Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 595 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um Perú?

Perú liggur að strönd Kyrrahafsins í norð-vesturhluta Suður-Ameríku. Perú á landamæri að Ekvador í norð-vestur, Kólumbíu í norð-austur, Brasilíu í austur, Bólivíu í suð-austur og Chíle í suður. Perú er 1.285.216 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli og áætlað er að íbúafjöldi landsins árið 2005 séu rúmlega 27.925....

Nánar

Er einhver byggð á Baffinslandi?

Baffinsland liggur á milli meginlands Kanada og Grænlands. Baffinsland er stærsta eyja Kanada, 507.471 km2 að flatarmáli. Eyjan er nefnd eftir breska landkönnuðinum William Baffin (1584-1622) sem kannaði meðal annars hafsvæðið vestur af Grænlandi í leit að norðvesturleiðinni til Kyrrahafs. Nokkur lítil þorp o...

Nánar

Hvar í heiminum lifir glókollur?

Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm. Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík. Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessa...

Nánar

Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?

Fjallað er um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Þar kemur meðal annars fram að árið 1884 var ákveðið að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem væri miðaður við núll lengdarbauginn, en hann liggur um Greenwich í Englandi. Þar segi...

Nánar

Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?

Lappjaðrakan (Limosa lapponica) Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússla...

Nánar

Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?

Skipting Rómaveldis í austur- og vesturhluta varð til á löngum tíma. Segja má að stjórnarkreppur og valdaátök hafi átt sinn þátt í að kljúfa ríkið en aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins voru einnig gerólíkar. Rómaveldi varð í reynd að keisaradæmi árið 27 f.Kr. enda þótt það væri enn þá lýðveldi að nafnin...

Nánar

Hvað merkir bæjarnafnið Vorsabær?

Vorsabær (Ossabær) er nafn á fjórum bæjum á Suðurlandi: Bær í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. (Landnáma). Bær í Skeiðahreppi í Árnessýslu. Bær í Ölfusi í Árnessýslu. Bær í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Nafnið er ýmist Vörsabær eða Ossabær í handritum Njálu, Vorsabær í Jarðabók Árna og Páls en Ossab...

Nánar

Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?

Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...

Nánar

Hvað olli frostavetrinum mikla 1918?

Janúarmánuður var langkaldasti mánuður frostavetursins 1918, svo kaldur að hann stendur einn undir nafngiftinni. Mjög eindregin norðanátt var ríkjandi í mánuðinum og hún var venju fremur köld vegna þess að sérlega mikill hafís var í norðurhöfum, bæði í Austur-Grænlandsstraumnum og í Barentshafi. Haustið 1917 v...

Nánar

Hvaðan er nafnið á Fossvogsdal komið?

Fossvogsdalur er dalurinn inn af Fossvogi, en vogurinn er kenndur við foss sem var í Fossvogslæknum þar sem hann rennur í sjó. Lækurinn hefur aðrennsli úr Faxakeldu og lægðum Fossvogs og rennur til sjávar sunnan við Votaberg. Fossinn hét Hangandi, en er nú horfinn því “tímans tönn hefur unnið á mjúku móberginu sem...

Nánar

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...

Nánar

Hvert er fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi?

Fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi er Fjarðabyggð með 3092 íbúa, en næst fjölmennustu sveitarfélögin eru Hornafjörður með 2370 íbúa og Austur-Hérað með 2024 íbúa. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu v...

Nánar

Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?

Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15...

Nánar

Fleiri niðurstöður