Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4622 svör fundust
Af hverju heitir fjallið Laki, sem Lakagígar eru nefndir eftir?
Örnefni með nafnliðnum laki kemur fyrir á nokkrum stöðum á Íslandi. Lakahnúkar og Lakadalur eru til dæmis á Hellisheiði, Lakafjöll eru norðan við Víðidalsfjöll fyrir austan Jökulsá á Fjöllum og stakir Lakar eru á fleiri stöðum á landinu. Þekktastur allra Laka og jafnvel frægur að endemum er þó Laki á Síðumannaafré...
Hvaða rannsóknir hefur Ásta Bryndís Schram stundað?
Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt (e. motivation), sjálfsmynd (e. identity), samsömun (e. identification), og samspil þessara þátta við k...
Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Komið þið sæl. Á mínum vinnustað er alls ekki eining um hvað sé skilgreint sem ull og hvað sé skilgreint sem lopi. Er öll ull lopi eða er allur lopi ull? Er til dæmis til merinó-lopi úr merinó-ull? Kv. Óli Már. Í stuttu máli er má segja að allur lopi sé ull en öll ull er ekki lo...
Hvað eru skessusæti?
Skessusæti, Skessuhorn, Skessugarður og Skessuhellir eru örnefni á fyrirbærum í landslagi, stundum „stórkonulegum,“ sem oftast tengjast einhverjum þjóðsögum. En vísi „skessusæti“ almennt til einhvers landslagsforms, myndu það vera hvilftir (1. mynd) sem sannarlega gætu sómt vel sem sæti mjaðmamikillar tröllkonu. ...
Eru sprettharðir langhlauparar fljótari en spretthlauparar?
Upprunalega spurningin var: Hvor er fljótari, Mo Farah eða Usain Bolt? Stutta svarið er að sprettahlaupari eins og Usain Bolt er mikið fljótari en langhlaupari eins og Mo Farah. En það eru hins vegar ýmsir þættir sem þarf að skoða þegar spurningunni er svarað. Fyrst þarf að skilgreina hvað er vera fljótur....
Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?
Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...
Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?
Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi ...
Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?
Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...
Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers konar gos var gosið í Eyjafjallajökli árið 2010? Ísúrt sprengigos? Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stóð yfir frá mars fram í maí, er stærsta þekkta gos í jöklinum. Það hófst með litlu flæðigosi í hlíðum fjallsins, nánar tiltekið á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars....
Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?
Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...
Hvernig myndast öskjur?
Öskjur eru stórir hringlaga sigkatlar sem útlendingar nefna „kaldera“ eftir heiti sigketils á eynni Palma, einni Kanaríeyja: La Caldera de Tuburiente. Orðið „caldron“ merkir raunar stór hitapottur, (latína: caldarium = áhald til hitunar; caldus = heitur). Öskjur myndast við það að þakið yfir kvikuþró brestur o...
Hvernig er dýralíf á Grikklandi?
Elstu rituðu heimildir um dýralíf eru frá Grikklandi. Hinn mikli fræðimaður fornaldar Aristóteles (384-322 f.kr) lýsti ekki aðeins þeim dýrum sem fundust í nágrenni hans heldur setti hann einnig fram kenningar um tilurð þeirra og eðli. Rit hans voru grunnur að þekkingu og lærdómi manna við háskóla víða í Evrópu n...
Hvaða áhrif hefur ofþjálfun á líkamann?
Skilgreiningar á ofþjálfun (e. overtraining) hafa verið á talsverðu reiki og orðið er bæði notað í mjög þröngri merkingu en einnig mjög víðri. Ofþjálfun er því oft notað yfir mörg mismunandi fyrirfæri í líkamanum. Árið 2013 var sett fram skilgreining sem flestir fræðimenn hafa stuðst við síðan.[1] Í henni felst að...
Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?
Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...
Hvað eru vísindi?
Vísindin eru líklega það svið mannlegrar starfsemi sem hefur haft hvað mest áhrif á líf manna undanfarnar tvær til þrjár aldir. Án vísinda væru engir símar, engar flugvélar og engar tölvur. Geimflaugar væru ekki til og menn hefðu því aldrei farið út fyrir himinhvolf jarðar, hvað þá stigið fæti á tunglið. Ótal smit...