Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að búa til súrefni í vélum?
Súrefni (oxygen, O) er eitt af frumefnunum (elements), en frumefni í náttúrunni eru samtals um 90 eftir því hvernig talið er. Léttasta frumefnið er vetni (hydrogen, H) sem hefur massatölu 1 en þyngstu atóm frumefna hafa massatölu um 240. Massatala súrefnis er 16 svo að við sjáum að það er frekar létt. Frumefni...
Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?
Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okka...
Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?
Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...
Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?
Stórar og mjög skreyttar tertur eru stundum nefndar hnallþórur eftir persónunni Hnallþóru í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Annað orð yfir kökur af þessu tagi er stríðstertur. Orðið hnallur er haft um barefli, kylfu eða lurk og einnig um tréáhald til að merja hráefni í matargerð. Hnallurinn ...
Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?
Orðin baktería og veira taka til þess um hvers konar lífveru er að ræða, en orðið sýkill tekur til þess hvað hún gerir: Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi. Sýklar geta verið lífverur af flokki veira, baktería, sveppa og frumdýra, sem eiga það eitt sameiginlegt að valda sjúkdómum. Aðeins örlítið brot allra bakter...
Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?
Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...
Hvað eru ógöngurök?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað eru ógöngurökin í heimspeki, sbr Menón?Íslenska orðið ógöngurök er notað sem þýðing á forn-gríska orðinu dilemma, sem merkir bókstaflega tví-setning, það er setning sett saman úr tveimur setningum, sem gefa tvo kosti til kynna. Stundum er tvíkostur notað um sama hugtak. Í ...
Hvers vegna hafna sumar grænmetisætur mjólkurafurðum?
Spurningin er svona í fullri lengd:Hvers vegna borða sumar grænmetisætur ekki venjulegt brauð og af hverju drekka þær ekki mjólk og borða ost? Eins og fram kemur í svari Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast? eru til nokkrar "tegundir" af grænmeti...
Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?
Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum. Samt sem áður er tiltekið í lögunum að...
Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands?
Inntökuskilyrði í cand. oecon., B.S.- og B.A.-nám í Viðskipta- og hagfræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf að mati deildarinnar. Deildarfundur hefur ákveðið, að próf úr raungreinadeild Tækniskóla Íslands samsvari stúdentsprófi. Nemendur eru teknir inn í meistara- og doktorsnám í deildinni...
Hvað sögðu heimspekingar til forna um hlátur?
Hugmyndir fornra heimspekinga um hlátur og það hvað er hlægilegt eru okkur að sumu leyti býsna framandi. Hlátur var gjarnan talinn til marks um taumleysi og skort á sjálfstjórn. Glaðværð og góð skemmtun þóttu í góðu lagi en hlátrasköll þóttu síður viðeigandi. Hér þarf að rata meðalveginn en um það segir Aristótele...
Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?
Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktu...
Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Daniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er ...
Er appelsínusafi óhollari en gos?
Hér verða bornir saman fjórir flokkar drykkja, 1) gosdrykkir og svaladrykkir, 2) ávaxtasafi, 3) svokallaður nektarsafi og 4) vatn. Gosdrykkir og svaladrykkir Til þessa flokks teljast allir sykraðir drykkir og sykurskertir drykkir en ekki hreinir ávaxtasafar. Gosdrykkir eru yfirleitt samsettir úr vatni ...
Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?
Þetta er góð spurning og viðbrögð við henni meðal heimspekinga eru sjálfsagt ólík. En samkvæmt minni afstöðu til heimspeki er svarið tvímælalaust: Nei, heimspeki gengur ekki út á að flækja hlutina. Heimspekin spyr eins og barn. Hún gerir ekki ráð fyrir að nokkuð sé fyrirfram vitað. Heimspekileg spurning kann að...