Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 511 svör fundust
Hvað orsakar þörungablóma í hafinu?
Þörungar nota sólarljós og ólífræn næringarefni í sjónum til orkuframleiðslu. Á veturna þegar yfirborðssjór kólnar og vinda gætir blandast sjórinn niður á mikið dýpi og næringarefni berast á ný til yfirborðs. Vegna uppblöndunar haldast svifþörungarnir ekki nægilega lengi uppi í ljóstillífunarlaginu til að ljóstill...
Er það mögulegt að Ísland verði einn daginn allt gróðri vaxið?
Margir þættir hafa áhrif á gróðurfarsskilyrði og þar með gróðurhulu á landinu. Þættir sem hafa neikvæð áhrif á gróðurfarsskilyrði eru meðal annars i) áföll af völdum eldgosa og jökulhlaupa; ii) slæm loftslagsskilyrði til fjalla auk þess sem úrkoma er sums staðar nokkuð takmarkandi; iii) sandur og sandfok á auðnum ...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Hvernig verða kórallar til?
Kórallur er hart kalkkennt efni sem svonefnd kóralladýr mynda og hlaða utan um sig og gegnir hlutverki ytra stoðkerfis. Orðið kórallur er líka notað um kóralladýrin sjálf. Kórallar tilheyra flokkinum Anthozoa en til hans telst einnig sæfjöður og nokkrir aðrir hópar holdýra. Hinir eiginlegu kórallar eru síðan fl...
Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur
Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...
Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?
Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur ...
Hvað munar miklu á vegalengdinni ef ég ek hringveginn réttsælis og svo rangsælis?
Á hringveginum er yfirleitt akrein í sitt hvora áttina. Önnur þeirra er nær miðpunkti landsins en hin, svo lengd hennar ætti að vera styttri en lengd hinnar. Spurningin er hvort við vitum hversu mikið styttri hún sé og hvort við getum reiknað það. Okkur ætti að vera ljóst að hægt væri að svara spurningunni ef v...
Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?
Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...
Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?
Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....
Hvaða efni eru snefilefni?
Snefilefni er þýðing á enska hugtakinu 'trace element' og er samheiti yfir nokkur frumefni sem finna má í mjög litlu magni í pöntu- og dýraríkinu. Til að geta flokkað frumefni sem snefilefni verður magn þess af heildarmagni frumefna lífverunnar að vera minna en 0,01%. Þessi frumefni, sem flest eru málmar, eiga...
Hvað þýðir orðið hörgur?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir íslenska orðið hörg? Orðið er til dæmis notað í götunöfn eins og Hörgshlíð, Hörgsland, Hörgás og svo framvegis. Er um að ræða sama orð og hörgull? Fyrri liður orðanna Hörgshlíð, Hörgsland og Hörgás er karlkynsorðið hörgur 'heiðið blóthús eða blótstallur, grjóthóll, h...
Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?
Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu ...
Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?
Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt. Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum...
Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?
Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það...
Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum?
Eins og útskýrt er í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni 1) Af hverju myndast ský og 2) af hverju falla þau ekki til jarðar? þá eru ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara. Í skýjum er oft uppstreymi lofts. Vatns...