Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 997 svör fundust
Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?
Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Þa...
Hvaðan kemur orðið afleggjari og hvað merkir það?
Orðið afleggjari er notað um græðling sem skorinn eða klipptur er af plöntu, settur í vatn eða beint í mold og látinn skjóta rótum. Orðið er líka haft um veg eða vegarspotta út frá aðalbraut. Það er fengið að láni úr dönsku, aflægger, á fyrri hluta 20. aldar. Reynt var að amast við orðinu, til dæmis eftirfarandi ...
Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?
Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...
Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?
Ætla má að lyfjabirgðir í landinu séu til um það bil eins mánaðar, sjaldan meiri og stundum minni. Það er engin bein kvöð á innflytjendum eða framleiðendum lyfja að eiga birgðir til ákveðins tíma. Í lyfjalögum stendur þó að lyfjaheildsölu sé skylt að eiga nægar birgðir, að mati heilbrigðisyfirvalda, af tilteknu...
Hvað er stóuspeki?
Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín M. Jóhannsdóttir rannsakað?
Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf. Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um framvinduhorf í íslensku og ensku en hlutverk þess virðist hafa verið að víkka í báðum málum u...
Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila?
Undirstúka tilheyrir milliheila og liggur undir þeim hluta heilans sem nefnist stúka og yfir þeim hluta hans sem nefndur er heiladingull. Þrátt fyrir litla stærð stjórna kjarnar í undirstúku mörgum nauðsynlegum störfum í líkamanum og tengjast flest þeirra samvægi hans. Helstu hlutverk undirstúku eru eftirfar...
Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"?
Íslenska orðtakið „að koma út úr skápnum” er einfaldlega þýðing úr ensku, „coming out of the closet,” og er notað yfir það þegar fólk sem af einhverjum ástæðum hefur talið sig þurfa að fela kynhneigð sína gerir hana opinbera. Á íslensku er líklega oftar talað um að koma „úr felum.” Vegna fordóma í þjóðfélag...
Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út?
Í grískri goðafræði spratt Pegasus, Vængfákurinn, upp úr blóði Medúsu, sem Perseifur hafði orðið að bana. Vængfákurinn flaug strax til himna og settist síðar að á Helikon-fjalli þar sem hann skapaði uppsprettu Hippókrenesar, en þaðan kom innblástur skáldanna. Aþena tamdi að lokum villta hestinn og færði Beller...
Hvernig lítur stjörnumerkið Vogin út?
Vogin er eitt ógreinilegasta stjörnumerki dýrahringsins svonefnda. Engar goðafræðilegar sagnir eru taldar tengjast merkinu en þess má þó geta að vogin er tákn réttlætis. Hinn frægi forn-gríski stjörnufræðingur Ptólmæos sagði merkið vera hluta af Sporðdrekanum, klær hans, en stjörnurnar σ (Sigma) Librae, e...
Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?
Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...
Hver er upprunaleg merking orðsins kvíar, færa út kvíarnar og sóttkví?
Kvenkynsorðið kví merkir ‘rétt til að mjólka kvíaær’. Kvíin var ýmist hlaðin úr grjóti eða gerð úr trégrindum og var þá færanleg (færikvíar). Þangað eiga rætur að rekja orðasamböndin færa út kvíarnar í yfirfærðri merkingu ‘stækka við sig’ og færa saman kvíarnar ‘minnka við sig’. Orðið þekkist þegar í fornu máli (J...
Hvaða örverur eru í bjór?
Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...
Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?
Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...
Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?
Hrúturinn er talið fyrsta merki dýrahringsins þó að staðreyndin sé sú að með framrás vorpunktsins sé fiskamerkið það í raun. Í grísku goðafræðinni var hrúturinn klæddur gullna reyfinu og Hermes, sendiboði guðanna, sendi hann til að bjarga tveim börnum konungsins í Þessalóníku frá brjálaðri stjúpmóður sinni. Hr...