Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5293 svör fundust
Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?
Óhætt er að fullyrða að sumum spurningum verði seint svarað til fulls og þessi er ein af þeim. Sumir hafa þó glímt við þessa spurningu að einhverju leyti. Meðal annars hafa nokkrir fræðimenn sem starfa á Smithsonian-safninu í Washington gert tilraun til að meta fjölda einstaklinga af ætt skordýra (Insecta) við ýms...
Hvar eru flugurnar á veturna?
Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreyt...
Hvað eru Petronas-turnarnir háir og stórir?
Hér er reynt að svara eftirtöldum spurningum:Hvað eru Petronas-turnarnir stórir? (Jónas Bergsteinn Þorsteinsson) Hvað eru Petronas-turnarnir þungir? (Ísak Hilmarsson) Hvert er rúmmál Petronas-tvíburaturnanna í Malasíu? (Ísak Már Símonarson) Hvað eru gluggarnir stórir í Petronas-turnunum? (Sólmundur Gísli) Í sv...
Af hverju hafa konur blæðingar?
Blæðingar kvenna tengjast starfsemi kynkerfis þeirra. Kynþroski stúlkna miðast við það þegar svokallaður tíðahringur fer í gang og í kjölfarið hefur stúlkan sínar fyrstu tíðablæðingar. Það er mjög einstaklingsbundið hvenær fyrstu tíðir verða en meðalaldur er 12 ár. Misjafnt er eftir konum hversu tíðahringur...
Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?
Í Íslenskri orðabók segir að hið „óformlega“ orðalag „að spá í“ geti bæði tekið með sér þolfall og þágufall og þar er ekki gerður greinarmunur á að spá í eitthvað og að spá í einhverju. Þolfallið, „að spá í e-ð“, virðist hljóma eðlilegar þegar um verknað er að ræða, til dæmis „ég er að spá í það að fara í nám í ha...
Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd?
Í stuttu máli má segja að í íslensku lagaumhverfi fyrirfinnist ekkert sem kallast gæti óháður saksóknari. Hins vegar er að finna í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19 frá árinu 1991 ákvæði um sérstakan saksóknara. Dómsmálaráðherra skipar ríkissaksóknara í hverju umdæmi fyrir sig og sér hann um rekstur og ákæ...
Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?
Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju eru sumir rauðhærðir? Hvers vegna er hárið mitt ljóst? Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þ...
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum, helst sem fyrst?
Spyrjandi bætir síðan við:Ég þarf að skila ritgerð um blóðskömm eftir rúmlega viku (í dag er 15. október) og er orðin pínulítið stressuð ef ég finn engar heimildir. Með von um að þið getið hjálpað mér.Við getum því miður ekki lofað því að svar verði komið eftir viku enda berast Vísindavefnum iðulega nokkrir tugir ...
Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?
Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólublárra geisla en útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB. Ljósabekkir eru frábrugðnir sólinni að því leyti að ljós þeirra inniheldur eingöngu UVA-geisla sem hafa lengri bylgjulengd en UVB-geislarnir. En það eru UVB-geislarnir sem valda því að við brennum í só...
Hver er munurinn á kanó og kajak?
Talsverður munur er á þessum bátum. Kajakar hafa lokað dekk með gati fyrir ræðarann og oftast eru tvö göt sitt hvoru megin við hann fyrir farangur. Þessi hönnun gerir ræðaranum kleift að hvolfa bátnum og rétta sig af, með svonefndri eskimóaveltu. Sjókajakar. Kanóar eru opnir bátar, talsvert hærri og hafa uppb...
Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?
Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði. Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum ...
Hversu mikið vatn notar hver Íslendingur á ári að meðaltali?
Endurnýjanlegar ferskvatnsauðlindir Íslendinga eru umtalsverðar eða um 666.667 rúmmetrar á mann á ári. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í mörgum Afríkuríkjum minni en 1000 rúmmetrar á mann á ári. Helstu ferskvatnsbirgðir Íslendinga eru í jöklum en úrkoma er einnig veruleg við suðurströnd landsins eða allt...
Hvernig er jafnan um flatarmál hrings sönnuð?
Oft er um margar leiðir að velja til að sanna mikilvægar niðurstöður í stærðfræði, og svo er einnig hér. Við veljum eftirfarandi aðferð: Skiptum hring með geisla (radía) r í geira út frá miðju á sama hátt og þegar hringlaga terta er skorin í tertuboði, utan hvað við höfum geirana mjög litla; látum stærð þeirra ...
Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?
Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem ...
Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?
Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...