Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8340 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir botnlangabólga sér?

Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?

Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1188) kemur fram að orðið sé oftast tengt sögninni að...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jökulhlaup?

Jökulhlaup eru snögg vatnsflóð frá lónum við jökuljaðar eða jökulbotn sem bræðsluvatn og regn safnast í. Jaðarlónin myndast þar sem jökull stíflar þverdal eða gil. Vatn rís uns það nær að þrengja sér undir ísstífluna og opna rásir. Í fyrstu eru þær örsmáar en víkka síðan við ísbráðnun vegna núningsvarma því að ísf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um stirna?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Í fróðlegu svari um fjölda einstaklinga eftir tegundum var minnst á bristlemouth. Geturðu frætt mig frekar um þessa fjölskipuðu tegundir. Þetta er fróðlegt og kemur mjög á óvart. Stirnar (e. bristlemouth) eru smávaxnir djúpmiðsævisfiskar af ættinni Gonostomatidae. Þetta...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?

Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?

Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...

category-iconLæknisfræði

Af hverju missir fólk bragð- og lyktarskyn þegar það fær COVID-19?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er það sem COVID-19 gerir nákvæmlega við bragð- og lyktarskyn þeirra sem fá veiruna? Ég er búin að heyra um fólk sem segist hafa misst bragð- og lyktarskynið eftir að þau veiktust, af hverju? Breyting á lyktar- og bragðskyni eru algeng einkenni þeirra sem fá sjúkdóminn CO...

category-iconBókmenntir og listir

Er 666 tala djöfulsins?

Síðasta rit Biblíunnar kallast Opinberunarbókin. Hún tilheyrir bókmenntagrein sem nefnist heimsslitafræði (e. eschatology) en það hugtak er haft um texta sem boða endalok heimsins eins og hann er. Stundum er einnig sagt frá uppkomu nýs heims í slíkum textum. Í Opinberunarbókinni er mikið af talnaspeki (e. numer...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?

Styrkur varmageislunar frá fleti er nátengdur því hve mikið flöturinn gleypir í sig af áfallandi geislun, það er ísogs- eða gleypnieiginleikum flatarins. Við tölum um svarthlut þegar yfirborðið drekkur í sig alla geislun sem á það fellur og varmageislun frá svarthlut er einmitt sú kröftugasta sem nokkur hlutur nær...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?

Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...

category-iconLífvísindi: almennt

Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?

Náttúruöflin hafa alltaf haft áhrif á regnskóga. Eldar, þurrkar, stormar og eldgos, svo nokkuð sé nefnt, hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang regnskóganna og geta valdið raski á stórum svæðum. Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum. Eldar, þurrkar og stormar eyða skóginum ekki algjörlega. Hluti v...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp spegilinn og hvenær?

Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og...

category-iconHugvísindi

Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?

Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...

category-iconHeimspeki

Hvað er heilbrigð skynsemi?

Heilbrigð skynsemi (á ensku: common sense) er hæfileikinn til að átta sig á því sem er dagljóst. Heilbrigð skynsemi segir okkur til dæmis að búast vel áður en haldið er á íslenskt hálendi því að reynslan sýnir að þar er allra veðra von. Um aldamótin 1800 komu fram skoskir heimspekingar sem kenndu sig við heilbr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?

Smellið hér til að heyra hljóðið í ísbirni. Ísbjörninn, Ursus maritimus er að jafnaði stærri en náfrændi hans brúnbjörninn Ursus arctos. Nokkrar deilitegundir brúnbjarna geta þó orðið stærri og má þar helst nefna þær sem lifa á Kamtsjatka-skaganum í Síberíu og í Alaska. Að jafnaði er fullorðinn ísbjörn um 4...

Fleiri niðurstöður