Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2693 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?

Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?

Nokkrir hafa sent Vísindavefnum spurningar um loftskeyti og fyrstu eiginlegu loftskeytastöðina á Íslandi. Laufey Karlsdóttir vildi einnig fá útskýringu á tækninni sem loftskeyti byggja á. Spurning hennar hljóðaði svona: Hvað er loftskeyti? Þegar það er sent er líklega notað rafmagn. Hvernig get ég útskýrt það ...

category-iconStærðfræði

Hver skapaði þríhyrninginn?

Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort er gull eða silfur betri leiðari og hvað með kopar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvort er gull eða sifur betri leiðari? Er eðlisviðnám gulls minna en silfurs? Hver er svo samanburður við hinn ódýra kopar? Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við rafleiðni en ekki varmaleiðni. Ef spenna er sett á leiðara þannig að annar endinn (skautið) er plús og hinn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?

Í stuttu máli má segja að dægurklukkan knýi áfram og samhæfi margbreytilega virkni í líkamanum sem sveiflast yfir sólarhringinn. Gott dæmi um það er dægursveifla melatóníns. Í takti við melatónín eru dægursveiflur í líkamshita en andhverfar, það er hæsti styrkur melatóníns er þegar líkamshitinn er lægstur og öfugt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?

Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Miðjarðarhaf til?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...

category-iconJarðvísindi

Hversu mikið afl er í eldgosum?

Fá fyrirbæri á jörðu eru aflmeiri en stórt eldgos í algleymingi. Kvikustreymi í öflugustu gosum hér á landi er líklega um hundrað þúsund rúmmetrar á sekúndu, en flest gos eru þó miklu minni. Rúmmálið getur verið ónákvæmur mælikvarði á efnismagnið. Magn kvikugasa (vatnsgufu, koltvíoxíðs, brennisteins) er mjög mismu...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða klumpahraun til?

Klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) eru mjög algeng hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum.[1] Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu[2] við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Athug...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Jósef Stalín?

Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...

category-iconJarðvísindi

Hvað er segultímatal og hvernig er það notað?

Í stuttu máli. Segulsvið jarðar (1. mynd) hefur umskautast „ótal sinnum“, síðast fyrir um 780 þúsund árum (2. mynd), og sennilega lengst af frá örófi alda. Segulstefnan á hverjum tíma er skráð (bundin) í bergið sem þá var að myndast, ekki síst í basalti hafsbotnanna og ofansjávar í hraunlögum. Segultalið sjálft v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?

Enginn. Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allir Kínverjar stykkju niður af stól á sama tíma, kæmi þá jarðskjálfti?

Segjum að Kínverjar séu 1,2 milljarðar að tölu, þeir vegi 50 kg hver að meðaltali og kínverskir stólar séu 50 cm háir. Samanlagður massi þjóðarinnar væri þá 60 * 109 kg eða 60 milljón tonn. Ef svo þungur "hlutur" félli hálfan metra ylli það örugglega talsverðum jarðskjálfta. Til samanburðar má geta þess að fjallið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er álft og svanur sami fuglinn?

Einfalda, stutta svarið er stutt og laggott: Já, oftast nær í íslensku. Latneska tegundarheitið á þessum hvíta og fallega fugli er Cygnus cygnus og er það nefnt til dæmis í Íslenskri orðabók, 3. útg., 2002. Mismunandi orð sem hafa sömu merkingu nefnast í málfræðinni samheiti (e. synonyms). Þótt eiginleg me...

Fleiri niðurstöður