Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4223 svör fundust
Af hverju heitir það catwalk sem fyrirsætur ganga á?
Orðið catwalk í ensku er notað um mjóan gangveg, mjóa göngubrú til dæmis yfir sviði í leikhúsi eða vélarrúmi í skipi. Það er einnig notað í merkingunni ‘sýningarpallur’ og er þá átt við gangbraut þá sem sýningarstúlkur ganga eftir á tískusýningum. Að kenna þessa mjóu gangvegi við ketti er vegna fimleika katt...
Af hverju er Rás 1 kölluð Gufan og stundum Gamla gufan?
Heitið gufan eða gamla gufan er vel þekkt í nágrannalöndunum um útvarpið. Það fór að heyrast sem the old steamradio, das alte Dampfradio og dampradioen í enskumælandi löndum, í Þýskalandi og Danmörku og sjálfsagt víðar fljótlega eftir að sjónvarp kom á markað. Margir töldu þá að dagar útvarpsins væru liðnir og...
Hvað merkir nafnaendingin -þrasir?
Ásgeir Blöndal Magnússon tengir í Íslenskri orðsifjabók (1989:1189–1190) –þrasir í nöfnunum Dolgþrasir, Lífþrasir og Mögþrasir sögninni að þrasa ‛þjarka, þrefa, þrátta; †æða, fara hratt; fnæsa’. Af henni er leitt nafnorðið þras ‛þræta, þjark, hávaði’. Af sama toga telur hann kvenmannsnafnið Hlífþrasa í...
Hver fann upp á GSM-símum?
Samkvæmt grein frá fréttastofunni Associated Press var GSM-síminn fundinn upp af Martin Cooper, sem á þeim tíma var varaforstjóri raftæknifyrirtækisins Motorola. Í greininni segir að hann hafi hringt fyrsta símtalið frá götuhorni í New York. Talið er að hann hafi hringt í keppinaut Motorola, fyrirtækið AT&T og sa...
Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?
Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær ...
Hver fann upp sjónaukann?
Talið er að hollenski gleraugnasmiðurinn Hans Lipperhey (1570-1619) hafi fundið upp sjónaukann. Elstu heimildir um sjónaukann eru í bréfi frá árinu 1608 en það ár var sótt um einkaleyfi á honum til hollenska þingsins. Því var hafnað en þingið réði Lipperhey til að smíða allmarga sjónauka. Lesa má meira um Lipper...
Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?
Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...
Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður?
Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og í fyrstu voru einungis starfræktar tvær deildir, heilbrigðisdeild sem kenndi hjúkrun og rekstrardeild sem kenndi iðnrekstrarfræði. Fyrsta árið var 31 nemandi skráður í nám við skólann. Eftir því sem tíminn leið jókst námsframboðið og á yfirstandandi skólaári, 17 ...
Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?
Kvengórillur verða kynþroska um 7-8 ára gamlar og eignast venjulega sinn fyrsta unga þegar þær eru um 10 ára. Rannsóknir sýna að þær eignast unga á um það bil fjögurra ára fresti, þar sem unginn sem fyrir er, þarf að vera hættur á spena áður en nýr kemur til sögunnar. Þar sem villtar górillur ná vart meira en 35 ...
Hvað er kínín nákvæmlega?
Kínín er það sem nefnist lýtingur (e. alkaloid) á íslensku. Önnur orð yfir sama hugtak eru alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi. Í svari við spurningunni Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað? segir þetta um lýting:Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar ...
Ef fluga er á mælaborði flugvélar og flýgur svo á loft, léttist flugvélin þá sem nemur þyngd flugunnar?
Svarið er nei, miðað við þann útbúnað á flugvélum sem algengastur er. Kraftarnir upp á við sem halda flugunni á flugi inni í flugvélinni koma frá henni og gagntakskraftar þeirra verka á flugvélarskrokkinn niður á við þannig að mæld þyngd flugvélarinnar sem heildar breytist ekki.Í kennslubókum er oft sagt frá vörub...
Hvar er þessi Stökustaður sem talað er um í veðurfréttum?
Fyrst er þess að geta að spyrjandi skrifaði stökustað með litlum staf í upphaflegri spurningu sinni. Við höfum hins vegar leyft okkur að breyta s-inu í S með þeim rökum að munurinn á s og S heyrist sem kunnugt er ekki í framburði. Auk þess bendir allt til þess að spurningin sé hugsuð þannig að um ákveðinn stað (St...
Eru endurvinnslustöðvar fyrir pappír umhverfismengandi?
Endurvinnslustöðvar fyrir pappír eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Í hinum vestræna heimi eru í gildi strangar reglur sem kveða á um meðhöndlun mengandi efna og ber pappírsframleiðendum, eins og öðrum, að fara þeim. Hér á landi er enginn pappírsiðnaður og því sendir til dæmis SORPA dagblöð, tímarit og sk...
Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann. Saga þúsundeyjasósunnar nær aftur til upphafs 20. aldar. Þúsund eyjarnar (e. The Thousand Islands) er nafn á eyjaklasa sem ...
Er líklegt að sögnin 'að gala' hafi orðið til þegar menn voru hengdir í gálgum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Heil og sæl. Langar að vita hvort það sé rétt að orðið gala sé komið af gálgi og þá frá þeim tíma þegar hengingar þóttu skemmtiefni og fólk horfði á í sínu fínasta. Gala er sögn sem merkir að ‘gefa frá sér sérstakt (hátt) hljóð’ en einnig að ‘syngja eða kveða töfraþulu...