Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2439 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara hreindýratalningar fram?

Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...

category-iconUmhverfismál

Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?

Spyrjandi bætir líka við:Er eldsneyti jarðarbúa eins slæmt að þessu leyti nú og fyrir hálfri öld?Svarið við fyrri spurningunni er að sannarlega er unnt að stýra myndun koltvísýrings, eða CO2, með vali eldsneytis. Þá er hlutfall kolefnis og vetnis mikilvægt og æskilegt að velja það eldsneyti þar sem þetta hlutfall ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru?

Upphaflega spurningin hljómar svona: Hvað er talið að mörg ljón séu eftir í Afríku sem búa í villtri náttúru? Er þeim að fjölga eða fækka? Hvað um tígrisdýr? Líffræðingar telja að í Afríku séu á bilinu 30–100 þúsund villt ljón (Panthera leo). Útbreiðsla þeirra er aðallega bundin við austur- og suðurhluta álfunna...

category-iconLögfræði

Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?

Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....

category-iconMálvísindi: almennt

Í hvaða löndum er töluð spænska?

Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim - reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kínversku. Samtals e...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?

Skoski verkfræðingurinn John Logie Baird (1888-1946) fann upp sjónvarpið. Hann sendi út fyrstu sjónvarpsmyndirnar frá herbergi á Central Hotel í Glasgow árið 1924. Þar var aðeins um útlínur hluta að ræða. Fyrsta andlitið birtist á skjánum hjá Baird ári seinna og fyrstu sjónvarpsmyndirnar af hlutum á hreyfingu þann...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Surtsey stór?

Þann 14. nóvember 1963 hófst neðansjávareldgos á 160 metra dýpi suðvestur af Heimaey. Myndaðist þá eyjan Surtsey. Við lok gossins var eyjan 171 metri á hæð og 2,7 km2 að flatarmáli. Vegna mikils sjávarrofs fyrstu árin eftir gosið minnkaði flatarmál Surtseyjar um 3-20 hektara á ári með þeim afleiðingum að á...

category-iconTrúarbrögð

Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni.

Kona Nóa er ekki nafngreind í Biblíunni en Gyðingar nefna hana Naamah, sem merkir „hin fagra“ eða „hin góða“. Samkvæmt sögnum Gyðinga bað Guð Nóa um að færa öll dýr heimsins í örkina og hann bað Naamah konu hans að bjarga jurtum jarðarinnar. Söguna um Nóa, flóðið og örkina er að finna í fyrstu Mósebók Gamla tes...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á hagfræði og viðskiptafræði?

Hagfræði má skilgreina á ýmsa vegu. Algengast er væntanlega að lýsa henni sem þeirri fræðigrein sem fjallar um hvernig takmarkaðir framleiðsluþættir eru nýttir til að framleiða vörur og þjónustu til að mæta þörfum og óskum manna. Með framleiðsluþáttum er hér átt við allt sem nýtt er í slíkri starfsemi, svo sem vin...

category-iconLögfræði

Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?

Önnur spurning um sama efni:Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum?

Margar konur fá dökka rönd á kviðinn þegar þær eru barnshafandi. Röndin getur orðið næstum einn cm á breidd og nær frá lífbeininu upp að nafla og jafnvel yfir naflann, alla leið að bringspölum (neðsta hluta bringubeins). Rönd þessi kallast linea nigra á latínu, sem þýðir svört rönd. Í raun eru allir með rönd á þ...

category-iconFornfræði

Hvað varð um París og Helenu fögru?

París var sonur Príamosar konungs í Tróju. Hann hafði numið á brott Helenu fögru, drottningu Menelásar konungs í Spörtu og af þeim sökum braust út Trójustríðið (sjá nánar í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?). Gríska hetjan Fíloktetes drap París Trójuprins...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd og eru mörg þeirra hættuleg heilsu manna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum. Talið er að um 1,3 milljarður manna í heiminum rey...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill?

Sir Winston Leonard Spencer-Churchill fæddist 30. nóvember 1874. Hann var mikilsmetinn breskur stjórnmálamaður og hermaður í breska hernum. Hann var áberandi í breskum stjórnmálum í um 60 ár og í seinni heimsstyrjöldinni leiddi hann baráttu Breta sem forsætisráðherra landsins. Winston Churchill á góðri stundu ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hreinsast fitugar og óhreinar æðar í reykingamanni þegar hann hættir að reykja?

Með fitugum æðum er líklega átt við það sem kallast æðakölkun á íslensku eða atherosclerosis á ensku. Æðakölkun er meinsemd sem myndast í slagæðum vegna áreitis á æðina af einhverjum toga. Í æðakölkuninni er fitukjarni sem er að mestum hluta kólesteról og því er rætt um fitugar æðar í spurningunni. Reykingar e...

Fleiri niðurstöður