Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1490 svör fundust

Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?

Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’. Hér vantar aðeins herslumuninn. Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt...

Nánar

Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ágætis kafarar en kafa þó ekki sérstaklega djúpt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í dýragörðum benda til þess að þeir kafi mest niður á 4,5 metra dýpi, en lítið er þó vitað um hversu djúpt þeir kafa í náttúrunni. Sérfræðingar telja þó að það sé mjög hæpið að þeir fari niður fyri...

Nánar

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni? má sjá að meðalgasblaðra getur lyft 15,7 grömmum. Það er þess vegna ekki flókið að reikna hversu margar gasblöðrur þurfi til að lyfta heilu húsi, ef við vitum hvað húsið er þungt! Hvað ætli þetta séu margar b...

Nánar

Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið?

Orðið aulabárður er samsett úr auli ‛kjáni, flón; (afkastalítill) vesalingur’ og hugsanlega karlmannsnafninu Bárður. Annað orð sambærilegt er klaufabárður ‛klaufi’. Aulabárður þekktist þegar í lok 18. aldar í þeirri merkingu sem notuð er nú. Líklegast er að einhver saga um Bárð, sem þótti kjáni, liggi ...

Nánar

Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn? - Myndband

Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...

Nánar

Hvað þýðir orðið gimpi?

Orðið gimpi getur merkt ‘þéttir og grófir knipplingar’ og er þá dregið af sögninni að gimpa sem notuð er um að hekla á alveg sérstakan hátt (= gimba). Það er þá tökuorð úr gamalli dönsku gimpe ‘hekla banddregla’. En -gimpi kemur einnig fyrir sem síðari liður í samsetningunni himpingimpi, einnig ritað himpigimpi...

Nánar

Hver er uppruni orðatiltækisins „að vera fjarri góðu gamni“?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hver er uppruni setningarinnar „að vera fjarri góðu gamni“? Orðasambandið þekkist frá 17. öld í lítið eitt annarri mynd: langt frá góðu gamni. Um fjarri góðu gamni eru elstu dæmi frá síðari hluta 19. aldar. Gaman merkir hér ‘ánægja, skemmtun’ og sá sem er fjarstaddur missi...

Nánar

Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegustu meindýra sem til eru?

Það er að sjálfsögðu matsatriði hvað er "alhættulegast" en hitt er rétt að húsflugan getur verið býsna hættuleg, ekki af eigin völdum heldur vegna þess sem hún ber með sér. Það er líka rétt athugað hjá spyrjanda að hún er sérlega varasöm við hvers konar meðhöndlun matar. Þar sem mikið er um húsflugur og sýklauppsp...

Nánar

Hvað heitir hæsta fjallið í Danmörku?

Heimildum ber ekki mjög vel saman þar sem hver þúfa og steinn skiptir máli í þessu tilviki. Þó eru tvö fjöll sem helst eru nefnd, Ejer Bavnehöj (um 171 m) og Yding Skovhöj (um 173 m). Danmörk er mjög láglent land svo að varla er hægt að tala um eiginleg fjöll þegar talað er um „hæsta fjall í Danmörku". Það segi...

Nánar

Hver fann Majorku?

Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...

Nánar

Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir) Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðge...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?

Geirnyt (Chimaera monstrosa) er aðeins eitt af nokkrum nöfnum sem til eru fyrir þessa fisktegund. Hún hefur verið nefnd hámús, hafmús, rottufiskur og jafnvel særotta. Á ensku gengur hún oftast undir heitinu „rabbit fish” eða „rat fish”. Geirnyt er brjóskfiskur og tilheyrir ætt þeirri sem nefnist hámýs (Chimaer...

Nánar

Fleiri niðurstöður