Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3496 svör fundust
Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum ti...
Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?
Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...
Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?
Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands...
Hvernig og hvar vex ananas?
Ananasplantan (Ananas comosus) er fræplanta af ættinni Bromeliaceae. Hún vex villt í Mið- og Suður-Ameríku en hefur verið flutt og ræktuð til nytja víða annars staðar svo sem til margra Asíu- og Afríkuríkja. Ananasplantan er með 30-40 stíf og safarík blöð sem mynda oft rósettulaga krans umhverfis þykkan og ster...
Hvað heldur sólkerfinu saman?
Þyngdarkrafturinn, sami kraftur og heldur okkur á jörðinni, heldur öllu sólkerfinu saman. Í svari við spurningunni Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna? segir: Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkraftur milli tveggja hluta í beinu hlutfalli við mass...
Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?
Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...
Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?
Strý er notað um strítt og gisið hár en í eldra máli var það einnig notað um grófan hör og hamprudda. Myndin af Stebba sýnir því ef til vill mann sem er að troða hamprudda eða einhverju slíku í poka. Orðabók Háskólans á engin dæmi um sambandið að troða strý önnur en í þulunni um Stebba sem stóð á ströndu. Jón ...
Af hverju eru Ísraelar og Tyrkir þátttakendur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva?
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er haldin á vegum Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (e. European Broadcasting Union) og er opin öllum þeim löndum sem eiga fulla aðild að sambandinu. Þrátt fyrir nafnið er aðild að sambandinu ekki bundin við Evrópu eingöngu og því geta lönd utan Evrópu tekið þátt í söngvakep...
Eru kindur gáfaðar?
Ekki er hægt að svara svona beinskeyttri spurningu nema með því að bera sauðfé saman við aðrar tegundir. Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þeirra hvað snertir „gáfnafar“ eða „greind“....
Af hverju fer að rigna ef maður drepur járnsmið?
Það er með þessa hjátrú eins og svo margt annað í þjóðtrú að nánast ógjörningur er að svara því með vissu hvers vegna slík tiltrú verður til. Til er þó sú skýring að járnsmiðir (og fleiri skordýr) leiti frekar út undir bert loft þegar von sé á rigningu og því séu einfaldlega meiri líkur á að rekast á þá við slíkar...
Hver fann upp golf?
Margir halda að golf hafi verið fundið upp í Skotlandi. Ástæðu þess má rekja aftur til ársins 1457, en þá sendi skoska þingið frá sér ályktun þess efnis að banna ætti bæði fótbolta og golf (futbawe and ye golf) sökum þess að slíkar íþróttir væru til einskis nýtar. Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þi...
Af hverju vantar nefið á sfinxinn?
Egypski sfinxinn er forn goðsagnavera sem hefur líkama ljóns og mannshaus. Langþekktust er stóra sfinx-styttan sem enn stendur í Giza í Egyptalandi. Styttan er ein stærsta steinstytta í heimi; hún er 57 metra löng, 6 metra breið og 20 metra há. Hausinn er sagður vera gerður eftir mynd egypska faraósins Khaf-Ra. Pí...
Af hverju heitir Gullfoss þessu nafni ef það er ekkert gull í honum?
Óhætt er að segja að Gullfoss sé frægastur allra fossa á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Gullfoss er ein af helstu náttúruperlum Íslands og hefur verið friðlýstur frá árinu 1979. Gullfoss er ein af náttúruperlum Íslands. Eftir því sem ég kemst næst hefur Gullfoss fengið nafn sitt sökum þess að glampað get...
Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?
Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum. Í fyrsta lagi eru stóru...
Hvað ræður því hvað mann dreymir?
Þessa spurningu mætti allt eins orða svona: Hvað ræður því hvað við við hugsum? Draumar verða vegna starfsemi heilans í svefni og stundum í vöku líku. Þess háttar drauma köllum við dagdrauma. Mörgum finnst sem draumar séu einkennilegt fyrirbæri af því að þá er heilinn að störfum á meðan við sofum. En ráðum við ...