Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSálfræði

Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins?

Hæfileikar fólks eru flóknari og margbrotnari en svo að á þá verði lagðir einfaldir mælikvarðar og þar með sé öllu svarað. Engu að síður hafa sálfræðingar búið til hugtakið greindarvísitölu sem kemur stundum að gagni og getur til dæmis sagt fyrir um getu og hæfileika fólks á tilteknum sviðum. Orri Smárason segir í...

category-iconÞjóðfræði

Er eitthvað vitað um uppruna romsunnar "úllen dúllen doff..."?

"Úllen dúllen doff" er ein vinsælasta úrtalningarromsan sem íslensk börn nota og hefur verið það lengi. Flest börn hafa hana svona: Úllen dúllen doff kikke lane koff koffe lane bikke bane úllen dúllen doff. Ljóst er að þessi romsa kemur snemma til Íslands. Í handriti eftir fræðimanninn Brynjólf Jónsson frá Mi...

category-iconNæringarfræði

Eru gerlar í öllum mjólkurafurðum og af hverju?

Gerlar finnast í velflestum mjólkurafurðum. Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Við gerilsneyðingu eyðist stór hluti gerlaflóru mjólkurinnar, en þó lifa alltaf einhverjir gerlar af gerilsneyðingu. Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu?

Í stuttu máli þá er töluvert lengra til norðurpólsins frá Íslandi heldur en til Evrópu. Það eru fleiri en ein leið til þess að finna fjarlægðina á milli tveggja staða. Á Netinu eru til dæmis síður þar sem hægt er að setja inn lengdar- og breiddargráður þeirra staða sem finna á fjarlægðina á milli og fá vegalen...

category-iconLæknisfræði

Geta börn kúkað í legvatni móðurinnar áður en þau fæðast og veldur það einhverri hættu?

Upptaka næringarefna, úrgangslosun og loftskipti fósturs fara fram í gegnum fylgju sem er tengd blóðrás móðurinnar. Móðirin sér því í raun um meltingu fyrir fóstrið og það þarf því ekki að skila af sér saur. Fóstursaur (e. meconium) nefnast fyrstu hægðir sem koma frá nýfæddu barni og á heitið einnig við um hæg...

category-iconHugvísindi

Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?

Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Örnefnið Morinsheiði er sérkennilegt og uppruni þess er ekki þekktur. Orðhlutinn Mor- er kunnur, getur merkt ‘smáagnir’, ‘óhreinindi’ og líka ‘mistur’ eða ‘moldrok’. Orðið getur einnig táknað lit og merkir þá það sama og þegar eitthvað er sagt mólitað. Til dæm...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu mikið blóð er í okkur? Er meira blóð í 150 kg manni en í þeim sem er bara 50 kg?

Gjarnan er miðað við að í líkama meðalþungs fullorðins einstaklings séu eitthvað í kringum 5 lítrar af blóði. Þarna er venjulega átt við karlmann sem er um 70 kg að þyngd en það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á blóðmagnið svo sem kyn, heilsufar, líkamssamsetning og búseta. Sá þáttur sem oftast er nefndur sem á...

category-iconJarðvísindi

Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?

Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota. Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?

Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?

Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635: ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle. Notkunin um framburð er eitthvað yngr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig vísar maður í sjónvarpsefni í heimildum? Ég er að skrifa grein og er að vísa í þáttaröðina Rætur, sem var sýnd á RÚV. Á nokkrum vefsíðum er að finna leiðbeiningar um það hvernig eigi að vísa til sjónvarpsefnis í heimildum. Í fljótu bragði virðast slíkar uppl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?

Orið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild. Ef ein tegund nær að fjölga sér óvenju mikið við náttúrlegar aðstæður þá hafa yfirleitt einhverjir grunnþættir sem snerta hana einnig breyst. Dæmi um þetta er mikil fjölgun snjógæsa undanfarin ár, en hún er rakin til breytinga á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjall í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi er ýmist nefnt Gunnólfsfell, Gunnúlfsfell, eða Gunnungsfell. Getið þið skorið úr um rétt nafn?

Þessi nöfn koma ekki fram í miðaldaritum, en talið er að fjall sem nefnt er Kolssonafjall í Landnámabók geti átt við þetta fjall (Íslenzk fornrit I:120-121). Elstu tiltækar heimildir um nöfnin eru sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags um Setbergssókn, önnur frá 1840 eftir sr. Einar Sæmundsson, hin frá 18...

category-iconFélagsvísindi

Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?

Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns. Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sé...

category-iconHugvísindi

Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision?

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) hefur löngum þótt afar gott sjónvarpsefni á Íslandi en fáir sjónvarpsviðburðir hafa notið jafn mikilla vinsælda í gegnum árin. Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 1986, en það ár var Icy-hópurinn fulltrúi landsmanna með lagið Gleði...

Fleiri niðurstöður