Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5547 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?

Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klíst...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júlí 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hvað er kósí? Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu? Hvað er gyllinæð og hvernig er hægt að losna við hana? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? H...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta froskar?

Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska. Baulfroskur (Rana catesbe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands?

Erfitt er að segja með fullri vissu hvenær kanínur komu fyrst til Íslands. Í Morgunblaðinu árið 1942 segir:Villtar kanínur hafa hafist við nú í nokkur ár í skógarkjarrinu í Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Bóndinn á Litla-Sandi ól upp kanínur heima við bæ fyrir einum 10 árum síðan, en nokkrar þeirra sluppu frá h...

category-iconHugvísindi

Hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“?

Í ævintýrinu um Gosa, eftir ítalska rithöfundinn Carlo Collodi, segir frá trébrúðu sem vaknar til lífsins og er gædd þeim eiginleika að þegar hún lýgur þá stækkar á henni nefið. Þegar spurt er hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“, verður til svokölluð þverstæða, þar sem hu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum?

Aflatoxín er sveppaeitur (e. mycotoxin). Það er eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitrið sem vitað er um í dag. Eitrið er framleitt af myglusveppunum Aspergillus flavus, A. nomius og A. parasiticus. Þessir myglusveppir vaxa við ákveðið hita- og rakastig í matvælum og fóðri. Aflatoxín finnst meðal annars í ko...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?

Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig komust menn að því að risaeðlur væru til?

Hvað datt mönnum fyrri alda í hug þegar þeir rákust á steingerðar leifar risaeðla í jarðlögum eða klettum? Í þeim löndum þar sem sögur af drekum voru algengar er ekki ólíklegt að menn hafi haldið að stórvaxnar, steingerðar leifar risaeðla væru í raun drekar. Kínverski sagnaritarinn Chang Qu var uppi á 3. öld e....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?

Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru lofkvæði?

Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði. Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merk...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er grjótið á Mars rautt?

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...

category-iconHagfræði

Hvað eru smálán?

Upprunalega spurningin var: Hvað geturðu sagt okkur um smálán? :) Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“ sem vísar til þess að algengt er að launþegar sem þurfa fé í aðdraganda útborgunar launa taki slík lán til að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til græn spendýr?

Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...

category-iconNæringarfræði

Skyr, AB-mjólk, grísk jógurt og önnur jógúrt, hver er munurinn?

Skyr, grísk jógúrt, AB-mjólk og önnur jógúrt eiga það sameiginlegt að vera ferskar sýrðar mjólkurafurðir. Skyr er frábrugðið hinum afurðunum að því leyti að það telst vera ferskostur, líkt og kvarg og rjómaostur, meðan hinar tegundirnar flokkast sem hefðbundnar sýrðar mjólkurafurðir. Ýmsar tegundir skyrs innihalda...

Fleiri niðurstöður