Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9288 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu heitt er á Plútó?

Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó. Í ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fróar fólk sér?

Meginástæðan er sjálfsagt sú að upplifa þá tilfinningu eða ánægju sem örvun kynfæra leiðir til. Í dag er yfirleitt litið á sjálfsfróun sem góða leið til að kynnast sjálfum sér, eigin tilfinningum og líkama þó það viðhorf hafi ekki alltaf verið ríkjandi. Sóley Bender fjallar um þessi mál í svari við spurningunni: E...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er til annar heimur inni í svartholum?

Eins og fjallað hefur verið um áður á Vísindavefnum getum við aldrei fullvissað okkur um það hvort til sé annar heimur eða ekki. Um það má meðal annars lesa í svari við spurningunni: Gæti hugsanlega verið til annar alheimur? Spyrjandi spyr sérstaklega um svarthol og er þá væntanlega að vísa til svonefndra ormag...

category-iconJarðvísindi

Af hverju kemur aska frá eldfjalli?

Eldgos er náttúrleg aðferð jarðarinnar til að losna við varma sem er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni og hins vegar frá jarðkjarnanum. Hægt er að lesa meira um af hverju eldgos verða í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos? Gosaska myndast þegar glóandi kvika eða bergbr...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er sólin gul?

Í svari JGÞ við spurningunni: Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið sé í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Í svari SHB við spurningunni: Af hverju er sólin gul og skínandi? segir þetta: Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?

Í munnvatni leðurblaka af tegundum Desmodus spp. sem í daglegu tali eru nefndar vampírur er efni hefur áhrif á storknun blóðs. Þetta efni er hvati sem nefnist á fræðimáli desmoteplase (DSPA). Hann hefur það hlutverk að óvirkja storkuprótín í blóði fórnarlambsins og koma í veg fyrir storknun þess svo blóðið flæði ó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á asna og múlasna?

Munurinn á asna (Equus africanus asinus) og múlasna er einfaldlega sá að asni er tegund hestdýra en múlasni er blendingur hests og esnu (kvendýr asna). Á ensku nefnast þessi dýr hinny. Múlasni er blendingur hests og esnu. Múlasni líkist venjulega móðurinni að líkamsstærð en er með kröftugan fótaburð og tagl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?

Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg. Japanski köngulóarkrabbinn (Macroc...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjar eru orðsifjar orðsins gengilbeina?

Orðið gengilbeina var upphaflega notað sem ambáttarheit. Í 10. erindi Rígsþulu, sem er eitt Eddu-kvæða, segir: Þar kom at garði gengilbeina, aurr var á iljum, armr sólbrunninn, niðrbjúgt er nef, nefndisk Þír. Þír í síðasta vísuorðinu þekktist í fornu máli í merkingunni ‘ambátt’, skylt þý og þjóna. Í nútím...

category-iconVísindafréttir

Nýjar fréttir af Stjörnu-Odda

Stjarnvísindafélag Íslands og fleiri félög halda fund þann 27. jan. 2020 kl. 16:45. Fundurinn fer fram í Háskóla Íslands, VR2, stofu 158 og þar mun Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, halda erindi um Stjörnu-Odda. Í erindinu verður sagt frá nýjustu rannsóknum Þorsteins og an...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða atvinnumöguleika hafa stjarneðlisfræðingar á Íslandi?

Flestir starfandi stjarneðlisfræðingar á Íslandi sinna rannsóknum, hver á sínu sérsviði. Til dæmis á öflugum sprengistjörnum, eða á eiginleika vetrarbrauta í árdaga alheims og sumir rannsaka eiginleika alheimsins sjálfs. Þeir sinna líka kennslu, bæði á háskóla- og framhaldsskólastigi. Flestir starfandi stjarneð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?

Lundinn (Fratercula arctica) gerir sér djúpa holu í svörð til þess að verpa í, en einnig verpir hann undir steinum og í glufum. Fleiri fuglar beita svipuðum aðferðum við varp. Lundinn gerir sér holu til að verpa í á grösugum eyjum, höfðum og brekkum ofan við bjargbrúnir eða í urðum undir þeim. Stormsvala (Hy...

category-iconBókmenntir og listir

Eru sannsögur bara nýtt hugtak yfir ævisögur?

Hugtakið sannsaga getur náð yfir ævisögur ef aðferð sannsögunnar er beitt við ritunina. Það er þó ekki samasemmerki milli þessara hugtaka vegna þess að sannsaga felur í sér ritunaraðferð sem ekki er alltaf beitt í ævisögum. Aðferðin gengur út á að halda tryggð við sannleikann og beita miðlunarleiðum frásagnarlista...

category-iconTrúarbrögð

Er ekki til nein vísindaleg sönnun fyrir því að Guð sé til?

Sjá svar Hjalta Hugasonar við spurningunni: Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?...

category-iconMannfræði

Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?

Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...

Fleiri niðurstöður