Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3876 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Hver er segulsvörunarstuðull fyrir venjulegt smíðastál?

Segulsvörunarstuðull (e. magnetic permeability) efnis, táknaður m, er rafsegulfræðilegur eiginleiki sem segir til um hvernig efnið breytir segulflæðiþéttleika ytra segulsviðs. Einnig má skilgreina segulsvörunarstuðul sem hlutfallið milli segulflæðiþéttleika efnisins, B, og ytra segulsviðs, H, það er m = B / H. Fyr...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er sól í hádegisstað í Hveragerði í þessum mánuði, þannig að skuggi af ljósastaur falli í hánorður?

Klukkan 13:22 er sól í hádegisstað í Hveragerði frá 24. til 31. maí. Svona reiknuðum við það út: Almanak Háskólans segir okkur að hádegi sé nú í Reykjavík kl. 13:25. En Hveragerði er austan við Reykjavík og þar eð sólin gengur frá austri til vesturs er hún fyrr í hádegisstað þar. Sólin gengur 360° um jör...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?

Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða fyrirtæki er fjölmennast á Íslandi? En í heiminum?

Það getur verið álitamál hvað ber að telja til fyrirtækja í þessu samhengi, til dæmis hefur Rauði herinn í Kína sennilega fleiri menn á launum en nokkur önnur stofnun í heimi. Það er þó vart hægt að líta á heri sem fyrirtæki og því virðist Indverska járnbrautafélagið hafa vinninginn en þar störfuðu rétt ríflega ei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hverju nærast vatnaflær eða árfætlur?

Árfætlur (copepoda) eru algeng krabbadýr sem lifa víða. Þær finnast jafnt í sjó sem ferskvatni, í stöðuvötnum, straumvatni og jafnvel í rökum jarðvegi og mosa. Í vistkerfi sjávar gegna þær mikilvægu hlutverki, meðal annars eru þær fæða fiskilirfa. Algengasta tegund árfætlu í hafinu umhverfis Ísland er rauðátan...

category-iconLögfræði

Hvaða reglur gilda um strandveiði með stöng í sjó, á öðrum fiskum en laxi og silungi?

Í fyrstu málsgrein 1. gr. laga um stjórn fiskveiða (38/1990) segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í 4. gr. sömu laga segir að enginn megi stunda veiðar í atvinnuskyni nema að hafa til þess almennt veiðileyfi og samkvæmt 5. gr. laganna koma einungis til greina íslenskir eigendur fi...

category-iconLögfræði

Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?

Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...

category-iconHugvísindi

Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?

Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvenær var Einstein uppi? kemur meðal annars fram:Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og leiddist í skóla.Einstein sýndi ekki á...

category-iconLögfræði

Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf?

Ríki gefa yfirleitt út tvennskonar vegabréf fyrir ríkisborgara sína, annarsvegar almenn vegabréf og hinsvegar "opinber vegabréf". Hin síðarnefndu skiptast í tvo flokka: diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Um almenn vegabréf gilda lög nr. 136/1998. Í 2. mgr. 1. gr. laganna segir að utanríkisráðuneytið ge...

category-iconJarðvísindi

Hefur einhvern tíma verið jökull í Esju eftir að síðasta jökulskeiði lauk?

Á 20 öld, og væntanlega á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, voru hjarnmörk við sunnanvert Ísland í um 1100 m hæð yfir sjó, en mörg ár lifðu þó skaflar af sumur í Esjunni þótt hún nái aðeins 914 m y.s. Það gæti einnig oft hafa gerst næstu 2000 ár fyrir landnám, en fram að því hefur Esjan væntanlega verið snjólaus hver h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað merkir bæjarnafnið Vorsabær?

Vorsabær (Ossabær) er nafn á fjórum bæjum á Suðurlandi: Bær í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. (Landnáma). Bær í Skeiðahreppi í Árnessýslu. Bær í Ölfusi í Árnessýslu. Bær í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Nafnið er ýmist Vörsabær eða Ossabær í handritum Njálu, Vorsabær í Jarðabók Árna og Páls en Ossab...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru svifþörungar og hvernig fjölga þeir sér?

Svifþörungar eru hluti af svifi sjávar og nefnast plöntusvif (e. phytoplankton) Þörungarnir eru einfrumungar sem fjölga sér með skiptingu. Þeir eru örsmáir, um 1/1000 mm til 2 mm í þvermál. Svifþörungar eru frumbjarga lífverur sem nýta sér sólarorku og ólífræn efni til vaxtar og viðgangs. Smásjármynd af kísilþör...

category-iconHugvísindi

Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?

Í stuttu máli er svarið nei, þeir gerðu ekki eiginlegar heilaskurðaðgerðir á fólki eins og við þekkjum þær í dag. Á hinn bóginn gerðu Rómverjar og Forngrikkir á undan þeim aðgerðir á höfði, þar á meðal aðgerðir þar sem gat var borað á höfuðkúpu sjúklings, án þess þó að krukka í heilanum sjálfum. Tilgangur slíkra a...

category-iconLífvísindi: almennt

Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins?

Eineggja tvíburar eru eins erfðafræðilega því þeir fengu afrit af sömu genum frá föður og móður. En þegar þeir fara að mynda kynfrumur munu litningar og gen foreldranna raðast handahófskennt í kynfrumur þeirra. Menn hafa 23 litningapör þannig að litningarnir munu stokkast upp í mjög margar samsetningar í hverri ky...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?

Í orðasambandinu um þessar/þær mundir merkir mund ‘tími, tímaskeið’ og er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni, það er einnig í það mund, í sama mund. Mund er einnig til í merkingunni ‘hönd’, samanber máltækið morgunstund gefur gull í mund, það er gott er að fara snemma á fætur. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók ...

Fleiri niðurstöður