalsteinsson. Íslensk þjóðmenning V, 343.)

Orðið þjóðtrú er því notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem stangast á við ríkjandi trúarbrögð en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Þjóðtrú felur þá í sér trú manna á tilveru ýmissa yfirnáttúrulegra vera og dularfullra fyrirbæra svo sem álfa og huldufólk, sæ- og vatnabúa, drauga, tröll, útilegumenn og önnur því um lík fyrirbæri auk þess sem nefnt hefur verið hjátrú.

Þjóðtrú eða hjátrú? Á Íslandi þykir ekki góðri lukku að stýra að jafna bústaði huldufólks við jörðu.

Orðið þjóðtrú vísar til þess sem þjóðin, það er að segja fólkið í landinu, trúir og er á marga hátt óljóst og umdeilanlegt. Þjóðfræðingar hafa því tekist á um hugtakið. Árni Björnsson hefur meðal annars haldið því fram að fyrr á tíð hafi fólk fyrst og fremst sagt þjóðsögur sér til skemmtunar en sennilega hafi mjög lítill hluti þjóðarinnar lagt trúnað á þær í raun og veru. (Árni Björnsson. „Hvað merkir þjóðtrú?“ 79-104.) Aðrir fræðimenn, eins og Valdimar Hafstein, hafa haldið fram hinu gagnstæða að þjóðtrúin hafi einmitt verið samofin hugmyndaheimi fólks og haft áhrif á daglegar athafnir. (Valdimar Tr. Hafstein. „Respekt fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn.“ 327-336)

Margir þjóðfræðingar nú á tímum kjósa að nota orðið hjátrú í þrengri merkingu en þjóðtrú og þá sem hluta af eða þátt innan þjóðtrúar. Sé gengið út frá því að þjóðtrú sé eins konar safn trúarhugmynda sem lifa samhliða opinberum trúarbrögðum væri orðið hjátrú í sjálfu sér betur lýsandi en orðið þjóðtrú. Það vísar til þeirrar trúar sem liggur til hliðar við það sem kallað er opinber trú, í rauninni til þess sem menn ættu ekki að trúa, á svipaðan hátt og orðin hjákona og hjáverk. Hjákona er konan til hliðar við hina opinberu konu (og ætti ekki að vera til staðar) en hjáverk eru aukaverk til hliðar við aðalverk. Þannig gæti einnig verið tilvalið að kalla þá veröld sem liggur á bakvið þann raunverleika sem menn telja sig almennt búa við hjáveruleika. Það er að segja það svið sem ýmis öfl og vættir búa á en er samkvæmt flestum þjóðtrúarhugmyndum samofin þeim veruleika sem við almennt skynjum. Mörkin milli þessara tveggja veruleikasviða eru svo mismunandi óljós eftir trúarhugmyndum manna hverju sinni.

Hugtakið hjátrú hefur verið notað yfir það sem á enskri tungu er kallað superstition – dregið af latneska orðinu superstitio – þau trúarbrögð sem verið er að fordæma hverju sinni. Elsta dæmið um notkun þessa hugtaks er hjá rómverska sagnfræðingnum Tacitusi (uþb. 55-120) sem notar það yfir kristna trú.

Sé hugtakið hjátrú notað í þrengri merkingunni yfir hluta þjóðtrúar felast í henni ýmsir fyrirboðar, góðs vitar og ills vitar, og þær athafnir sem menn hafa í frammi til þess að reyna að hafa áhrif á gang mála í daglegu lífi, koma í veg fyrir ólán eða auka gæfu og gengi. Þess vegna gjalda menn varhug við ýmsu – taka mark á og fara eftir ákveðnum boðum og bönnum. Hjátrú felur þá einnig í sér að sjá fyrir óorðna atburðarás og tíma, auk draumatrúar, spádóma af ýmsu tagi og fleira í þeim dúr.

Hjátrúarfullir einstaklingar taka eflaust sveig til að forðast mögulega ógæfu sem fylgir svörtum ketti.

Hinn hjátrúarfulli gerir ráð fyrir að í tilverunni úi og grúi af hættulegum öflum sem sífellt beri að varast, vinna gegn eða hafa góð. Einnig séu til staðar góð öfl sem nýta megi sér til hjálpar og framdráttar með ákveðnum hætti. Forlagatrú er svo samofin hjátrú. Mönnum eru ásköpuð ákveðin forlög og fyrirfram ákveðið hvernig mál æxlast. Þess vegna má enginn sköpum renna og þess vegna geta menn séð fyrir óorðna hluti.

