Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum?
Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á því hvernig við teljum æskilegt að koma fram við umhverfi okkar. Margt af því sem áður þótti eðlilegt þykir núna fullkomlega óásættanlegt. Stærstu breytingarnar tengjast líklega því hvernig við förum með úrgang og rusl, en á síðustu árum hafa viðhorf okkar ti...
Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?
Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...
Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?
Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...
Hvað eru stofnfrumur og hvert er hlutverk þeirra?
Hér er einnig svar við spurningunni Hvaða eiginleika hafa stofnfumur sem nýtast við lækningar? Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Í 3-5 daga fósturvísi, svokallaðri kímblöðru, mynda um 30 frumur innri frumumassa sem þroskast síðan og brey...
Hvert var hlutverk hinnar svokölluðu „joy division“ hjá nasistum í seinni heimsstyrjöldinni?
Með spurningunni er væntanlega átt við konur sem voru kynlífsþrælar og þóknuðust nasistum og öðrum í fangabúðum með grimmdarlegum og þaulskipulögðum hætti. Rétt er að taka fram að heitið „joy division“ var aldrei notað á þeim tíma og er seinna tíma slangur. Hljómsveitin Þegar maður sér nafnið „joy division“ ...
Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?
Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...
Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?
Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...
Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða? Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurn...
Hverjar eru helstu ástæður landnáms?
Landnám köllum við það þegar fólk eða dýr setjast að þar sem þau hafa ekki verið áður. Í þessu svari verður fjallað um ástæður þess að fólk nemur land og tekin dæmi bæði af því þegar fólk nemur óbyggt land – eins og gerðist á Íslandi í lok 9. aldar – og þegar það ryður úr vegi fyrri íbúum og byggir nýtt samfélag a...
Hverjir eru kostir og gallar lúpínu sem landgræðsluplöntu?
Kostir lúpínu sem landgræðsluplöntu eru einkum þeir að hún bindur fljótt örfoka land og hefur þá eiginleika eins og aðrar belgjurtir að mynda sambýli með örverum og getur þannig unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Lúpínan dreifir sér fljótt með fræi sem er kostur í landgræðslu en getur aftur verið ókostur í öðru...
Er gott að trúa á Jesú?
Hér er einnig svarað spurningu Áskels Harðarsonar: Hvað gerir trúin í daglegu lífi manns? Spurningin er persónulegs eðlis og í svarinu er lýst persónulegu viðhorfi kristins manns. Jesús segir mér að ég eigi í honum vin sem aldrei bregst. Hann segir mér að hvað sem gerist með líf mitt á jörðu, þá sé það aldrei h...
Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"?
Spyrjandi vísar til þess að við höfðum í byrjun sérstakan tengil sem gerði gestum okkar kleift að lesa allar spurningar sem höfðu komið inn og voru í vinnslu. Þetta var vinsælt á fyrstu mánuðum vefsins meðan svör voru fá. Nú eru hins vegar svörin að nálgast þúsund. Lesandi sem vill kynna sér sérstaklega um hvað fó...
Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker?
Orðið ker er gamalt í málinu í merkingunni 'ílát (misstórt)'. Um samsetninguna baðker á Orðabók Háskólans elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar (1885). Þegar í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu, eru til dæmi um kerlaug í merkingunni 'baðker'. Kar í merkingunni 'ílát' er aftur á móti fremur ungt tökuorð úr d...
Af hverju er til stórt Ð?
Spurningin er sjálfsagt til komin af því að bókstafurinn ð kemur aldrei fyrir í upphafi orða og þarafleiðandi hvorki í upphafi setninga né fremst í sérnöfnum þar sem við höfum hástafi (stóra stafi). Í venjulegum texta eins og þessum hér er þess vegna engin þörf á stóru Ð. Hins vegar kemur oft fyrir að við skrif...
Hefur hundur farið til tunglsins?
Nei, hundur hefur aldrei farið til tunglsins. Sem kunnugt er fór tíkin Laika með flaug Sovétmanna, Spútnik 2, út í geiminn árið 1957 og það er líklega það lengsta sem hundur hefur komist frá jörðinni. Spútnik 2 komst á braut um jörðu í yfir 3.000 km hæð, en óvíst er hversu langt Laika fór í raun og veru því hú...