Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 553 svör fundust

Hvað eru til margar tegundir gíraffa?

Aðeins ein núlifandi tegund tilheyrir ættkvíslinni Giraffa, en það er G. camelopardalis eða gíraffi. Hins vegar eru tvær tegundir sem teljast til ættarinnar Giraffidae, gíraffinn og ókapi (Okapia johnstoni), dýr sem um margt minnir á sebrahest en er skyldast gíraffa. Gíraffar lifa í Afríku frá Tsjad í norðanve...

Nánar

Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?

Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...

Nánar

Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?

Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...

Nánar

Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?

Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...

Nánar

Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?

Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylide...

Nánar

Hvað er Hreppafleki?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar fleki er Hreppaflekinn sem mætir Norður-Ameríkuflekanum á Þingvöllum? Hreppaflekinn er lítill jarðskorpufleki á Suðurlandi, nokkurs konar örfleki eða míkrófleki. Jarðskorpa jarðarinnar er samsett úr nokkrum gríðarstórum meginlandsflekum, eins og Norður-Ameríkuflekanum ...

Nánar

Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?

Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu. Við upphaf aldarinnar voru líklega um 100.000 villt tígrisdýr í skóglendi Asíu, allt frá austustu héruðum Rússlands vestur til Kákasusfjalla. Nú eru eingöngu um 5000 til 7000 dýr í heiminum. Þá voru deilitegundir tígrisdýra átta...

Nánar

Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?

Vatnabufflar (Bubalus bubalis) eru húsdýr, aðallega í Asíu en eru einnig ræktaðir í öðrum heimsálfum. Þeir skiptast í tvær undirtegundir, önnur kennd við ár og hin við mýrar (e. river buffalo og swamp buffalo). Talið er að báðar undirtegundirnar hafi verið ræktaðar út frá villtum vatnabufflum (Bubalus arnee). ...

Nánar

Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

Ísland skiptist í þrjár jarðmyndanir eftir aldri og myndunaraðstæðum: Elst er tertíera blágrýtismyndunin, 16-3 milljón ára, þá kvartera grágrýtis- og móbergsmyndunin, 3 milljón til 10.000 ára, og loks nútími, síðustu 10.000 árin. Tertíeru mynduninni tilheyra blágrýtissyrpurnar á Austfjörðum og Vesturlandi, frá...

Nánar

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um herskipið Bismarck?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig sökk herskipið Bismarck?Hvar sökk herskipið Hood? Orrustuskipið Bismarck og systurskip þess Tirpitz voru öflugustu herskip Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni og á sínum tíma sennilega þau öflugustu í Atlantshafinu. Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarck...

Nánar

Er gríska elsta tungumál í heimi?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær varð forngríska til? Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í forn...

Nánar

Hver fann upp á sykri?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er sykur búinn til? Elstu heimildir um sykurræktun er að finna í frásögn Alexanders mikla frá árinu 327 fyrir Krist þar sem hann segir frá ræktun á sykurreyr á Indlandi. Á þeim tíma var sykurinn soginn úr sykurreyrnum. Seinna eða árið 300 eftir Krist hafði sykurframleiðsl...

Nánar

Fleiri niðurstöður