Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 433 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?

Bólusótt er bráðsmitandi veirusjúkdómur af völdum svonefndrar variola-veiru af tegundinni orthopoxveira (ætt; poxviradae). Ekki er ljóst hver uppruni veirunnar er, en bólusóttarveiran er áþekk kúabóluveirunni sem gæti bent til þess að hún sé stökkbreytt kúabóluveira.1 Fjórar orthopoxveirur sem smita manninn er...

category-iconEfnafræði

Er eldur efnasamband?

Áður en spurningunni er svarað er rétt að velta því aðeins sér hvað eldur sé. Er hann hitinn sem stafar af loganum, er hann ljósið sem skín frá honum eða á jafnvel hvor tveggja við? Og af hverju stafa hiti og ljós eldsins? Logi frá kertaljósum er dæmigerður logi sem flestir þekkja. Neðst við kertalogann bráðnar...

category-iconHagfræði

Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkar spurningar um gengisskráningu íslensku krónunnar. Hér er eftirfarandi spurningum um það efni svarað: Samkvæmt Seðlabanka Íslands, þá er „[g]engi íslensku krónunnar [...] ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag“. Hverjir taka þátt í þ...

category-iconJarðvísindi

Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bráðnun jökla, til dæmis:Eru jöklarnir á Suðurskautslandinu að bráðna? Hvað gerist ef allir jöklar á hnettinum bráðna? Mun heimurinn allur verða undir vatni vegna hækkandi hitastigs í heiminum? Hvenær þá? Hvaða afleiðingar hefði það á Ísland ef allir jöklar ...

category-iconVísindavefur

Er jörðin flöt?

Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...

category-iconVísindavefurinn

Hvaða þrautir leystu Vopnfirðingar á vísindaveislu Háskólalestarinnar?

Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Í vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringarfræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur...

category-iconLögfræði

Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins?

Vísindavefurinn svarar ekki oft sértækum spurningum af þessu tagi - en segja má að þessi spurning bjóði upp á fræðslu um lög félagasamtaka almennt og ýmislegt í þeim efnum sem gott er að hafa í huga. Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og áhugafólks um málefni þess (FEBRANG) eru félagasamtök. Lög félagsins o...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?

Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina?

Sú staðreynd að stærstur hluti byggðar á Íslandi er við ströndina á sér vissulega landfræðilegar skýringar þar sem aðstæður til þéttbýlismyndunar fjarri sjó eru ekki sérlega ákjósanlegar á mörgum svæðum, til dæmis í þröngum fjörðum með lítið undirlendi, eins og víða bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Byggðamynstur...

category-iconEfnafræði

Hvernig verður helín til?

Stutta svarið Mest af helíni alheimsins varð til við kjarnasamruna á fyrstu stigum Miklahvells. Síðan þá hefur helín myndast við samruna vetniskjarna í stjörnum og á jörðinni myndast það við kjarnaklofnum þungra atóma í jarðmöttli. Lengra svar Helín (einnig nefnt helíum, atómtákn: He) er annað léttasta og...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?

Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?

Barn fætt á Íslandi fær sjálfvirkt úthlutað kennitölu frá Þjóðskrá Íslands um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Aðrir fá kennitölu úthlutað sjálfvirkt um leið og þeir eru skráðir. Kennitala er reiknuð út frá fæðingardegi. Um þessar mundir er fjöldi fæðinga á Íslandi á bilinu 5-10 þúsund á ári...

category-iconLandafræði

Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um geitunga, þeirra á meðal: Eru vespur og geitungar líklegar til þess að stinga mann á sumrin?Deyja geitungar þegar þeir stinga?Hvað verður um geitunga þegar þeir eru búnir að stinga mann? Hvers vegna ráðast geitungar á fólk?Er hættulegt að verða fyrir geitungastung...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er typpið vöðvi?

Typpi (getnaðarlimur, reður) er hólklaga líffæri sem gegnir því hlutverki að koma sáðfrumum inn í leggöng þannig að frjóvgun geti átt sér stað og nýr einstaklingur orðið til. Það er einnig leið þvags út úr líkama karla. Typpi skiptist í rót, bol og kóng og er gert úr þremur risvefjum (e. erectile tissue). Tve...

Fleiri niðurstöður