Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 163 svör fundust
Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?
Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar...
Tengjast mótorhjólaklúbbar eins og Hells Angels vafasamri starfsemi eins og margir halda fram?
Fyrir tveimur árum var unnið BA-verkefni í félagsfræði við Háskóla Íslands um svonefnd 1% samtök mótorhjólamanna (Snædís Góa Guðmundsdóttir, 2010). Eitt prósent nafngiftin vísar til þess að 99% mótorhjólamanna eru löghlýðnir borgarar en einungis 1% álíta sig útlaga handan við lög og rétt. Samtökin Hells Angels (Ví...
Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?
Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...
Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?
Hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Spaniel eru á bilinu rúmlega 4 til 7,5 kíló að þyngd og um 25 cm á hæð yfir herðakambinn. Þeir eru ákaflega kviklyndir og gæddir sæmilegum gáfum. Eins og nafnið gefur til kynna þá voru þessir hundar fyrst ræktaðir í Tíbet í Mið-Asíu og má rekja uppruna þeirra 2 þúsund ár af...
Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það?
Orðasambandið mála bæinn rauðan merkir að ‘skemmta sér ærlega, sleppa fram af sér beislinu’. Það er ekki gamalt í málinu. Í Morgunblaðinu frá desember 1962 er þetta dæmi: því eins og við sæjum stæði til að fara út og „mála bæinn“. Að vísu vantar lýsingarorðið rauður en vel má hugsa sér að það hafi verið unda...
Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?
Gervigangráður sem starfar rétt hefur lítil sem engin áhrif á venjulegt líf fólks. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerð og lengist sá tími með aldri. Hjá flestum fer lífið í sömu skorður og áður eftir fáeina daga. Gangráðurinn á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt en það kemur fyrir að hann...
Ætti að nota hanska þegar gömlum handritum er flett?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna notar fólk ekki hanska þegar íslensk gömul handrit eru handfjötluð? Það sést aftur og aftur í sjónvarpi þegar fræðimenn, fréttamenn og aðrir fletta þessum dýrgripum með berum höndum og strjúka síður og skilja eftir óhreinindi og fitu. Starfsmenn safna hafa löngum nota...
Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld,...
Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?
Orðið spennusaga er þýðing á enska orðinu ‘thriller’ sem er aðallega haft um spennandi sögur eða kvikmyndir. Thrill merkir spenna eða æsandi upplifun. Spennusögur skarast oft við aðrar bókmenntategundir, eins og til dæmis leynilögreglusögur, njósnasögur, sakamálasögur og hryllingssögur. Svo virðist sem orði...
Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á?
Þjóðvísan um hana Grýlu sem hér er vísað til er svona í heild sinni: Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum. Væna flís af feitum sauð, sem fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. Það er kannski ekki nema von ...
Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...
Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?
Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröðina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir h...
Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?
Hundakynið silky terrier er upprunalega frá Ástralíu og kom fram undir lok 19. aldar. Það talið vera blanda af yorkshire terrier, áströlskum terrier og nokkrum öðrum tegundum. Í Evrópu eru þessir hundar flokkaðir sem terrier en annars staðar eru þeir flokkaðir sem toy-hundar. Þeir eru 3-4 kg að þyngd og um 23 c...
Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara?
Tildra (Arenaria interpres) er svokallaður umferðarfugl hér á landi, með öðrum orðum, heimsókn tegundarinnar til Íslands er nokkurs konar millilending. Á vorin er hún á leið á varpsvæðin og á haustin til vetrarstöðvanna. Tildrur koma hingað í tugþúsunda tali og halda til í fáeina daga eða vikur og byggja upp orku...
Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?
Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest. Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stu...