Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 727 svör fundust

Hverjir ákveða götunöfnin og eftir hverju fara þau?

Ýmislegt skemmtilegt og áhugavert er að segja um götunöfn í borgum og sögu þeirra, þar á meðal af því hvernig þau hafa orðið til á hverjum tíma og stað. Götunöfn í Reykjavík eru ágætt dæmi um þetta en þróun þeirra hefur fylgt svipuðum mynstrum og í ýmsum öðrum borgum eða þéttbýliskjörnum, þótt einstök skref í þróu...

Nánar

Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?

Heimakoma (Erysipelas) er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sý...

Nánar

Kemur orðið "olnbogi" af öðru beini framhandleggs, öln?

Liðurinn milli upphandleggs- og framhandleggsbeins handarbaksmegin hét í fornu máli ölnbogi. Nafnið er leitt af heiti framhandleggsbeinsins sem kallast öln og sett saman úr öln og bogi. Til eru hliðarmyndir af ölnbogi eins og olnbogi, olbogi og albogi. Þær eru allar gamlar í málinu en olbogi er nú einkum notað...

Nánar

Hvað eru margir nanómetrar í einum metra?

Eins og fram kemur í svari okkar við spurningunni Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni? þá er einn milljarður nanómetra í einum metra. Í þessu sama svari er tafla sem sýnir hvað forskeyti metrakerfisins merkja. Í svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni Hvað er nanótækni? kemu...

Nánar

Hvers konar buxur eru hrognabuxur?

Flestir kannast vel við hrogn sem oftast er unnt að kaupa úr fiskborðinu í febrúarmánuði. Það eru eggin inni í sekknum sem nefnast hrogn áður en fiskurinn hefur gotið en eftir það kallast þau gota, gytja eða gýta. Sekkurinn utan um eggin er nefndur hrognabrækur eða hrognabuxur, enda minnir hann á buxur.Færri k...

Nánar

Hvað er einn faðmur margir sentimetrar?

Faðmur er ein þeirra lengdareininga sem taka mið af mannslíkamanum. Sama má segja um fet, þumlung og tommu. Það er augljós galli við þessar lengdareiningar að mennirnir eru ekki jafn stórir. Fet hjá lágvöxnum manni er ekki það sama og hjá þeim sem stærri eru. Þetta var ein ástæða þess að metrakerfið var innleitt. ...

Nánar

Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei? Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmei...

Nánar

Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?

Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er of...

Nánar

Hver var Díoskúrídes?

Pedaníos Díoskúrídes var forngrískur læknir og grasafræðingur sem starfaði í Róm um og eftir miðja fyrstu öld. Hann var frá Caesareu í Kilikíu í Litlu-Asíu en er iðulega kenndur við Anazarbos en það er yngra heiti á borginni. Gjarnan er talið að Díoskúrídes hafi verið læknir í rómverska hernum en ályktunin byggir ...

Nánar

Af hverju er latína enn notuð í líffærafræði?

Um þetta hefur verið fjallað á almennan hátt í svari við spurningunni Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? og bendum við lesendum á að lesa það svar fyrst. Sömu ástæður og koma fram í því svari gilda um líffærafræðina. Þar er latína notuð í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið notuð lengi ...

Nánar

Fleiri niðurstöður