Fyrirboðar eru vísbendingar af ýmsu tagi, góðar og slæmar, og í þeim er meðal annars fólgið hvað framtíðin ber í skauti sér:
  • Að klæja í nefið er fyrirboði þess að menn reiðist innan stundar. (Ills viti.)
  • Hnerri menn þrisvar á fastandi maga í rúmi sínu á sunnudagsmorgni þá gefst þeim eitthvað gott þá vikuna. (Góðs viti.)
  • Fljúgi hrafnar í kross yfir kirkju boðar það mannslát í sveitinni. (Ills viti – feigðarboði.)
  • Að mæta rauðhærðri konu á gangi er slæmur fyrirboði. (Ills viti.)
  • Að dreyma skít er fyrir peningum. (Góðs viti.)

Fyrirboðar af þessum toga eru nefndir óvirkir eða hlutlausir spádómar eða tákn. Eitthvað kemur eða ber fyrir. Virkir spádómar, tákn eða fyrirboðar, eru aftur á móti athafnir sem menn framkvæma og leiða til gæfu eða ógæfu:
  • Borði börn kertavax hætta þau að vaxa. (Ógæfa.)
  • Að kasta peningi í óskabrunn verður til þess að óskin rætist. (Gæfa.)
  • Að bera verndargrip kemur í veg fyrir ógæfu. (Gæfa.)

Slíkar athafnir eru stundum eins konar helgiathafnir. Að vera á réttum stað á réttum tíma með réttu áhöldin og haga sér með ákveðnum hætti verður til þess að ákveðnar fyrirætlanir koma fram. Með þessu móti eru menn í rauninni að beita galdri.

Svartur köttur sem fer þvert á leið vegfarenda er dæmi um slæman fyrirboða. Til þess að koma í veg fyrir hin illu áhrif eða óhöpp sem kötturinn boðar getur viðkomandi gripið til kunnáttu sinnar og afstýrt óláni til dæmis með því að hrækja á eftir kettinum, krossleggja fingur ellegar fara með bæn eða galdraþulu sér til verndar.

Fyrirboðar eru þannig ekki orsakavaldar. Svarti kötturinn boðar ólán en það getur hins vegar dunið yfir þótt enginn köttur sé sjáanlegur. Ólánið liggi í loftinu og þá getur hinn hjátrúarfulli gripið til galdurs en mörg önnur tákn geta einnig vísað til „sama“ óhapps.

Þegar fjallað er um hjátrú getur verið afar erfitt að greina á milli þess sem kalla mætti íslenska hjátrú og erlenda. Margskonar áður óþekktar hjátrúarhugmyndir hafa borist hingað í seinni tíð og margt af því sem menn almennt telja gamalgróna íslenska hjátrú á sér hliðstæður í þjóðtrú annarra þjóða. Oft og tíðum getur reynst flókið og raunar ógjörningur að rekja slíkar trúarhugmyndir til uppruna síns eða finna út af hvaða rótum þær eru sprottnar. En hjátrú er í eðli sínu íhaldssöm og leitast við að halda fastmótaðri röð og reglu á tilverunni. Allt sem brýtur í bága við það sem er vanalegt eða „eðlilegt“ kann ekki góðri lukku að stýra. Meðan allt er í föstum skorðum gengur vel en fari eitthvað út af sporinu er voðinn vís.

Heimildir:

  • Árni Björnsson (vor 1996). „Hvað merkir þjóðtrú?“ Skírnir, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 79-104.
  • Dundes, Alan (1975). „The Structure of Superstition.“ Analytic Essays in Folklore. The Hague, 88-94.
  • Gísli Sigurðsson. Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?. (Sótt 3.12.2018).
  • Jón Hnefill Aðalsteinsson (1988). „Þjóðtrú“. Íslensk þjóðmenning V. Reykjavík: Þjóðsaga, 341-400.
  • Jón Hnefill Aðalsteinsson (1990). „Spádómar“. Íslensk þjóðmenning VII. Reykjavík, 193-215.
  • Símon Jón Jóhannsson (1999). Stóra hjátrúarbókin. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  • Valdimar Tryggvi Hafstein (1998). „Respekt fyrir steinum : álfatrú og náttúrusýn“. Rannsóknir í félagsvísindum II, 327-336.

Myndir:

...