Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?
Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...
Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?
Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir si...
Eru til eitraðar skjaldbökur?
Engar tegundir innan yfirættar skjaldbakna (Chelania) framleiða eitur, hvort heldur er til sjálfsvarnar eða veiða. Slíkt er þó vel þekkt innan nokkurra hópa hryggdýra, svo sem froska og slangna. Skjaldbökur hafa hins vegar þróað með sér aðra vörn; stóran og sterkan skjöld sem þær draga nafn sitt af. Hann er s...
Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?
Hér er einnig svarað spurningum sama efnis frá Eiði Alfreðssyni og Arnþóri Reynissyni. Eftir mikla leit í frumskógi reglugerða og laga í íslenskri stjórnsýslu fannst einungis á einum stað eitthvað sem gæti talist vera Öryggisnefnd ríkisins. Það er í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnus...
Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?
Í riti sínu Pensées (grein 418) segir Blaise Pascal (1623-1662): Annað hvort er Guð til eða hann er ekki til. En hvort eigum við að halda? Skynsemin getur ekki skorið úr. Á milli þessara tveggja kosta er ginnungagap og úti í óendanleikanum er hlutkesti varpað. Hvor hliðin kemur upp? Á hvað ætlar þú að veðja? S...
Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið?
Þegar við heyrum hljóð hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans. Hljóðnemi breytir líka hljóði í rafstraum. Þegar hljóðinu er útvarpað er rafmerkinu breytt í mótaðar rafsegulbylgjur eins og lýst er í svari SIV við spurni...
Hvers vegna heyrist sjávarhljóð ef haldið er á stórum kuðungi upp við eyra?
Í æsku var flestum sagt að hljóðið sem heyrist þegar maður heldur kuðungi upp við eyrað sé hljóðið í hafinu. Svo er þó ekki, en hvað er það þá sem framkallar þetta hljóð? Ein möguleg skýring er sú að hljóðið sé komið til vegna streymis andrúmslofts um kuðunginn. Við nánari athugun stenst það þó ekki. Ef við eru...
Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?
Eiturlyf hafa verið til frá alda öðli en á undanförnum áratugum hafa sterkari, og jafnvel mannskæð efni verið þróuð og hefur það kallað á hertari löggjöf um fíkniefni almennt. Á Íslandi er skýr og skilmerkileg löggjöf varðandi eiturlyf. Í lögum númer 65/1974 um ávana- og fíkniefni er í 2. grein tekið fram að v...
Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?
Oft er tilkynnt um atvik þar sem högl eru á stærð við sítrónur í verstu stormunum. Stærsta haglélið sem hefur fundist var 14,2 sentímetrar í þvermál og 45 sentímetrar í ummál! Það var samansett úr 20 minni höglum sem voru frosin saman. Haglið vó 758 grömm. Það féll í Coffeyville í Kansas í Bandaríkjunum 3. septemb...
Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?
Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra...
Hvað búa margir í Ástralíu?
Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...
Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?
Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tungl...
Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?
Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir. Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Hér er hægt að skoða ættartré rándýra. Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið: Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir. Þær eru ...
Hvað eru sæfíflar?
Sæfíflar eru frumstæð fjölfruma dýr. Þeir tilheyra fylkingu holdýra eins og armslöngur og marglyttur en flokki kóraldýra. Kóraldýr nefnast á latínu anthozoa. Kóraldýr greinast í tvo undirflokka: hexacorallia og octocorallia. Sæfíflar tilheyra fyrrnefnda undirflokknum. Dýr í þeim flokki lifa sér en ekki í stóru ...
Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?
Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...