Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7659 svör fundust
Hvað veldur jarðskjálftum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...
Hver var Gaston Julia?
Gaston Maurice Julia (1893 - 1978) var franskur stærðfræðingur sem rannsakaði mengi sem tengjast ítrunum á ákveðnum föllum. Hann fæddist í Alsír, sem var undir yfirráðum Frakka á þessum tíma, og barðist í fyrri heimstyrjöldinni. Hann misst nefið í árás Þjóðverja og allt frá því bar hann leðurpjötlu á andlitinu í s...
Af hverju fáum við gubbupest?
Uppsölu- og niðurgangspest er það sem í daglegu tali er oft kallað gubbupest og lýsir sér með ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi og koma einkennin oftast skyndilega. Smit berst ýmist frá sýktum einstaklingi eða sýktu vatni eða matvælum. Einkennin við sýkingunni eru leið líkamans til að losa sig við eitur...
Er hægt að smitast af krabbameini?
Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæða...
Hvað eru náttúrlegar tölur?
Öll notum við tölur þegar við verslum, skiptum fólki í mismunandi lið, eða teljum kindur. Strangt til tekið notum við þó ekki alltaf sömu tölurnar þrátt fyrir að okkur finnist það kannski. Til dæmis notum við heilu tölurnar þegar við kaupum í matinn, ræðu tölurnar þegar við skiptum fólki í lið, og náttúrlegu tölur...
Hvað getur þú sagt mér um Skaftafell og hver er saga þjóðgarðsins þar?
Skaftafell er gömul bújörð og vinsæll áfangastaður ferðamanna í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. Nafnið er dregið af fjallsrana sem gengur til suðurs úr Vatnajökli. Skriðjöklar falla fram beggja vegna Skaftafells og setja sterkan svip á umhverfið. Yfir þeim gnæfa tignarleg og brött fjöll þar sem Hvannadalshnúk í ...
Hvernig er hægt að rekja IP-tölur?
Að rekja IP-tölu getur haft mismunandi merkingu. Samskipti sem fara um Internetið sendast á milli staða í gegnum netbúnað Internetfyrirtækja (e. internet service provider, skammstafað ISP). Þessi netbúnaður er eins konar æðakerfi Internetsins og sér hann um að senda alla umferð á milli notenda á sinn stað. Marg...
Í hvaða fæðutegundum eru flókin kolvetni og í hvaða fæðutegundum eru einföld kolvetni?
Kolvetni finnast nær eingöngu í fæðutegundum sem eru úr jurtaríkinu. Eina kolvetnið úr dýraríkinu sem við borðum er svolítið af glýkógeni sem hefur stundum verið kallað dýramjölvi eða dýrasterkja á íslensku. Hér er um að ræða flókið kolvetni sem finnst í svolitlu magni í vöðvum og lifur og er orkuforði dýra. Við m...
Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?
Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um ki...
Fyrst aðdráttarafl tunglsins getur togað sjóinn upp eru þá engin líkindi til þess að það togi jörðina nær sér með tímanum?
Um þetta hefur áður verið fjallað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina? En þessu er raunar öfugt farið. Sjávarfallakraftar (e. tidal forces) valda núningi á snúningi jarðar sem dregur úr hverfiþunga og hreyf...
Hvaða ár kom fyrsta bókin út?
Erfitt er að svara spurningunni afdráttarlaust af því að óljóst er hvað telst til útgáfu bókar. Yfirleitt er fyrsta prentaða bókin talin vera Biblía Gutenbergs, sem Þjóðverjinn Jóhannes Gutenberg prentaði árið 1455 með prentvél sem hann hafði sjálfur smíðað. Prentvél Gutenbergs olli straumhvörfum og í kjölfarið...
Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?
Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...
Hvað er söguskekkja?
Þegar fjallað er um liðna tíma, vill oft brenna við að menn meta liðna atburði á forsendum síns eigin tíma, í stað þess að setja sig í spor þeirrar fortíðar sem við er að fást. Þessi tilhneiging hefur verið nefnd söguskekkja og er skyld því sem kallað er whig history á ensku en þau orð fela þó ekki í sér sömu auka...
Af hverju vinna ensím hægt við lágt hitastig?
Ensím eru prótín sem finnast í lífverum og virka sem hvatar á efnahvörf. Það þýðir að þau valda því að hvörfin ganga hraðar en ella eða jafnvel að hvörf eigi sér stað sem annars myndu ekki gera það við þær aðstæður sem ríkja í lifandi frumum. Þetta gera ensím, eins og aðrir hvatar, með því að lækka virkjunarorku (...
Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?
Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...