Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?

Kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) nefnist á ensku ‘king crab’ eða ‘kamtchatka crab’ eftir aðalheimkynnum hans í Okhotsk-hafi. Kóngakrabbinn er einnig algengur í kringum Alaska, á Beringssundi og undan eyjum í norðanverðu Kyrrahafinu. Kóngakrabbi (Paralithodes camtschaticus). Kóngakrabbinn þykir herram...

category-iconFornleifafræði

Hver fann Majorku?

Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um vatnabobba?

Vatnabobbar (Lymnaea peregrea) eru sniglar (gastropoda), nánar tiltekið lungnasniglar (pulmonata) en svo nefnast sniglar sem hafa þróað með sér vísi að lungum og í stað tálkna eins og flestir sjárvarsniglar hafa. Vatnabobbar eru meðal algengustu dýra í ferskvatni hér á landi. Þeir finnast einnig í vatnshverum o...

category-iconNæringarfræði

Eru egg hollari hrá en soðin?

Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Eru egg hollari hrá en soðin og er hrár og ferskur matur almennt hollari en eldaður?Almennt má segja að með tilliti til örverufræðilegra þátta séu elduð matvæli öruggari en fersk. Það stafar af því að hitameðhöndlun dregur mikið úr örverumagni í matvælum og minnkar þannig hæ...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna myndast sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur í glas af vatni þar sem enginn sykur mældist áður?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega að þetta gerist ekki. Hvorki vatn (H2O) né vetnisperoxíð (H2O2) innihalda kolefni (C) og því getur sykur ekki myndast með nokkru móti. Hér verður hins vegar svarað spurningunni "Hvers vegna mælist sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur út í glas...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsalda...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hringrás blóðsins?

Í grófum dráttum er hringrás blóðs eins og hér er lýst. Hefjum ferðina í hægri gátt hjartans, sem er efra hólf þess í hægri helmingnum. Inn í hægri gáttina kemur blóð frá öllum vefjum líkamans um tvær stórar bláæðar sem heita efri og neðri holæð. Bláæðar eru æðar sem flytja blóð til hjartans. Í holæðunum er blóði...

category-iconFélagsvísindi

Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?

Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir grís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig má finna flatarmál þríhyrninga ef allar hliðarlengdir eru þekktar en engin horn?

Tökum fyrir þríhyrning með hliðar a, b og c og tilsvarandi horn A, B og C.Regla Herons segir okkur að flatarmál þríhyrnings sé \[F_{\Delta }=\sqrt{s(s-a)(s-b)(s-c)}\] þar sem \[s\equiv \frac{1}{2}p=\frac{1}{2}(a+b+c)\] Á þennan hátt er auðvelt að reikna flatarmál þríhyrnings þar sem allar hliðar hans eru þekktar e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?

Leifturhnýðir eða leiftur (Lagenorhynchus acutus) eins og hann er oft nefndur er meðalstór höfrungategund sem lifir undan ströndum Íslands. Leifturhnýðir er náskyldur hnýðingum (Lagenorhynchus albirostris) sem finnast einnig hér við land. Fullorðin kaldýr eru um 2,60 metrar á lengd og kvendýrin örlítið minni. Dýri...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?

Eins og önnur blóðkorn myndast blóðflögur í svokölluðum blóðmerg eða rauðum beinmerg. Á fósturskeiði er allur beinmergur rauður en þegar á ævina líður þokar hann fyrir gulum beinmerg eða svokölluðum fitumerg í flestum beinum líkamans. Í fullvaxta einstaklingum er blóðmerg aðeins að finna í flötum beinum eins o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?

Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?

Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa? Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?

Ástæða þess að vel flestar plöntur eru grænar er sú að laufblöð þeirra hafa að geyma mikið magn af litarefninu klórófíl eða blaðgrænu, en það gegnir lykilhlutverki við ljóstillífun hjá plöntum. Í plöntufrumum er blaðgræna staðsett í grænukornum, en svo nefnast þau frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram. Í gr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru ljóskur taldar heimskar?

Goðsagan um heimsku ljóskuna er ótrúlega lífseig þótt margsannað sé að engin tengsl eru á milli háralitar og greindarfars. Samkvæmt mýtunni er ljóskan gjarnan með flöskulitað hár. Hún er bæði sæt og kynþokkafull, en jafnframt einföld, barnaleg og ósjálfstæð. Afar fátt kemst að í kolli ljóskunnar, nema helst vangav...

Fleiri niðurstöður