Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4016 svör fundust
Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?
Það eru kynhormón sem valda breytingum á líkama konunnar á meðgöngu og undirbúa hann fyrir fæðingu og mjólkurmyndun að fæðingu lokinni. Mjólkurmyndandi einingar brjóstanna, svokallaðar kirtilblöðrur (e. alveoli) stækka fyrir áhrif meðgönguhormónsins prógesteróns. Kirtilblöðrurnar líkjast vínberjaklösum, þar sem...
Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það?
Steinöld er notað um það tímabil í sögu mannkyns þegar menn höfðu ekki lært að nota málma en gerðu sér verkfæri og vopn úr steini. Hugtakið kemur frá danska fornleifafræðingnum Christian Jürgensen Thomsen (1788-1865). Hann setti fram svonefnda þriggja alda kenningu þar sem forsögu Norðurlanda var skipt í þrjár ald...
Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal?
Jarðskjálftinn í Nepal 25. apríl 2015 stafaði af samreki tveggja af meginflekum jarðar, Indlandsflekans og Evrasíuflekans. Nepal er nánast allt í Himalajafjallgarðinum en hann er einmitt afleiðing af samreki þessara fleka. Báðir flekarnir eru þarna af meginlandsgerð og jarðskorpa beggja er því þykk og eðlislétt...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2015?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2015 þessi hér: Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi? Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss? Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'? Hvað hefði Le...
Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...
Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt? Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli ...
Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?
Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynsl...
Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?
Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku. Fjöldi smitaðra getur fjórfaldast í hverri viku, en til að fjöldinn nái þúsund þarf um það bil einn mánuð. Sem sé þúsundföldun á rúmum mánuði og þúsundfalt það eftir annan mánuð. Smitið nær þá til milljón manns á rúmum tve...
Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?
Hraun þekja um tvo þriðju hluta Reykjanesskaga. Þar er hlutur dyngjuhrauna mun stærri, rúmlega einn þriðji, en sprunguhraun rúmlega einn fjórði af flatarmáli skagans. Ýmis önnur tilbrigði hafa komið fram í gosháttum, svo sem þeyti- og sprengigos þegar kvika komst í snertingu við vatn. Menjar um slík gos eru gjósku...
Eru refir skyldir köttum?
Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...
Er líf á hafsbotni?
Hafsbotninn hefur að geyma fjölbreytilegt lífríki og kallast lífverurnar á botninum botndýr og botnþörungar. Meðal þeirra fyrrnefndu eru krossfiskar, samlokur, ýmsir krabbar og margt, margt fleira. Einfalt er að kynnast botndýrum og botnþörungum með því að ganga eftir strandlengjunni. Víða á brimasömum ströndum má...
Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður?
Til er fjöldinn allur af mjög vel gerðum tölvuleikjum fyrir PC-heimilistölvur. Vinsælustu PC-leikjunum má skipta í tvo flokka, frumleiki annars vegar og hermileiki hins vegar. Meginmarkmið frumleikja er að gaman sé að spila þá - oft er umhverfið nýstárlegt og hægt að gera hluti sem annars væru ómögulegir - til...
Hvort kom á undan, eggið eða hænan?
Þessari spurningu getur spyrjandinn reynt að svara sjálfur með því að fara afturábak í tímann og skoða atburðarásina í huganum. Hvernig varð hænan til? Tiltekin hæna, sem við getum kallað litlu gulu hænuna, varð þannig til að sæðisfruma úr föður hennar og egg úr móður hennar runnu saman og mynduðu svokallað...
Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?
Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn lig...
Hvar er dauðarefsing leyfð? Hvers vegna er henni beitt? Fækkar hún glæpum?
Breski afbrotafræðingurinn Roger Hood er víðkunnur fyrir rannsóknir sínar á dauðarefsingum í alþjóðlegu ljósi. Samkvæmt nýlegri bók hans The Death Penalty: A World-Wide Perspective heimila alls um 90 ríki dauðarefsingar og hafa flest þeirra beitt þeim á síðustu árum. Til viðbótar nefnir hann 30 ríki sem heimila da...