Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 235 svör fundust

Hvaða hvalir hafa sést við Ísland?

Alls hefur sést til að minnsta kosti 23 hvalategunda í íslensku lögsögunni. Vissulega eru þessar tegundir misalgengar, líklega er einna algengast að sjá hrefnur (Balaenoptera acutorostrata) á grunnsævinu við landið en tegundir eins og norðhvalur (Balaena mysticetus) og mjaldur (Delphinapterus leucas) eru afskapleg...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um ljón?

Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurn...

Nánar

Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...

Nánar

Hvernig fjölga ljón sér?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvernig fjölga ljón sér? (Katrín Sigurðardóttir)Á hvaða tíma árs og hvernig fjölga ljón sér? (Svanbjörg Sigmarsdóttir)Getið þið frætt mig um ríki, flokk, ætt, ættbálk, tegund og tengsl ljóna? (Ragnhildur Björk Theodórsdóttir) Ef spyrjendur leikur forvitni á að vita allt sem ...

Nánar

Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?

Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir af ætt hrossafluga (Tipulidae), þessi sem flestir þekkja og kallast einfaldlega hrossafluga (Tipula rufina), trippafluga (Tipula confusa), kaplafluga (Prionocera turcica) sem finnst í votlendi víða um land og folafluga (Tipula paludosa) sem fannst fyrst í Hveragerði um aldamó...

Nánar

Hvernig er dýralíf á Grænlandi?

Á Grænlandi er afar sérstætt og fjölbreytt dýralíf. Við fyrstu sýn virðast kannski grænlensku óbyggðirnar lífvana vegna þeirrar óblíðu veðráttu sem þar ríkir. En þannig er því ekki farið því að á Grænlandi lifa alls níu tegundir villtra landspendýra, það er að segja fleiri en á Íslandi til dæmis. Ástæða þess er að...

Nánar

Hvernig gefa froskar frá sér eitur?

Fjölmargar tegundir froska eru eitraðar. Eitrið sem froskdýr hafa þróað með sér, gegnir nokkuð öðru hlutverki en hjá öðrum dýrum, svo sem snákum og köngulóm. Snákar nota eitur til að veiða bráð og eru því með eiturkirtla í kjaftinum auk þess að hafa kröftugar skögultennur til að koma eitrinu frá sér. Eiturkirtlar ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um afrísku mörgæsina?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvaða fuglategund er þetta á myndinni? Myndin er líklega af afrísku mörgæsinni (Spheniscus demersus), en hún er stundum kölluð asna-mörgæs (e. jackass penquin) þar sem köll hennar þykja minna á hljóð í asna. Eins og nafnið gefur til kynna lifir afríska mörgæsin undan ...

Nánar

Geta hundar og kettir átt afkvæmi saman?

Nei, hundar og kettir geta ekki átt saman afkvæmi, ekki einu sinni þó allt færi í "hund og kött" eins og sagt er. Þó hundar (Canis familiaris) og kettir (Felis catus) séu bæði rándýr (Carnivore) eru þau alltof fjarskyld til að æxlun og frjóvgun í kjölfar hennar sé möguleg. Köttum og hundum getur verið vel til vi...

Nánar

Hvar finnast blóðsugur eða iglur?

Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...

Nánar

Eru hundar skyldir bjarndýrum?

Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er allt líf hér á jörðinni komið af einni rót, það er að segja að allt líf á jörðinni sé einstofna. Darwin taldi að allt líf hafi sprottið af frumstæðum dreifkjörnungum sem lifðu fyrir meira en 3,5 milljörðum ára. Frá þeim hafi plöntur, bakteríur, sveppir og dýr komið fram á un...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?

Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...

Nánar

Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?

Iguana-eðlur tilheyra eðluættinni Iguanidae sem telur alls 13 tegundir. Hefð er fyrir því í Ameríku að nota iguana-nafnið einungis fyrir stærri meðlimi þessarar ættar . Iguana-eðlur eru vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og er talið að þær finnist á um 3% heimila þar í landi! Ein tegund er öðrum vinsælli, en það er...

Nánar

Fleiri niðurstöður