Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1448 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað getur þú sagt mér um árið 1918?

Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum. Það væri vel hægt að skrifa mörg svör um það sem gerðist á árinu en hér verður látið nægja að segja í stuttu máli frá nokkrum viðburðum. Sagt er frá atburðunum að mestu leyti í tímaröð, fyrst frá því sem gerðist úti í heimi og svo frá in...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér allt um járn?

Járn hefur sætisgildið 26 í lotukerfinu og það er táknað með stöfunum Fe. Atómmassi þess er 55,845 en eðlismassinn er 7,847 g/cm3. Bræðslumark járns er 1538°C en suðumarkið 2861°C. Járn er frumefni sem hefur verið til frá ómunatíð. Járn er lífsnauðsynlegt fyrir lífverur þar sem járn í blóðrauðanum sér um að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?

Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...

category-iconStærðfræði

Hvort hækkar maður 44,444444444 í 44,45 eða lækkar í 44,44?

Við námundun er alltaf farið eftir síðasta tölustafnum á eftir þeim sem ætlunin er að námunda að. Hér ætti sem sagt að horfa á þriðja fjarkann á eftir kommunni: 44,444444444. Ef þessi tölustafur er 0, 1, 2, 3 eða 4 á að námunda niður, það er lækka töluna. Það á við í þessu tilfelli, svo svarið er 44,44. Ef töl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?

Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg. Keisaramörgæsir, foreldri með unga.Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á ...

category-iconLandafræði

Hvað er miðbaugur langur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða breiddarbaugur er lengstur?Hver er radíus jarðar frá miðju að pól?Hvert er ummál jarðar um miðbaug? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt? þá byggist þetta net á ímynduðu hnitakerfi lengdar- og breiddarbauga sem lagt er yfir jarðark...

category-iconVísindavefur

Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?

Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...

category-iconLögfræði

Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi, hvað felst í því? Getur maður sem dettur í það á bar ekki labbað heim án þess að brjóta lögin?Um þetta er fjallað í 21. gr. áfengislaga nr. 75/1998: Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberu...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?

Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hægt að rækta krækling?

Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...

category-iconHagfræði

Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?

David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1 Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti...

category-iconSálfræði

Hvað eru falskar minningar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað eru falskar minningar? Hvaða rannsóknir eru til á þeim? Hugtakið falskar minningar er notað um það þegar fólk rifjar upp atburði, orð, sögur eða annað sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum, en fólkið er þó fullvisst um að upprifjun sín sé rétt og sönn.[1] Villurnar geta ...

category-iconLögfræði

Er bannað að borða sitt eigið hold?

Í lögum er hvergi lagt blátt bann við því að valda sjálfum sér skaða hvort sem það er gert með því að borða eigið hold, skera í það eða beita öðrum aðferðum.Í þessu felst þó að sjálfsögðu ekki að löggjafinn vilji stuðla að því að menn valdi sjálfum sér skaða, heldur er ástæðan miklu frekar sú að réttur einstakling...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?

Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...

category-iconStærðfræði

Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?

Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...

Fleiri niðurstöður