Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9287 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?

Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur því að austan og vestan við Ísland er úthafsskorpan óvenjulega þykk?

Sú skorpa sem vísað er til í spurningunni er basaltskorpa hafsbotnanna, sem er að jafnaði um 7 km þykk undir úthöfunum en 30+/-5 km þykk á hryggnum frá A-Grænlandi um Ísland til Færeyja. Undir basaltskorpunni er jarðmöttullinn sem hefur talsvert aðra efna- og steindasamsetningu. Basaltið sem myndar skorpuna hefur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Vitið þið hvað liggur að baki orðasambandinu 'að eiga sér hauk í horni'?

Orðasambandið að eiga (sér) hauk í horni merkir að eiga sér hjálparhellu, einhvern velviljaðan sem er tilbúinn til aðstoðar ef á þarf að halda. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá lokum 17. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Halldór Halldórsson nefnir þá skýringu í Íslenzku orðtakasafni (19...

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um Skaftafell og hver er saga þjóðgarðsins þar?

Skaftafell er gömul bújörð og vinsæll áfangastaður ferðamanna í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. Nafnið er dregið af fjallsrana sem gengur til suðurs úr Vatnajökli. Skriðjöklar falla fram beggja vegna Skaftafells og setja sterkan svip á umhverfið. Yfir þeim gnæfa tignarleg og brött fjöll þar sem Hvannadalshnúk í ...

category-iconLandafræði

Er eitthvað alvörufjall í Hollandi og hvað er mikið af landinu undir sjávarmáli?

Fjöll eru ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Holland er til umræðu, enda er landið afar láglent og flatt. Í raun er um 25% landsvæðis í Hollandi undir sjávarmáli og um helmingur landsins er undir einum metra yfir sjávarmáli. Landið er þó ekki alveg marflatt, í suður- og austurhluta þess rís land að...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru margir metrar á sekúndu í einum hnút, þegar mældur er vindstyrkur?

1 hnútur er 0,514 m/s og það telst vera logn.Hnútur er mælieining um hraða skips eða vinds. Einn hnútur samsvarar einni sjómílu á klukkustund, en sjómíla er upphaflega skilgreind sem ein mínúta á lengdarbaug og er samkvæmt því 111,1 km/60 = 1852 m. Vegna þess að jörðin er svolítið flatari við pólana er breiddar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið gerpi í raun og veru og hver er uppruni þess?

Í fornu máli var til lýsingarorðið gerpilegur í merkingunni ‛garpslegur, vænlegur’. Í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, 4. kafla, stendur til dæmis: at ráð þitt var gerpiligt, þá er þú vart með goðorð Þorsteins ok veittir mörgum bæði í fjártillögum ok málafylgjum, en nú gefr þér glámsýni … Einnig kemur fyri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?

Orðasambandið að kasta tólfunum er notað um eitthvað sem keyrir úr hófi. Það er þekkt að minnsta kosti frá 18. öld samkvæmt heimildasafni Orðabókar Háskólans. Yngra er sambandið að slá tólfunum í sömu merkingu en það er kunnugt frá 19. öld. Líkingin er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?

Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld. Sögnin að dáma er...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?

Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...

category-iconLandafræði

Hvað tekur um það bil langan tíma að fljúga frá Íslandi til Frakklands?

Þegar ferðatími flugfélaga frá Keflavík til Parísar, höfuðborgar Frakklands, er skoðaður sést að það tekur tæplega 3 klukkustundir og 30 mínútur að fljúga þar á milli. Einnig er hægt að skoða hve langt er á milli Keflavíkur og Parísar og hve hratt farþegaflugvélar fljúga. Hér verður þó að hafa í huga að flugvé...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað á Curiosity að rannsaka á Mars og hvernig fer hann að því?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Curiosity er fyrst og fremst ætlað að finna út hve lífvænleg Mars var í fyrndinni eða er hugsanlega í dag. Til þ...

category-iconVeðurfræði

Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu?

Tími sá sem úrkoman stendur skiptir minna máli í aðgreiningu élja og snjókomu heldur en það hvernig hún myndast, það er hver myndunarhátturinn er. Í veðurathugunum er greint á milli élja og snjókomu eftir ákveðnum reglum, þær sömu og notaðar eru til að greina á milli rigningar og skúra. Í veðurspám er aðgreini...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?

Varpstofn hafarnarins (Haliaeetus albicilla) hér á landi er talinn 69 pör eða 138 fuglar. Sumarið 2012 komust 28 ungar á legg. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að hafernir á Íslandi séu um 250 talsins.Haförninn verður seint kynþroska eða á 5.-6. aldursári. Því má ætla að hér á landi sé nokkur fjöldi ókynþrosk...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?

Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...

Fleiri niðurstöður