Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8727 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?

Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...

category-iconVeirur og COVID-19

Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?

Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða frama...

category-iconLögfræði

Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?

Spurningin í heild sinni var svona: Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi. Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er eind?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er eind? Og hver er þá munurinn á t.d nifteind, róteind, frumeind? Þá aðeins "eind"? Hugtökin ögn og eind eru notuð yfir enska orðið particle. Í daglegur tali er orðið ögn notað um eitthvað smátt fyrirbæri eða örlítið magn af einhverju. Við tölum til dæmis um að eitthvað ...

category-iconLögfræði

Getur ferðaþjónustan sent reikning á ríkið vegna „aflabrests“?

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Getur ferðaþjónustan ekki sent reikning til ríkisins vegna aflabrest eins og útgerðir gera, eins og þegar loðnan lét ekki sjá sig við Íslandsstrendur og ég held makríll líka. Á sömu forsendum er ég að meina. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að vísa til skaðabótakrafn...

category-iconLögfræði

Eru allir máfar friðaðir?

Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994. Það sama á við um villt landspendýr. Lögin gilda ekki aðeins um villt dýr og fugla sem lifa að jafnaði hér, heldur einnig um þau sem koma hingað reglulega eða gætu borist hingað. Flækingsfuglar sem hingað rata eru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?

Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og l...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?

Orðið „atómskáld“ á uppruna sinn í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni, sem kom út árið 1948. Orðið birtist fyrst á prenti í íslenskum blöðum og tímaritum árið 1950 og virðist undraskjótt hafa öðlast nokkuð skýra merkingu sem á sér algerlega tvær hliðar. Þannig virðist það hafa lifað allt til dagsins í dag. A...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er málþroskaröskun?

Einstaklingar greinast með málþroskaröskun (e. developmental language disorder, DLD) ef þeir eiga í erfiðleikum með að tileinka sér eigið tungumál án þekktra orsaka. Röskunin nær bæði til málskilnings og máltjáningar. Ef frávik í máli koma fram vegna þekktra orsaka eins og einhverfu eða greindarskerðingar er talað...

category-iconStærðfræði

Einn er lítil tala en milljón stór, hvenær verða tölurnar stórar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Einn er lítið, milljón er mikið, en hvenær byrjar mikið? Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við gefum okkur fyrst að forsenda spyrjanda sé rétt, það er að einn sé lítil tala og milljón stór tala, þá finnst engu að síður engin ein tala á bilinu einn ti...

category-iconHagfræði

Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig framkvæmir danski seðlabankinn það frá degi til dags að halda krónunni (DKK) fasttengdri við evruna? Þótt Danir séu í Evrópusambandinu hafa þeir ekki tekið upp evruna að öllu leyti. Þeir hafa í þess stað fest gengi dönsku krónunnar við gengi evrunnar. Nánar til...

category-iconTölvunarfræði

Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?

Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Ekki liggja fyrir nákvæmar greiningar hvað mun stöðvast eða skerðast en til að gefa einhvers konar svar við spurningunni mætti spyrja hvaða fjarskipti mun...

category-iconHagfræði

Hvernig virka lífeyrissjóðir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig virkar lífeyrissjóður? Eins og staðan er í dag þá borga ég og atvinnurekandi 15,5% af launum í lífeyrissjóð. Miðað við það tekur 6,5 ár að safna fyrir einu ári af launum. (15,5%*6,5ár=100.75%). Starfsævin miðað við að viðkomandi fari í skóla er kannski 45 ár. Þannig þ...

category-iconUmhverfismál

Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?

Um flæði CO2 úr lofti og í sjó er fjallað almennt í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og sérstaklega er fjallað um flæðið við Ísland í svari við spurningunni Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland? Við bendum lesendum á að lesa þau svör ein...

Fleiri niðurstöður