Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3498 svör fundust
Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?
Nánast allt er skaðminna en að halda áfram að reykja. Í því ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Rafrettan er að öllum líkindum mun skárri kostur en sígarettur en enn er of stuttur tími síðan þær komu á markað...
Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?
Plöntur eru fjölfrumungar með blaðgrænu og mynda sjálfar fæðu úr ólífrænum efnum með ljóstillífun. Svampar hafa ekki grænukorn og ljóstillífa þar af leiðandi ekki. Þeir eru því ekki frumbjarga eins og plöntur. Þeir hafa heldur ekki frumuveggi eins og plöntur. Þar af leiðandi hafa svampar verið taldir til dýra en ...
Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?
Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast sam...
Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?
Opinberlega er sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna skrifuð af fimm manna nefnd sem skipuð var John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Robert R. Livingston og Roger Sherman. Óopinberlega er þó talið að Thomas Jefferson sé aðalhöfundur yfirlýsingarinnar. Í nefndinni var enginn ritari og því koma þær heim...
Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða?
Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria) en þau eru með ósérhæfðari og frumstæðari frumugerð en til dæmis hryggdýr, skordýr eða lindýr svo dæmi séu tekin. Í svari við spurningunni Úr hverju eru marglyttur? segir meðal annars þetta um marglyttur:Marglyttur hafa aðeins tvö frumulög. Yst er frumulag sem nefnis...
Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?
Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess og heldur utan um upplýsingar um hvað kemur til úrvinnslu. Árið 2006 var farið að leggja úrvinnslugjald á allar umbúðir úr pappa og plasti en fram að þeim tíma voru fernur einu umbúðirnar sem báru slíkt gjald og var það arfleifð frá mjólkuriðnaðinum...
Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?
Perlusnekkjur (Nautilus pompilius) er tegund frumstæðra höfuðfætlinga af ætt snekkja (Nautilidae). Snekkjuættin skiptist í tvær ættkvíslir, Nautilus sem telur fjórar tegundir, þar á meðal perlusnekkjur, og Allonautilus en tvær tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Nokkrar útdauðar tegundir hafa einnig tilheyrt þessar...
Af hverju hafa hundar klær?
Þótt heimilishundurinn sjáist ekki mikið beita klónum þá hafa þær örugglega verið mjög mikilvægar fyrir tegundina fyrr á tímum. Eitt af einkennum rándýra og annarra dýra sem stunda ránlífi eru klær. Þær komu fram tiltölulega snemma í þróunarsögu dýra, til að mynda höfðu frumstæð skriðdýr sem voru forfeður risa...
Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?
Það er erfitt að segja hvaða risasvarthol er það stærsta sem mælst hefur. Mismunandi aðferðum er beitt til að mæla massa svarthola og óvissan sem er fólgin í mælingum er mismikil. Stundum gefa jafnvel mismunandi mæliaðferðir misvísandi svör. En það er engu að síður ljóst að allra stærstu svartholin sem fundist haf...
Hvaðan kemur orðið prímus?
Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má meðal annars finna eftirfarandi dæmi um orðið:Steinolíuvélin „Primus“ sem við vísind...
Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?
Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá...
Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?
Öll spurningin hljóðaði svona:Má nota íslenskar þjóðsögur og vísur sem hluta í myndverki? Eða er það varið höfundarrétti? Og ef það má nota það, eru þá reglur um hvort nota má bara hluta? Mig langar að nota til dæmis setninguna “krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á” en ekkert meir af þeirri vísu. Má það? ...
Eru til græn spendýr?
Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...
Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?
Já, leðurblökur (Chiroptera) hafa klær. Þær nota klærnar til þess að festa sig við yfirborð meðan þær hvílast eða eru í dvala. Leðurblökur skera sig að mörgu leyti úr öðrum núlifandi tegundum spendýra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flugið, en leðurblökur eru einu spendýrin sem fljúga. Þess ber að geta að...
Hver eru helstu ritverk Platons?
Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...